Freyja - 01.09.1901, Blaðsíða 31

Freyja - 01.09.1901, Blaðsíða 31
FRETJA 171 „Hann er rammlega bundinn á höndum og fótum, og svo er kaðli smeygt gegnum olnbogabæturnar á. honum, og með þeim lcaðli er liann bundinn við steinstólpa niðri í kjallaranum. „En stúlkan?“ spurði Róbert. „Er ekki bundin við neinn stólpa, ó nei, lierra minn.'- „Hún er þá bundiu líkaí“ „Ó já.“ „Þá skulum við hraða okkur, drengir,“ sagði Róbert. „Verðið þið með?“ sagði liann við þá bræður. „Þú gætir ekki hindrað okkur frá því þó þú vildir. Því hvar sem tíl eru brezkir fantar, þar erokkar skylda að hjálpa til að hegna þeim sögðu þeir bræður sem einummunni. Þeir máttu enga ntínútu inissa og það var sjálfsagt að frelsa fang- ana hvað sem það kostaði.Þcir tróðu upp í fjósamanninn og fóru svo til bússins. Þeir tóku með sér ljósið og járnslárnar, því þeir höfðu engin önnur vopn sem þeir gátu reitt sig á. XXX. KAPIi'ULt. Ú'ftirÍHH missir aftnr brdð sina. Þcgar þcir komu að framdyrunum héldu þeir stutta ríðstefnu um það, hvort þeir ættu heldur að berja að dyrum og gjöra sör upp erindi og komast þannig inn, eða fara inn upp á sínar eigin spýtuiy og koni þeim s&man um að taka síðara ráðið,sem bæði var fljótlegra og stcmmdi betur við tilfinningar þeirra. Mark reyndi að opna dyrnar en fann að þær voru harðlokaðar, barði hann þá og leið ekki langur tími áður dyrnar voru opnaðar af bermanni, sem spurði liverjir væru komnir og hvert væri erindi þeirra, Mark sló manninn umsvifalaust i rot og fór svo inn og hinir á eft- ír. Þegar þeir félagar komu inn í eldhúsið voru hermennirnir að klæðu sig, þeir höfðu rumskast við aðganginn í dyrunum. Þar voru fjórir dátar og einn vfirmaður, sá sjötti se.m eftir sögn fjósainannsins átti að sofa þar, lá rotaður í ljæjardyrunum. Hefðu þeir félagar séð sér mögulegt að handsama þessa menn frið- samlega þá hefðu þeir fegnir þyrmt þeim. En þess var enginn kostur. Svo þeir slógu þá í rot þar sem þeir stóðu. Karmel og Róbert drógu af höggunuui og lötu sér nægja að rota þá svo þeir misstu meðvitund í bráð- ina. En þeir bræður voru drukknir af hefndarþorsta og drógu því ekk-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.