Freyja - 01.09.1901, Blaðsíða 8

Freyja - 01.09.1901, Blaðsíða 8
148 FliUrJA II. (Recitativ). Ardagsins stund gefur auðinn í mund. Á aldarmorgni skal risið af blund — húmtjðldin falla og hylja alt liðið, vér hringjum út öldina gömlu í kvöld- — I æfinnar leik sjást atvik og þættir í eilífri skifting. Alt byrjar og hættir. En landsins börn lcveikja ljós yfir grund og ljóma upp framtíðarsviðið. Þau tindra hátt yfir húsanna fjöld, þau horfa til uppheimsins þúsundföld. Með söngvum og ljóði og lágt í hljóði alt landið vort biður þau himnesku völd. Að styrkja vort fámenni’ og fylkja nú Iiðið, í framsókn á rötta miðið. Vor hólmi er snauður, svo hart er um brauð, margt hérað sem eyðimörk köld og dauð. Sú öld, sem nú liefst, á hlutverk að inna — sjá hjálpráð til alls, varna þjóðinni fails. En sýnir ei oss allur siðaður heimur, hvað sárlega þarf þessi strjdlbygði geimur, að^hör er ei stoð að stafkarlsins auð? Nei, stórfé! Hér dugar ei minna! Oss vantar hör lykil hins gullna gjalds, að græða upp landið frá hafi til fjalls, Hann opnar oss hliðin til heiðanna.á miðin, í honum býr kjarni þess jarðneska valds. Þann lykil skal Island á öldinni finna — f»í aíi þeirra hluta’, er skal vinna. Orka með dygð reisi bæi og bygð hver búi að sínu með föðurlands trygð. Erelsi og ljós yfir landsins strendur, ei lausung né tálsnörur hálfieiks og prjáls! Þvi menning er eining, sem öllum ljær hagnað, með einstaklingsmentun, sem heildinni’ er gagn og frelsi þarf táps móti tæling og lygð, ei trúgirni’ á landsins fjendur.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.