Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 22

Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 22
r II V. 0 k 1 Í<I~P:> J RHODA OG HERSHÖFÐINGINN. -i ----:o:---' Kringum húsiö okkar var garöur. Honurn var skift í sundur í smá blóma beöi, sem litu út eins og evjar, því kringum þau var flötur rennisléttur og algrœnn eins og sjórinn. Meö fram gangstígn- um til beggja hliða var gisin röö af Hollyhocks—stórgerðri blóma- tegund, sem stóð þar eins og hermenn á veröi. Þar voru og stór- gerfir fíflar, og lágir berjabúskai til beggja hliða viö framdyrnar á húsinu. Þetta voru leiksystkini mín. Hér lék ég mér, og oftast hafði ég ljósrauðan kappa á höfðinu, og lága svarta skó á fótunum. Satt að segja fannst mér ég fremur falleg í þá daga þó ekki vœru margir til að dást að fegurð minni, þar var þó búðardrengurinn, sem bar bögglana fyrir fólkið sem keypti þá, og búðarmanninn sem seldi þá, gömul kona hinumegin við götuna, sem œfinlega hafði tvennskonar hár,annað á morgnana og hitt síðari hluta dags- ins, einstaklingar sem fóru fram hjá og seinast en ekki síst gamli hershöfðinginn. A hverjum degi um sama leyti gekk hann þar hjá og æfinlega stanzaði hann við hliðið og studdist fram á göngustaf- inn sinn. Þegar gott var veður gekk hann hratt og bar höfuðið hátt, en þeir dagar komu, og það voru drungalegir dagar, að hann gekk hœgt og hrasaði við, og gó^mannlega brosið hans var ekki eins bjart og endrarnær. ,,Hello, litla stúlka!“ hrópaði hann, þegar hann sá mig í fyrsta skiftið, en þá sat ég uppi á stólpa í girðingunni öðrumegin við hliðið. ,,Hello, hello, hello!“ hrópaði hann í sífellu, hátt og hjartanlega svo bergmálaði allt í kring. Já, það var eitthvað svo vinsamlegt við röddina þó hún væri nokkuð gróf.og glettnin úr augunum var eitthvað svo aðlaðandi, og þar til og með hékk und- ur falleg stjarna á vasaúrkeðjunni hans, sem mig langaði til að ^ leika mér að. Svo ég rétti honum hendina, og sagði honum í

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.