Freyja - 01.03.1902, Blaðsíða 10

Freyja - 01.03.1902, Blaðsíða 10
54 JrHKÍJA þó hann ekki sæi andlitsfall hennar fyrir blæjunni.seni var mjög’þykk. ,,Má ég spyrja hver það er, sem ég hef þá ánægju að tala við?“ „Bráðum, en fyrst langar mig til að spyrja yður nokkurra spurn- inga.“ „Velkomið, velkomið. Eg áliti mör heiður í því að geta orðið yður að einhverju liði, ungfrö góð.“ „Hafið þér fjölskyldu, herra Edson?“ „Já,“ svaraði hann undrandi, og gat ómögulega séð hvað henni gæti komið það við. „Hversu stór er fjölskyida yðar?“ ,,Hún samanstendur af konu minni og fjórum börnum “ „Eru það piltar og stúlkur eða annaðhvort?“ „AUtsaman piltar." „Eru þeir eftir aðra eða þriðju konu yðar?“ „Aðra eða þriðju konu mína? Hvað eigið þér við? Eg er ekki þrf- giftur.“ svaraði herra dómarinn, sem nú var farið að þykja nóg um. „Mér fannst eðlilegt að þér telduð fram konurnar eins og börnin því konan sem þér nú búið með er þriðja kona yðar, og svo eigið þér líka eina dóttur, herra minn.‘‘ „Það er lýgi,“ hrópaf i dómarinn og stökk upp úr sæti sínu. „Eða hverjar eruð þér, sem dirflst að bera slíkt fram?“ Stúlkan tók af sér blæjuna, hvessti á hann gráu gáfulegu augun sín og sagði ósköp rólega: „Eger Helen Edson, dóttir yðar og fyrstu konunnar yðar, því samkvæmt eðli hjónabandsins var hún eiginkona yðar,þó þér væruð nógu heiðarlegur til að stela af henni lagaforminu og kasta henni svo á náðararma heimsins svo þér gœtuð gefið yðar göfuga, trúverðuga hjarta annari konu!!“ „Guð minn góður/“ andvarpaði dómarinn og hneig niðiír í stólinn en gat ómögulega haft augun af Helenu, svo var hann utan við sig af ótta. „Og hvað viltu hingað?“ varð honum loks að orði. „Herra Edson, þér eruð faðir flmm barna, sem eiga sjilf alls engan þátt í tilveru swini. Fyrir yðar aðgjörðir hafa þau orðið til og siðferðis- lega hafa þau öll jafomikið tilkall til lífsviðurværis síns frá yðar hendi. Hér þagnaði Helen til að sjá hvaða áhrif orð sín liefðu á hann, og 'dóm- arinn, sem nú þóttist sjá að augnamið hennar væri aðeins peningar sínir, setti nú upp alvarlegan þóttasvip og sagði ekki neca eitt langt „ó,“ en það meinti líka mikið. ' „Öll þessi börn hafa sama tilkall til vðar, herra minn,“ endurtók Helen. „Tilkall, sem sá er situr í dómara sæti og útbýtir réttlætinu með- al meðbræðra sinna, ætti fúslega að viðurkenna,“bætti húp við og horfði svo fast á hann, að hann þoldi ekki hið rannsakandi augnaráð hennar og spurði því sem fyr: „Hvað viltu hingað?“

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.