Freyja - 01.12.1907, Page 3

Freyja - 01.12.1907, Page 3
X. 5- FREYJA 99 og villan í augunum stóru. Og inunn-mælin vitni þessvóru, þeir týnast sem ganga í tröils-hendur þær. IV. Er veörÆ varö hagstætt viö hóíum þess leit, hvar hrafnarnir kjá ytir vökum — þaö létti á samvizku-sökum, að koma ’onum dánum í kristinna reit. I veöursæld hittum viö leiöar-stig lands sem lagði inn afvega-farni. Viö röktum ’ans harö-spor á hjarni, og óhultir gengum upp ógöngur hans. Hvað oss fannst gatan hans greið-fær og slétt, er gengum þær ný-fundnu lendur með hejðríkju um há-fjöll og strendur-— og víö-sýnið inndœlt og áttin hans rétt. i Þar varð nú um sumar-dag sólbjartast skeið og svart-viðrin skammœrst á vetri, því fundin var bæjar-leið betri og úti-vist gagn-stytt á öræfa-leið. Og leitar-menn viljugir lögðu á sig, að lesa úr snjónum hvert fetið, því þaö var til metnaðar metiö, að þreifa upp sporin hans, þrœöa hvert stig. Og sporin hans tíndu upp hjörtun vor hrærð, við hörmuðum allt sem var liðið, hvert kaf-hlaup á sköflunum skriðiö— við viknuðum yfir hans umbrota-færð. En hvern var að aumkva? Hvei's hafði ’ann misst? í hvœsingi ísaðra fanna hann sjálfsagt var sælastur manna, að finna hér kross-götu og klifa ’ana fyrst. {1907) Stephan G. Stephansson.

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.