Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 4

Freyja - 01.03.1908, Blaðsíða 4
FREYJA Tákn tímanna. X. 8. 188 Menn kalla Canada ,,allsnæg,talandið“ og’ sjálfsagt réttilega. Sumir menn hafa yndi af að tala um ,,hveiti-lúkurnar‘ sínar og hvað það sé ánægjulegt er maður ferðast um ,,þessar sléttur að sjá að maður þurfi e.kki að svelta“. Þessum mönnum hertr líklega aldrei hugkvæmst það, að frjóar sléttur og fullar hveitihlöður eru nú á dögum ekki næg trygging fyrir því að enginn þurfl að svelta í Canada og ekki einusinni í Manitóba þrátt fyrir alla þeirra hveitihnefa og brauðbita. Til sönnunar eru eftirfylgjandi dæmi tekin af handahófi upp úr dagbl. í Winnipeg: í „TheTelegram1* 4 feb. 190# stendur eftirfylgjandi: „YFHt lÓOUNGBÖIiN HUNGURMORÐA. Toðaleg skýrsla yflr ung- barnadauða í Toronto! Toronto 1. feb. 1908 — Yíir eitt hundrað ungbörn hafa soltið í hel síðan á nýjársdag.“ ,,Innan s. 2J/. kl. hafa bjúkrunarkonurnar við Toronto Miss- ion Union 80 líevfer st. verið kallaðar til að vera yfirátta hung- urmorða ungbörnum. og í öllum tilfellunum voi-u feðurnir vinnu- lausir” segir ungfrú Cook hjúkrunarkona við framannefnda stofn- un. Og þetta í einni elstu og ríkustu borginni í allsnægtaland- inu Canada. Greinin lieldur áfram að sýna orsök þessa ungbarnadauða, samkvæmt læknisúrskurði og er hún vanalega þessi: —Bændunr ir eru vinnulausir og mæðurnar horfallnar! Meníi kunna nú að segja að í Winnipeg sé betur ástatt. Vera má að svo sé, og því fer betur að vér Winnipeg-búar höfum enn sem komið er ekki þekkt mikið af verulegri örbirgð, eins og henni er lýst i eldri og fjölmennari borgum. Samt, höfum vér nokkur dæmi úr Wpg. dagblöðunum er benda á að oss þoki óðum í þá áttina. Flestir vita, að eitt af skyldum lögregluliðsins er að sjá um að flækingar séu ekki aðstaðaldri í borginni. Finnistþeir eru þeir dregnir fyrir lög. Það er sem sé glæpur að vera allslaus og svelta. Mönnum þessum er vanalega gefinn kþstur á að hafa sig úr borginni innan viss tíma, eða vera set.tir inn sem glæpa- menn. Flestir takaþann kosiinn að fara, þó þeir viti ekki hvert þeir eigi að snúa sér. f vetur skömmu fyrir jól var manni einum gjörður slíkur kostur og kaus hann að fara. Litlu síðar fannst hann af einhverjum utan við borgina, frosinn upp fyrir hnðogvar fluttur á sjúkrahús bæarins, ósjálfbjargá það sem eftir er æfinnar.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.