Freyja - 01.12.1907, Page 18
FREYJA
X. 5-
114
Ég kunui þessu gaspri mjög illa, og bað mennina aö
vísa mér á hús séra Patricks O’More. Ég gat þess jafnframt,
að ég vœri langt að koininn og þreyttur og gæti ekki tekið
neinu spauginf mönnum, sem mér væru alveg ókunnugir.
Mennirnir hcettu þástrax að hloegja og litu hver til ann-
ars.
, .Þekkirðu annars hann séra Patrick O’More, drengur
minn?” sagði Irinn og setti á sig alvörusvip.
,,Ég hefiséð hann einusinni”, sagði ég.
,,Og veiztu að hann er með köflum bandóður?”, sagði Ir-
inn.
,,Nei‘‘, sagði ég og þóttist vita, að hann vœri að spauga.
Ég kvaddi svo manninn og gekk út.
Irinn gekk út í dyrnar á eftir mér og kallaði til mín:
,,Ef þú vilt endilega heimsœkja séra Patrick, drengur
minn‘‘, sagði hann, ,,þá er húsið hans þarna uppi íhlíðinni
beint á móti. En þú mundir ekki leita þar gistingar, ef þú
þekktir piltinn eins vel og við‘‘.
Ég hélt að hann vœri að spauga, oggekk upp í hlíðina.
Þar stóð lágur og hrörlegur bjálkakofi með einum litlumglugga
áannari hliðinni, var ein rúðan brotin og f jalarstúfur settur í
hennar stað. Þegar ég kom nœr, sá ég að dálitlar grjóthrúgur
voru allt í kringum kofann, og höfðu steinarnir auðsjáanlega
ekki verið teknir þar úr jarðveginum nálægt kofanum, held-
ur höföu þeir verið fluttir lengra að.
Mér þótti þetta allt annað en skemmtilegt prestsetur, og
ég fór að hugsa, að Irinn hefði gabbað mig og ekki vísað mér
á hús prestsins, heldur eyðikofa, og það var rétt komið að
mér, að snúa aftur og drepa ekki einu sinni á dyr. Samt gekk
ég nú heim að kofanum, en þegar ég átti að eins fáein fet eft-
ir að dyrunum, var hurðinni lokið upp og sjáifur séra Patrick
0‘More stóð á þröskuldinum.
,,Vertu velkominn — vertu œfinlega velkominn í mín
hús!‘‘ sagöi hann og breiddi út faðminn á móti mér, ,,þú ert
piltuiinn, sem fylgdi mérum árið frá íslenzku nýlendunni til
Moose River Mines. Ég minnist þess of t með þakklæti, oghefi
oft þráð að sjá þig, minn elskulegi! Og nú ertu kominn,—