Freyja - 01.12.1907, Side 23

Freyja - 01.12.1907, Side 23
X. 5- FREYJA 119 vaknaöi aftur rétt um sólar-uppkomuna, þá tók ég eftir því, aö Patrick var ekki í rúminu sínu, og þaö leit út fyrir aö hann heföi ekki legið í því um nóttina. En litlu síöar kom hann inn og var í leirugum strigafötum, eins og hann heföi unnið í námu alla nóttina. Hann bauð mér góöan morgnn, bjó til í flýti samskonar máltíö'og kvöldið fyrir, en talaði fátt við mig. Þegar ég hafði snætt morgunverðinn, kvaddi ég hann og fór mína leið, og sá þenna dularfulla mann aldrei eftir það. En mörgum árum síðar las ég eftirfylgjandi grein í einu fréttablaðinu, sem ge.fið var út í Halifax: ,,Nýlega er látinn í Cole-firði gamall maður að nafni Pat- rick O’More, sem almennt var kallaður síra Pat. Hann var á yngri árum ríkur málmnemi, og var eigandi Caribow nám- unnar illræmdu nœrri Efri Musquodoboit. En svo varð hann allt í einu öreigi, og var ávallt undarlegur eftir þaö og mann- fœlinn. Um tíma gekk hann um og prédikaði, en hœtti svo við það og tók til að leita að huldum fjársjóðum, sem hann ímyndaöi sér, að væri hér og þar í jörðunni, einkum þar sem gamlar rústir voru. I mörg ár leitaði hann að fjársjóð mikl- um, sem hann hugði að fólginn vœri nálœgt rústum gamla virkisins í Cole-firði. Hann hafði grafið þar frá 15 til 20 gryfjur, og sumar ákaflega djúpar, en aldrei auðnaðist honum að finna fjársjóðinn. Hann var að mörgu leyti vel skynsamur maður og fróður um margt, og brjálsemi hans var eingöngu innifalin í því, að hann ímyndaði sér að allstaðar væru fólgn- ir fjársjóðir í jörðu. Hann átti þar sam-merkt með Don Quixote frá La Mancha, sem var brjálaður að því leyti er, riddaraskap snerti, en var að öðru leyti sannur spekingur og ágœtis maður. •— í kistu Patricks O’More’s fannst erfðaskrá hans. Hann arfleiddi izngan frænda sinn, Berg O’More að nafni, að öllum eigum sínum, sem voru tuttugu og fimm dalir f koparpeningum og eitt hundrað ekrur af óræktuðu landi í Cole-firði. “ •o-

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.