Freyja - 01.03.1902, Side 5

Freyja - 01.03.1902, Side 5
FREYJ a 49 Klæðist himinn roða rún, röðull skær því veldur að á hverri bjargabrún brennur fórnareldur. Eins þá yfir land og lind leggur hvíta feldinn ertu glíkust goða mynd gulli skreytt á kveldin. Ut um bláan himinhring hríslast geislarósin, dýrðarsali drottins kring dansa norðurljósin. Þig er slíkuni búning býrð berðu af öllum snótum, Máni karl í konungsdýrð krýpur þér að fótum. Þá er hann með bros á brá brennur fjör í taugum, leika þfnum lokkurn á leiftrin frá hans aagum. Enga fegri sýn ég sá á sviði gamla heimsins eu um kveld er kveikt var á kyndlum himingeimsins. N , er vetur burt úr bæ bt nt i norður fió ’ann niður hniginn nár í sæ nö um tíma dó ’ann. Nú skín dýrðardagur nýr, dís úr suðurlöndum guliilokkuð heldur hýr heim að þínum ströndum. Fugl af bláum bárugeim baðar vængjum þöndum þessi vinur 'vitjar heim vors, á þínum strðndum. Aftur harpan hljóma fer hlýnar veldið skýja, aftur sólin saumar þér sumarskrúðan nýja. Við hinn blíða vorsins hljóm veit ég sár þitt græðist, sólin kyssir sérhvert b)óm svo það endurfæðist. Elfur fara fljótt á skrið fram í dölum þröngum, þýtur allt af þrastaklið, þýðum lóusöngum. Gleðiljóð á gitar sinn gamli kveður fossinn, fæðast blóm á bleikri kinn björt, við sólarkossinn. Blessað vor, með blómin þín blóm er ei ég gleymi, gegnum þína skuggsjá skin skin frá æðra heimi. Okkar, vafin sorg og synd sjálfra, finnast sporin, þegar allt í æðri mynd endurskín á vorin. Far nú vel, mitt fagra land! frægðarvor þér skíni meðan gnauðar sær við sand sæmd og heiður krýni. Þyrniií.

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.