Freyja - 01.09.1901, Blaðsíða 7

Freyja - 01.09.1901, Blaðsíða 7
FREYJA 147 Oft seinastur varð settur fremst og síðastur hinn fyrsti. Því lofl æskan alla tíð þá eiða hjörtun sverji, að æfi sinni öllum lýð til auðnu’ og gagns hún verji. Og blessum þessi hljóðu heit, sem heill vors lands eru’ unnin, hvert líf, sem græddi’ einn lítin reit og lagði’ einn stein í grunninn. Og fjöldinn undir mold og meið í minningunni vaki. Vor öld þá frægi, himinheið, sem hefst að fjallabaki. Þeir léttu af oss oki’ og neyð, þ<5 enn oss meinin saki; þeir hrundu vorum hag á leið ineð heillar aldar taki. Vör munum aldamyrkrið fyrst svo morgun framfaranna, «r bókament og lærdómslist brá Ijósi’ á hugi manna; og „Fjölni,“ reisn vors feðramáls, og fundinn þjóðarinnar; og löggjöf vora og fjármál frjáls einn fjórðung aldarinnar. Það liðna, það sein var og vann er vorum tíma yfir; því aldur deyðir engan mann, sem á það verk er lifir. — Já, blessum öll hin hljóðu heit, sem heill vors lands vóru’ unnin, hvern kraft,sem studdi stað og sveit og steina lagði’ í grunninn.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.