Freyja - 01.12.1907, Síða 7
x. 5-
FREYJA
103
því, þó gleraugun hans dingluðu á öðru eyranu á honum og ísra-
el gamli teygði irefötinn fram í ganginn á milli sætanna án þess að
vita af því, og allir biðu óþreyjufullir eftir því að heyra, hver
hefði verið að skrifa prestinum okkar ástabréf.
„Centin eru frá Dovie Swallow og frændi varð svo reiður
þegar ég færði honum bréfin, að hann reif þrjCiafþeimí smá
agnir, án þess að lesa þau. Svo ög áleit að ég ætti skilið að eiga
þrjúsíðustu 5c.“ sagði Angela.
Eg hafði ekki hjarta til að líta til vesalings Dovie. En þeir
sem gjörðu það —» og þeir voru margir, héldu að það myndi líða
yfir hana. Hvílíkt líka undur, að einurðarlausa, guðrækna Do-
vie skyldi fara að skrifa prestinum, eða nokkrum karlmanni
ástarbréf. Menn hefðu ekki orðið meira hissa þó sprengikúlu
hefði verið kastaðinn í kyrkjuna, en að heyra nafn hennar nefnt
á þenna hátt. En meðan undrunin stóð sem hæst, hóf Bloomer
upp rödd sína og sagði: ,,Láttu ekki þina vinstri hönd vitahvað
sú hægri aðhefst". Og þetta átti svo einkar vel við Dovie.
„Þetta hylki er tómt“, tók Angela til máls, ,,og þó hefðu átt
aðveiaáOe. í því. Einusinni í júlívarð mör reikað fram hjá
laufskálanum hans Hartly kaupmanns og heyrði ég hann þá
segja við konuna sína, að hún skyldi ekki fá eitt einasta cent
hjá sér, fyr en hún hefði losað sig við alla svikna silfurpeninga,
(Silfurpeningar,sem ekki voru teknir neina með miklum afföllum)
sem hefðu verið sviknir inn á sig í rökkrinu í búðinni kvöldið áð-
ur. Eg bauðst til að þegja yfir þessu fyrir 30c., því alltaf var ég
að hugsa um trúboðssjóðinn, Eu hann vildi ekki gefa neina lóc.
og það varð ég að taka út í brjóstsykri og hnetum. Eg get ekki
sagt að mér þyki mikið varið í þessar vörur hjá honum, enda er
vigtin svikin, því hann hefir lag á að hafa þumalfingurinn á vog-
inni þegar hann vigtar og það munar fljótt á litlu, Það eru bæði
betri vörur og betur vigtaðar hjá honum Darky kaupmanni.
Hann lætur sig ekki muna það að vigta almennilega. Og þarna
sjáið þið livers vegna bankinn sá arna er tómur“.
Það getur skeð að Angela hafi gengið fulllangt. En ég sá
að börnin öll tóku vel eftir því, sem hún sagði um vigt og útlát á
brjóstsýkri og hnetum, og ég býst ekki við að það hafi aukið sæt-
indaverzlun hans Hartlys fyrst um sinn.
Við sjáum líka hvernig stóð á fölsuðu silfurpeningunum, sem
rllt í einu fiugu inn á inarkaðinn, og sem við höfðum verið að
kenna aumingja drengnum frá fátækraheimilinu.