Freyja - 01.12.1907, Qupperneq 27
X. 5.
FREYJA
123
Hve margir af frumherjum niannrétfindanna hafa ei fallið á
veginum og völcvað hann hjartablóði sínu? En fall þeirra hefir
vallt orðið öðrum herhvöt og bent þeim til sigurs og frama. Þeir
dóu oftungir, stundum mitt í sigurdýrðirmi og það frelsaði þá ef til
vill frá því að verða harðstjórar, sem aðrir síðar hefðu orðið að út-
hella blóði sínu og annara til að velta af stóli. Því þeir eru og
hafa verið og munu verða svo fáir, sem kunna að stjórna, án þess
að kúga.
Listamaðurinn er sjaldan viðurkenndur af samtíð sinni, sama
gildirog þó öllu fremur um endurbótamanninn. Hve inargir af
lieimsins veglyndustu, beztu og sönnustu sonum liafa ei barist við
skort, fyrirlitningu og ofsóknir alla sína æti. Þeir sem hæst svifu
á arnvængjum hugsjónanna og yfirgripsmikils skilnings voru
sjaldnast ríkir. Flestir dóu þeir í örbirgð og sáu loftkastala sína
hrynja með sér. En aðrir gripu hugsjónir þeirra á lofti, gjörðu
þær að virkileik og urðu heimsfrægir menn, enda þó þeir hefðu það
eitt til frægðar unnið, að hafa vit til að skilja hugsjónir hinna
látnu og auðmagn til að koma þeim í framkvæmd og færa sér þær
í nyt.
Á meðal hinna gleymdu seinni tíma frelsis-frumherja, má telja
Louise Michel. Alla sína æfi var hún fátæk og hún dó, án þes* að
sjá einaeinustu hugsjón sína rætast, Þó voru vökudraumar henn-
ar um frelsi og vellíðan mannanna, eins ljósir og virkilegir, eins
pg þeirra, sem á vorum dögum eru lengst komnir í þeim efnuin.
Nú er hún líka viðurlcennd af inilljónum manna og kvenna, sem
minnast hennar með eins djúpri lotningu, og hinir fáu sem, veru-
lega þekktu hana í iifanda lífi, unnu henni heitt,
Nefna mætti menn hópum saman, sem voru af samtíð sinni
ofsóktir og líflátnir, en seinni kynslóðir hófu í dýrðiingatölu. Nú
hafaþeir sín laun úttekið. Það eru því ekki þeir, heldur þör. nafn-
lausu, gleymdu hetjurnar, sem báruð aðra til sigurs, ánægðir með
það eitt að launum, að sannleikurinn 0g réttlætið í heiminum stæði
einu skrefi nær sigri fyrir baráttu yðar, sem vér viljum vefja að
hjörtum vorum í minningum þessum. Yður viljum vér blessa, hvai’
sem þér eruð eða voruð, því hið sameiginiega, sanna göfgi, hefur
yður yfir gröf og dauða á öilum tfmum, eins og hún hóf sálir yðar
yfir hið lága og ljóta, meðan þarfir líkamans héldu yður við duftið.
Blessuð sé minning yðar, þér frumherjar frelsis og sannleika,
sem félluð á veginum, sem eigið ekkert nafn, og ef til vill enga gröf.
Guð blessi yður, þér göfugu menn 0g konur, sem heimurinn