Freyja - 01.12.1908, Page 5

Freyja - 01.12.1908, Page 5
101 XI. 5. FREYJA viö aftur og tók upp söguþráöinn, var hann náfölur af endur- minningunni um þessa hörmungastund. , ,Eg skildi viö hana f rúminu sinnulausa af sorg, af því hún unni mér þrátt fyrir allt og seinast heyrði ég hana stynja því upp, að hún elskaði mig og að ég hefði sœrt hana banasári. ,,Frá henni fór ég til móður minnar og hitti hana í myndasalnum, þar sem myndir forfeðranna þöktu veggina. Ég hafði œtíð borið fyrir henni óttablandna virðingu og nú fannst mér hún eins fjarstœð og tignarleg, með andlitið al- varlega í umgjörð af stálgráu hálf-hrokknu hári, eins og for- feðramyndirnar, seiii gœgðust út uin rammana, en þöglar og alvarlegar. Móðir mín hlustaði á sögu mína, sem var fljótt og illa sögð. Ég vissi að hún leið meira en nokkru sinni áður á allri æfi sinni, enda fannst mér hún þá eldast um mörg á. Forfeður okkar höfðu verið harðlynt en heiðarlegt fólk. Ég var eini svarti bletturinn á ættarskildi þeirra. Móðir mín starði á mig þegjandi og hreyfingariaus. Þegar hún loks gat hrevft sig, leit hún yfir myndirnar á veggjunum, eins og hún vænti sér þaðan styrks og hollra ráða. Svo gekk hún þegj- andi út og hringdi bjöllunni. Hún var eina hjálparvonin mín og af því hún brást, var ég kominn í hendur lögreglunnar innan klukkutíma frá því ég varð uppvís. ,.Málsóknin var stutt, ég hafði engar varnir. Einusinni fékk ég að sjá konuna mína, svo var ég fluttur hingað, ensíð- an hefi ég engum mátt skrifa og engin bréf fá. Það var einn liður hegningarinnar. Þetta var fyrir þrem árum. Innan viku verð ég frjáls maður og fer héðan til að reyna að tengja saman hinn slitrótta þráð tilveru minnar. Furðar yður nú, þegar ég minnist skilnaðarins við þessar tvær konur þó ég taki ást konunnar fram yfir móðurástina? Þær eru báðar í sömu borginni fáar mílur héðan. En hvor haldið þið að taki betur á móti mér —manninum með Kains markið? Til hvorr- ar finnst ykkur líklegra að ég leiti fyrst, eða að taki mér bet- ur? ,,Ég skal láta ykkur sjálfráða um svörin. “ Nr. 1822 þagnaði, tókrekuna og fór] að moka. Ung- mennið andvarpaði mæðilega, eins og það gæti ekki áttað sig,

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.