Freyja - 01.03.1905, Qupperneq 16

Freyja - 01.03.1905, Qupperneq 16
210. FREYJA VII. 8. kýfingana frá að fita sig á hjartablóði aumingjanna, og kúgarana frá aö kúga lýðinn, —frelsi til aö neyta og njóta vorra meðfæddu, eðii- legu iífs réttinda. ,,Þess vegna þráum vér þig, líknandi, volduga Frelsi! Og sá tími mun koma, að þú veifar inum guðdómlega fána bróðurkœrleik- ans yfir þessum fagra heimi. Og þú munt lifa til að sjá ávexti hans hjá komandi kynslóðum, þegar örbyrgðin með fylgifiskum sínum, hungri, klœðleysi og allskonar eymd eru ekki lengur tii, þegar orð- ið, glæpur, með þýðingu þess er gleymt, þegar vald ríkis og kyrkju er liðið undir lok, þegar fangaklefunum hefir verið sópað burt af jörðunni, þegar réttlætið hefir tekið við ríki sínu, en gustukaverk og gustukastofnanir verða gleymd og horfin af því að þeirra þarf ekki lengur með, þegar sérhver móðir fagnar komu barnsins síns með óblandinni gleði, þegar sigurarmur vísindanna hefir útrýmt öllum sjúkdómum, þegar Dauðinn kemur, ekki sem óvinur, heldur sem vinur, æfinlega á hentugum tíma, til að flytja til eilífrar hvíld- ar og eilífs friðar menn og konur, sem hafa lifað, notið og starfað. —Lifað alla œii sína og fullkomnað gott og háleitt lffsstarf. ,,0g þér, vinir og félags-systkin! Flýtið komu hessa dags! Sameinist hópnum, sem í gœr var svo fámennur að óvinir framþró- unarinnar hlógu að honum, en sem nú er orðinn svo stór, að hinir sömu óvinir, sem í gær hlógu, og í dag vildu gjarnan troða á yður, eru teknir að skelfast. Hópnum, sem daglega vex, þar til hinir föllnu rísa upp og taka fæðingarrétt sinn. “ Að svo mœltu tók rœðukonan, sem nú haföi kafrjóðar kinnar og tindrandi augu, sæti sitt, en fólkið klappaði ákaft saman hönd- unum og sýndi þau velþóknunarmerki er á samkomum tíðkast. VII. KAPITULI. Imelda hafði ekki augun af ræðukonunni meðanáræðunni stóð og Margrét var auðsjáanlega hrifin. Þegar ofurlítið kyrrðist í saln- um, stóð forsetinn upp, hristi svörtu lokkana frá fallega enninu og sagði: ,,Nú hafið þér, vinir mínir og félags-systkin hlustað á konu, sem þorir að sjá hvað að er í heiminum, og lyfta upp fortjaldinu,

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.