Freyja - 01.12.1908, Page 3

Freyja - 01.12.1908, Page 3
XI. 5 FREYJA Verndarengill mannkynsins. eftir Vingie E. Roe. 99 Á afskekktum staö stóö steinbygging mikil og varpaöi drungalegum skuggum margar lengdir sínar að baki sér á ó- frjótt eyðiland. Bygging þessi var ríkis-fangelsið. I skugga þess sátu nú þrír menn í alkunnum fangafötum, ljósgráum, með hvítum röndum. Griðastund þessi var keypt með margra ára þœgð,—undirgefni við fangalögin og verðina, sem nú litu nndan og létust ekki sjá þá taka þessa óleyfilegu hvíld. Þeir voru enn þá menn. Þessir þrír fangar höfðu orðið vinir, af því að með þeim var meira sameiginlegt en öllum hinum, enda voru þeir oft látnir gæta hinna. Þeir voru allir meira en ímeðallagi skyn- samir, og framkoma þeirra öll sýndi, þrátt fyrir fangavistina, að þeir hefðu fengið gott uppeldi. Nú sátu þeir og rœddu alvarlega. ,,Móðurástin, “ sagði elsti maðurinn, sem var hár og grannur, dökk-móeygður og bar sig vel eftir níu ára fangavist, ,,er undirstaða alls þess sem mannkynið á bezt og göfugast í eigu sinni. Hún er verndarengill þess, óumbreytanleg, ósigr- andi og blessar allt sem lifir og hrærist. “ Einn af þessum mönnum var ungiings-piltur, dœmdur til að eyða tíu beztu áruin œfi sinnar í hegningarhúsinu, tók nú upp moldarköggul, því þeir höfðu verið að grafa skurð, braut hann snögglega í sundur, þeytti frá sér brotunum og sagði í klökkum róm: ,,Ég ætti að vita það. “ Þriðj maðurinn, sem var á bezta aldri með öll ytri ein- kenni tíginborins manns, gaf sig nú fyrsr að samtalinu og sagði fremur þurlega: ,,Ég er kvongaður, en það býst ég við að hvorugur ykkar sé.“ ,.Ég var kvongaður, “ sagði elsti maðurinn stillilega. Þá sagði hinn, sem á máli fanganna og í bókum hegning- arhússins hét 1822:

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.