Freyja - 01.08.1905, Qupperneq 20

Freyja - 01.08.1905, Qupperneq 20
FREYJA VIII. i. 2Ó. Um 25 ára afmcelishátíS þessa helir áöur veriö ritað í Lög- bergi og er því engin þörf á aö gjöra það hér. Þess má þó geta að samkoman var auðsjáanlega til þess gjörð að vinir gleddust með vinum, og þar voru allir vinir þann dag. Ræðurnar voru stuttar og laggóðar, liprar og ljúfmannlegar. Meðferðin á hinum mörgu gestum byggðarinnar var ekki síður vinsamleg en rausnarleg, enda voru þar fyrir nokkrir afkomendur Hrafnistumannna, sem manna bezt kunnu að því að hafa myndarleg gestaboð. Hygg ég að þeir hafi í engu úrelzt nema ef vera skyldi í því, að nú hafa þeir engar seiðkonur eða völvur til að segja fyrir örlög manna. A hátíð þessari voru tekin samskot fyrir holdsveikra spítalann heima og komu inn kringum $40.00 Var séra Friðrik Hallgrímsson hvata- maður þeirra. Ekki bjóst ég við að þekkja marga í Argyle, því þangað hefi ég aldrei fyr komið. En þá fáu sem ég þekkti, sá ég flesta og kynntist nokkrurr) fleirum. Var viðkynning sú svo góð, að mig langar til að hitta þá síðar heima hjá þeim eða mér—eða hvort- tveggja, ef kringumstæður leyfa. Þökk fyrir viðtökurnar, Argyle búar. Friður og blessun hvíli yfir hinni biómlegu byggð, og nyðj- um yðar um aidur og œfi. Út á land, stefnir hugur margra, þeg- Shoal Lake ar hitarnir eru mestir og loftið er Grunnavatns byggð. þungt og mollulegt inn í borgunum, á sumrin. Út á land, til að hvíla sig, þegar hugurinn er þreyttur orðinn á skarkalanum í stórborgunum. Út á land, til að sjá fegurð náttúrunnar, til að halla sér aö ,,al- moður hjartans ylnuðu rót, “ til að dreyma um hana, til að svelgja í sig lífið og andhreina loftið, ljósið og hressandi ilminn, og njóta þeirrar kj-rðar og sælu, sem náttúran cin hefir að bjóða. Út á land, út í Shoal Lake byggð fór ég líka 4. júlí s.l. ásamt mörgum öðrum Winnipeg búum, til að hvíla mig og heimsækja vini rnína og Freyju, og þeir eru þar margir. Hvergi hefi ég komið eða verið, sem mér hefir liðiö betur en þenna tíma sem ég dvaldi í byggð þessari. Það var, að einu atriði

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.