Nýja öldin - 01.12.1899, Side 107
dtitsfjóraspjall.
Sjónleikar.
Vér íslendingar eigurn enga leikment til, og enga
sjónleika, og er það naumast von. Alt landið heíir
elcki nema 70,000 íbúa, og höfuðborgin líki. um 5000.
En allar vorar 70,000 þyrftu helzt að vera í einni borg
til þess að leikment gæti borið sig fyrir kostnaðar sakir.
Nú getur það ekki komið til mála, að neinn maður geti
gert leikaraskap að lífsstarfi sínu. Þá er að taka því
senr er, og reyna að hlynna að þeim leikaraviðburðum,
sem um getur verið að ræða, ef þeir reynast í nokkru
nýtir. Síðan Leikfélag Reykjavíkur var stofnað, hefir
leikaraskap farið hér furðanlega fram; það hafa kornið í
Ijós nokkrir nýtilegir leikkraftar, og enda bólað á frábær-
um hæfileikum af náttúrunnar hendi. Tilsögn við leik-
ana hefir og verið sýnu betri en nokkru sinni áður. Alt
er þetta að visu í barndómi og á örðugt uppdráttar, en
mjög virðingarverð viðleitni til að vanda sig og aðbúnað
alian hefir komið í ijós, og bæjarfélagið og landið hafa
veitt þessum viðburðum lítillegan stuðning, mjög smáan
að vísu, en þó betri en ekkert.
Tíminn er stuttur síðan íélagið hófst, og því varla
að vænta enn áhrifa frá því á skáldin. En væri þó ekki
senn vonandi, að einhver færi að sýna einhverja viðburði
í áttina að semja ísienzkan sjónleik? Og þá væri ósk-