Freyja - 01.09.1901, Blaðsíða 16

Freyja - 01.09.1901, Blaðsíða 16
156 FUEYJA Þá varð honum litið við og sá konu sitja á stól og horfa á sig ástar- angum. „Hver ert þú?“ sagði hann. „Eg er „Meðlíðun,“ svaraði hún. „Viltu þá hugga mig?“ spurði hann og hallaði sör að hrjósti henrv- ar. Hún sagðí ekkert en strauk hend- inni hlýlega um vanga hans og þá fann hann hvííd. Upp frá þessu heimsótti Meðlíðun hann oft og hjarta hans sneri til hennar því þar fann hann ávalt hvíld. Honum fanst Meðíiðun umburðar- lyndari en konan hansheima. Hann gleymdi þvi að Meðlíðun þurfti að- eins að njóta og elska, en konan að nmbera og líða. Þá var það einhverju sinni er þau hjónin voru saman, að Dauðinn kom inn og eftir honum kom Meðlíðun.- Dauðinn vék sér að konunni og sagði: „Nú verður þú að koma með mér því sárin sem þú hefur fcngið í bar- áttu lífsins eru óiæknandi." Bóndinn ieit upp og sagði: „Nei, þú míitt ekki taka hana.hún er konan mtn ogög elska hana.“ Svo retti hann út hiind sína til að draga hana að sör því nú fann hann að hann elsltaði hana þrátt fyrir allt. En nú var það þó orðið um seinan. „0, Ðauði! gef mér enn þá litla stund því ég elska,“ sagði kouan og rétti báðar hendurnar á móti manni stnum. Þá gökk Meðliðun til mannsins, hallaði sör að brjósti hans og sagði: „Kom þú til mín, bituryrði konu þinnar særa þig ekki framar “ Hendur konunnar sigu máttvana niður, hún leit á Meðlíðun og mann- inn sinn, andvarpaði og sagði: „Ég skil. “ „Ertu nú til að koma?“ sagðí Dauðinn. „En börnin mtn?“ stundi konan. „Koma á eftir,“ svaraði Danðinn, og nú varð svipur hans, sem áður var kaldur og háðslegur, allt í einu mildur og blíður. Þá hneig konan í faðm Dauðans og hann bar hana út á ferju sína og fiutti hana yfir hafið svarta, yfir að ókunna landinu. Maðurinn horfði á eftir ferjunní þar til hún hvarf. En upp frá þvl átti hann einatt óuppfyllta þrá. Hann fann það þá, að nautnirnar, sem áður voru svo sætar, urðu að beiskju, því þær höfðu orsakað bit- uryrðin og sorgina og sárin sem bar- átta lífsins veitti konunni hans. Nú var hann þó frjáis. En hvað stoðaði það. Meðlíðun tók í hönd hans og ieiddi hann í burtu, en samt gat hann ekki gleymt, svo Meðlíðun þreyttist á að leiða hann. Svo þeg- ar Dauðinn loksins kom til að flytja hann yfir hafið, var hann einpig saddur lífdaga. Herold.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.