Freyja - 01.12.1907, Side 39
X. 5-
FREYJA
135
Börnin mín góö!— Ég hefði viljað segja yöur jólasögu,
en bæði eru nú jólin liðin og mér er sagt að rúmið í blaðinu
sé lítið. Samt œtla ég að taka yður með mér aftur í tímann
um liðug 60 ár og segja yður frá því jólakvöldi, sem mérvarð
minnistæðast allra heima á Islandi, því nú þori ég ekki fyrst
um sinn að ympra á drenglyndi, af því að inér er sagt, að
fyrir það sem ég sagði síðast um það efni, hafi Freyja tapað
nokkrum áskrifendum, sem telja sig til hærri stétta mannfé-
lagsins. Af hvaða ástœðum þeir hefndust á blaðinu fyrir það,
vita þeir bezt sjálfir. Engu að síður vil ég leggja yður á hjarta
kenninguna, sem í þeirri grein felst. Ilún á við á öllum tím-
um. En það sem ég œtlaði að segja yður er sem fylgir:
Við vorum þrjú systkinin, tvœr stúlkur og einn drengur,
frá sex til tíu ára. Það var komið myrkur, samt fannst okk-
ur enn langt að bíða jólahelginnar. Reyndar fundum við til
hennar allt í kringum okkur, loftið var þrungið af henni,lyktin
af jólamatnum vitnaði um hana, sparifötin okkar, sem búið
var að taka upp úr kistunum, askarnir og gólfin, sem ný-búið
var að þvo og loksins við sjálf, sem vorum táhreinfrá hvirfli til
ylja—höfðum fengið verulegt bað, eins og venja var til fyrir
jólin. Við áttum einungis eftir að fara í sparifötin okkar.
Ég er samt hrœdd um að ykkur þætti þau ekki sparileg ef þið
sæuð þau nú, samt þótti okkur eins vœnt um þau, og ykkur
um sparifötin ykkar þótt þau séu mikið fínni. Sparifötin okk-
ar voru úr vaðmáli, sem upprunalega var grátt, með hvítum
röndum, Haföi það fyrst verið litað úr dökkum hellulit og
síðan brugðið ofan í rautt, voru fötin okkar því kaffibrún að
lit með langröndum, vitund ljósari. Nú lágu þau á einhverju
rúminu og biðu þess að við yrðum fœrð í þau.