Freyja - 01.03.1908, Síða 9

Freyja - 01.03.1908, Síða 9
X. 8. FREYJA 193 II. -- Lýðveldi mannsins. I. Piazza Nevana er sá hluti Rómaborgar sem sérstak- lega er rómverskur. I öilurn öörum pörtum borgarinnar gæti maöur hugsaö sig staddan í Lnndúnaborg, París, Berlín eöa jafnvel í New York. Á efsta lofti í fjórlyftri byggingu í þessum hluta borgarinnar haföi Rossi búiö síðan hann varð þingmaö- ur, en þaö voru sjö ár. Húsinu niöri var skift í matsöluhús og vínsölubúö. Öðrumegin viö vegginn lá stigi upp á loftin, bak viö stigann var herbergi dyravaröarins og þar bjó nú gamall Garibaldi-sinni meö konu sinni. Frammi fyrirþessu herbergi glitti œfinlega í rauðleita ljóstýru. Rossi leigöi þrjú herbergi, tvö í framparti hússins og eitt hiiöarherbergi og lá úr þvístigi upp á þakiö. I einu af framherbergjunum í húsi þessu sat ungleg kona °g prjónaöi. Hjá henni kraup drengur, á að gizka sex vetraog las í opinni bók sem lá í kjöltu hennar. Konan var auösjá- anlega af alþýðufólki, falleg en feimnisieg, en drengurinn son- ur hennar fjörlegur eins og Ijónsungi^, með hrokkið hár og greindarleg augu. ,,Haltu áfram, Jósef,“ sagði konan og benti á blaðsíðuna. ,,og það skeði, “ las drengurinn en komst ekki lengra því hugurinn var annarstaðar. ,,Þúsagðir að þeir kæmu kl. tvö,“ sagði hann. ,, Já góði minn, þeir œtluðu að sleppa herra Rossi strax og pabbi hljóp heim til að segja okk- ur tíðindin og fór svo til að sækja hann. Svona, lestu nú. “ ,,Og það skeði að hann fékk ást á konu í dalnum Sórek, og höfðingjar Filistea báðu ’nana aö komast að þvíí hverju lœgi styrkur hans“— „En mamma—?“ —, ,Lestu, drengur. “ ,,Og þegar Samson var sofnaður kallaöi hún á mann til að skera hár hans—, “ nú heyrðist hávaði úti fyrir svo dreng- urinn hentist ofan og hrópaði með barnslegri kæti: ,,David, David frændi!“ En gleðilætin híjóðnuðu brátt er hann sá að komumaðurinn var honum ókunnugur og fylgdi hann honum upp. Maður þessi var ný-týzkuklœddi rómverjinn sem stóð hjá kerru franska mannsins í St. Péturs súlnagöngunum. II. ,,Ég þarf aö tala við Rossi, fólkið kemur með hann, en ég

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.