Nýja öldin - 01.12.1899, Síða 92
236
Nýja Öldin
og illrætinn kvistur í gljúpu tré; að vísu hefir þetta
stoð í Sturlungu, en það var engin átylla til að skemma
leikinn með því. Það á þar alls ekki heima. En ekki
skyldi mig kynja, þótt höf. þætti vænst um þetta af
öllu í leiknum.
„Sverð og baga.ll“ er að vísu ekkert snildarverk,
en það er þó svo langsamlega, bezt af því sem enn hefir
sést eftir höfundinn, og satt að segja er það eina leikrit-
ið, þeirra sem enn eru frumsamin á íslenzku, sem á
leikrits-nafn skiiið. Yór erurn ekki auðugri en þetta í
íslenzkum leikrita-skáldskap.
Séra Matthíasi er, ekki nóg að vera það
sem hann er, snildar-ljóðskáld, svo að
enginn neitar honum um að vera eitt
með allrabeztu ljóðskáldum, sem land vort
Matb, Jocb-
umsson:
„Jón Arason".
hefir alið. Hann vill endilega vei-a lólegt leikskáld líka,
og eru það ekjd eins dæmi um stój-skáld í heiminum, að
þeir hafa hvað þrálátast fengist við þær greinir skáld-
skaparins, er þeiin létu sizt eða alls ekki. „Jón Ara-
son“ er enn ein ný sönnun fyrir þvj, að þet-ta mikla
skáld er ekki leikskáJd. í leiknum koma fram 23 per-
sónur, sem að orðfærinu til eru ekki annað en 23 Matth-
íasar, sumir auðvitað í brókum, en aðrir í pilsum. Ég
hefi ekki nent að hafa, fyrir því að útyega mér og lesa
nú á ný „Jón Arason“, sorgleik eftir Kristofer Janson,
tii að leita að, hvort meira eða mirma sé þaðan að
„láni“ tekið. Skáldið verður að fyrirgefa, að nrér skuli
hafa dottið í hug, að slíkt kunni að hafa átt sér stað;
en það kemur af, því, að mér er ekki ókunnugt um, að
sama skáld (M. J ) hefir bæði í „Þjóðólfi^ og í Ijóðabók
sinni gefið út „frumkveðið" kvæði eftir sig urn Jón Ara-
son á höggstokknum, snildar-fallegt að vísu, en að mestu
leyti að eins þýðingu erindi fyrir erindi af kvæði því,