Freyja - 01.05.1905, Page 6

Freyja - 01.05.1905, Page 6
FREYJA VII. io. 348. líklegt að afleiSingin yr5i hin sama. Áframhald nú verandi stjórn- arfyrirkomulags á Rússlandi þvert ofan í hinar sanngjörnu stjórnar- bótakröfur fólksins hefir neytt hina menntuöustu og vitrustu menn af öllum stéttum til aS sameina sig =tjórnbyltingaflokkunum, Til þess aS gefa fólki nokkurnveginn ljósa hugmynd um bol- magn þeirra félaga sem nú hafa tekiS höndum saman og vinna svo hljóSlega en engu aS síSur ákveSiS aS því aS sprengja upp þetta mikla skip—Rússneska ríkiS, mœtti deila þeirn í þessa flokka: 1. Fyrst er lögjafnaSarflokkurinn (Social Democratic party) sem hefir aSal aSsetur sitt í Geneva. Flokkur sá samanstendur mest megnis af fólki, sem vinnur á verkstæSum, og þó þeir hafi leynideild í sérþyerjum smá bæ og borg á Rússlandi,tóku þeir eng- an þátt í þessu síSasta verkfalli, né heldur vissu leiStogar fólksins nokkuS um fyrirætlun Gapons, fyr en eftir áttunda jan. s. 1. 2. Nœst er byltinga socíalistar (Revolutionary Socialistsj meS aSal stöS sína í París. Málgagn þessa félags á Rússlandi nefnist Iskra. Þeir hafa ágæt hergögn og hersamband, feikn af sprengi- kúlum á ýmsum stöSum, og hafa um all-langan undanfarinn tíma veriS valdir aS dauSa ýmsra stjórnar embœttismanna víSsVegar um heim. Þeir starfa mest megnis meSal bændalýSsins, og buSust til aS hjálpa verkfallsmönnum á Rússlandi, en Gapon þáSi ekki þá hjálp. 3. ÞriSji flokkurinn heitir Osvoboshdenie,hann heldur út blaSi, sem Freeing heitir, og er Rússneska útgáfan af því prentuS í Par- is. Þessum félagsskap leggja ,,Zemstvos“arnir 50,000 rúblur til á ári. Þessi þrjú félög hafa samverkandi nefnd, sem til hefir veriS í 35 ár, án þess þó aS hafa fjárhagsleg samlög, og kernur þaS til af því, aS ríkasta félagiS, sem aS mestu samanstendur af GySingum, hefir ekki séS sér fœrt aS slá sínum sjóSi saman viS hin tvö fá- tækari félögin. ÞaS er alls staöar viSurkennt aS engin veruleg stjórnarbylting verSi á komiS nema mikill hluti land- og sjóherliSsins taki þátt í henni. Annar flokkurinn n. 1. Byltinga Sócíalistar vinna sérstak- lega aS þessu, og virSast mjög ánœgSir meS árangur þeirrar vinnu. Þeir byrjuSu á sérstökum herdeildum, og létu systur, unnustur og

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.