Freyja - 01.08.1905, Side 19

Freyja - 01.08.1905, Side 19
VIII. i FREYJA 19- 35 sínum flýtt fyrir. En þeir gestir vorq, allir velkomnir og ég þakka þeim hjartanlega fyrir komuna. '" *• • fí , ,Á vordags morgni gekk ég göng í lundi“. Þetta Argyle. gullfallega kvæSi, eftir'skaldiö o'kkar a Fróni, sem fegurstum tónum hefir náð á hörpu Braga, um náttúrufegurðina, datt mér í hug þégar égj’ásamt mánni mínum og nokkrum góðkunningjum, gekk frá samkomnsal Argyle byggðar upp að íveruhúsi bcenda öldungsinS"og byggðarföðursins kr. Sig- urðar Kristóferssonar. Leið sú liggur í gegndm þéttan skóg. Til hægri handar glittir í gegnum „laufga'r limar, “ en til vinstri í ið- grœna'akra. Hús S. K. stendur á hœð og er "ömgirt skógi á allar hliðar. I suður frá bœnum liggur skógarbraut. Þegar maður kemur út úr henni, sézt yfir víðlendi mikið til suðurs og austurs, blasa þar við akrar frjóir og reisulegu , ,bændabýlin þekku“. Landið er öldu myndað nokkuð, með skógarbeltum hér og þar og má víða sjá hús og bæi standa utan í hæðum, og líktist það, til að sjá, tún- um og túnbrekkum í gróanda á fögrum vordegi, heima á Fróni. Það var töfrandi sýn, og vel get ég skilið að hugsanir Sigurðar, þegar hann, göngumóður, nam staðar á þessari hæð fyrir 25 árum síðan og leit augum landnemans yfir hið víðáttu mikla byggilega land sem þá blasti við honum, ósnert af nokkurs annars hvíts manns hendi eða fæti, hafi eigi verið óáþekkar Gunnars á Hlíðar- enda, þegar hann horfði yfir hlíðina sína forðum og sagði: ,,Fög- ur er hlíðin og mun ég hvergi fara“. Fögur var líka Argyle byggð á þessum júní degi og frjálsmannleg voru fóstlirbörn hennar og börn, þenna uppáhalds dag þeirra. Á svip eldra fólksins skein reynzla sigurvegarans, á svip yngra fólksins framgirni œskunnnar og í beggja svip fulivissa um það, að byggðin þeirra myndi ei bregðast vonum œskulýðsins. Að vestanverðu við brautarmynnið lá þéttur skógur og huldi útsýnið í þeirri átt. En þar var rjóður lítið, og var mér sagt að þar hefði fyrir nokkrum árum ctaðið ofurlítið hús og í því hefði séra Hafsteinn Pétursson dvaliö þá er hann var prestur Argyle búa.—Get ég hugsað mér að þar hafi anda skáldsins verið ljúft að dreyma Nú er húsið farið og grunnur þessi grasi gróinn.

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.