Freyja - 01.03.1902, Page 18

Freyja - 01.03.1902, Page 18
G2 FREYJA kvöklið áður og útbjó annan forða. Ilvcft augnablik gjörði niáttlcysið varfc viðsig, en húii rak þá tilíinningburtu. Hún hlaut að ijúka við verk sitt, dauðinn gat beðið á meðan. Börnin vöknuðu og kölluðu á mömmu. Hún hjálpaði þeim eíns og í draumi, en riðaði þó á fótunum. Með óbiiandi viljaþreki tókst henni að halda sér uppi og sigra svefninn sem ásótti hana með því að bvrja ein • att á einu verki þegar hún iauk við annað. Það var heldur ekki um annað að gjöra, því hún vissi að þessi svefn, sem nú ásótti -hana, var svefn dauðans. Neyzluvatníð var sókt í brunn, sem þar var nærri. Ilún ætlaði að hafa mikinn forða af því og ganga svo frá því, að þau ættu hægt ineð að ná því. Hestarnír skyldu flytjast þaðan scm þeir voru inniluktir og til sauðfjárins, því þarvar stór vatnskassi. Rfsta barnið ámynnti hún um að gæta þríggja yngri barnanna vandlega þcgar mamma væri ,,failin í svefn,“ því tneira gat hún ómögulega sagt óvitunum. Þannig leíð dagurinn i óendanlegu bjástri, og um kvöldið var hún enn þá Iifandi. Aðeins einusinni vann dauðasvefninn svo á herini að hún sofnaði, en hún var þá óðar vakin af einu barninu, sem hún hafði áður boðið að „líða mömmu ekkí að sofa eitt einasta augnablik,“ og svo af hljóðuni yngri barnanna. Hún stóð þá upp’og hljóp eins og brjáluð manneskja fram og aftur þangað til magnleysið vflrgaf hana, Jafnvel þegar nóttjn var koiuin og börnin hennar sváfu róleg í rúmum sínuin, þorði Iiún ekki að setjast niður til að hvíla sig, af ótta fyrir því, að hún vaknaði þá aldrei aftur. Hún hdrfði með innilegri á- nægju á stóru brauðhlaðana sem hún hafðibakaö. BÖrnin hennarþyrftu. þó undir engum kringumstæðum að svelta. Svo byrjaði vonin að starfa í sálu hennar. Hafði hún ekki iifað allan daginn? gat það ekki skeð að henni batnaði? Þá kom ein óskilj- anleg endurminning í huga hennar, um nokkuð sem hún hafði einusinni heyrt, nefnílega það, að ef maður gæti staðið á móti ílöágun svcfns- ins þar til eitrið hefði rokið út, þá gæti maður bjargað lífinu. Endurlífguð af þessari von, gelck hún út og þreyði yrtr nóttina, jneð því að ganga aftur og fram. TJm morguninn var liún veik og þreytt; en full af von. Þegar börnin vöknuðu, kölluðu þau út til hennar og sögðu: „0 mamma, sofðu ekki/ þú mátt ekki sofa 1 Við eruin svo lirædd þegar þú sefur/“ Gleðitár fylltu augu vesalings móðurinnar,-og hún kyssti börnin um leið og hún sagði; „Ég skal vera hjá ykkur þangað til þabbi kem- ur.“ 0g þannig gekk það til. Húsfreyja Morgan dó ekki. Móðurástin, sem hvatti hana til að starfa, frelsaði nú líf hennar. Kærleikurinn og ásfcin yfirunnu afl dauðans. ---Þýtt úr „Amerika,“ af J. P. Isdal.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.