Freyja - 01.12.1907, Qupperneq 33

Freyja - 01.12.1907, Qupperneq 33
X. 5- FREYJA 129 fyrir bæði konui' og karla, og gegnuin þá kynntist ég alþýðunni, og fann, að í hjarta hvers einstakiings var gýgur heiftar og haturs yfir óstjórn og kúgun, sem einungis vantaði tundur frelsishreyfing- arinnar til að setja í bál og brand. ,,Þrem árum síðar giftist ég frjálsfyndum landeiganda. Setti liann upp búnaðarskólaog tóku margir aðrir landeigendur þátt í því fyrirtæki, en ög kenndi. Yar það mín síðasta tilraun til að um- venda fólki og stjórn á þenna hátt. En það er iélegur endurbóta- maður, sem ekki reynir kosti stjórnar sinna á allar lundir áður en hann snýr við henni baki, enda haf'ði ég nú gjört það 0g vissi, að frá henni var einkis góðs að vænta. Við rótuðum í eldgömlum lagaskræcum og fundum löngu gleymd réttindi, sem við kenndum fólkinu að nota, með þeim árangri, að við næstu kosningar á eftir komustað fjöldi frjálslyndra manna, sem lét sér verulega annt um hagsmuni þess. Við það misstu landeigendurnir tökin á Zemstvo og kærðu okkur því fyrir innanríkismálaráðgjafanum, sem upp- reistarfólk, og voru þásumir sendir til Síb, en eftiriitsmenn settir til að vakta gjörðir hinna, og tilheyrðum við hjónin síðari hópn- um, en föður mínum varvikið frá embætti. Reyndar hafði þetta fólk ei annað til saka unnið, en að kenna fólkinu að nota lög og réttindi lands síns, en það voru lar.dráð í augum stjórnarinnár og gæðinga hennar. ,,Nú kom það fyrir, að maður nokkur, Netcheyer að nafni, oin- arður og heitur föðurlandsvinur, varð uppvís að því að hafa dregi-3 að sér vopn ogmenn í uppieistarskyni. ATál hans var tekið fyrir 1871, hófust þá fyrir alvöru krossferðir rússnesku föðurlandsvin- annatil Síberíuog heflr sá straumur haldistóslitinn síðan. Þá gjörði stjórnin sig seka íþeirri yfirsjón að senda uppreistarrit þeirra Netcheyers út um allt, átti það að réttlæta gjörðir hennar. En þar hafði hún misreiknað atieiðingarnar, því Netcheyer var skoðaður píslarvottur, og rit hans, sem voru lesin um landallt, hleyptuöllu í bál og brand. „Við hjónin vorum bæði ung —ég ekki yfir 26 ára og brann af löngun til að vinna ættlandi mínu gagn. Eg spurði því manninn rninn hvort hann væri reiðubúinn að leggja allt í sölurnar fyrir föðurlandið jafnvel þó það útheimti útlegð og dauða. Kvað hann nei við 0g skyldi ég þá við liann. „Eftir það fór ég til Keif og gekk í félag byltingamanna og ásamt þeim ferðaðist um landið til að undirbúa fóikið. Erelsis- sinnum fjölgaði skjótt, 0g litlu seiuna klofnuðu þeir í tvennt „La-

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.