Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 3
—helgarpósfurínrL. Föstudagur 1. júní 1979 3 SENDIHERRA ÍSLANDS RUKKAÐI HERINN FYRIR AÐALVERKTAKA Arið 1954 var gert sérstakt samkomulag við Bandarikja- stjórn, þar sem kveðið var á um, að það væri algjörlega á valdi ts- lendinga hverjir önnuðust verk- legar framkvæmdir á Keflavik- urflugvelli. Þessi fundur fór fram að ' hausti og var þá Bandarikja- mönnum tilkynnt hvaða verktaki hefði verið ákveðinn fyrir næsta almanaksár. Er sá háttur hafður enn á, að tilnefna íslenska aðal- verktaka árlega. Aður en samkomulagið var gert önnuðust bandariskir verktakar framkvæmdir á Keflavikurflug- velli. Aðalverktakinn var frægt félag, Metcalfe, Hathilton, Smith & Beck Companies, en undir- verktakar voru m.a. Nell 0. Tier, Sameinaðir verktakar og Reginn. Þessi samvinna gekk illa. Upp úr þessu urðu tslenskir aðalverk- takar til. Nú er öllum verkefnum á Keflavikurflugvelli skipt á milli aðalverktaka og Keflavikurverk- taka. Aðalverktakar sjá um nýbyggingar, Keflavikurverktak- ar um viðhaldsvinnu. A siðustu árum hefur þetta breyst að ein- hverju leyti, þar sem nýbygging- um hefur fækkað hlutfallslega, en viðhaldsvinna aukist. Aðalsjónarmið islenskra stjórnvalda hefur verið að á hvor- ugan aðilann væri hallað við skiptingu verkefna og báðir héldu sinu „svona nokkurn veginn.” t samningum við heryfirvöld ,,er barist um hvert cent”, eins og einn starfsmanna Keflavikur- verktaka orðaði það við Helgar- póstinn. Einokun aðalverktaka á stóru bitunum er hins vegar staðreynd og þessi einkaréttur hefur haldist óbreyttur i tið fjögurra utanrikis- ráðherra og sex rikisstjórna. Opinberar röksemdir fyrir einka- rétti aðalverktaka eru aðallega þessar: 1) Bolmagn og fagleg þekking i upphafi, 2) Útboð hafi gefist illa, 3) tslenskir aðalverk- takar séu starfi sinu vaxnir og 4) Fyrirtækið hefur látið sér lynda milljarðaverkefnin á Vellinum! Þá er einnig nefnt, að félagið sé fjárhagslega mjög öflugt. Það hafi efni á að liggja með stóran lager af byggingavörum og alls konar varahlutum. Þeir reki verkstæði, mötuneyti, svefnskála og skrifstofuhúsnæði. Þannig hafi það sérstöðu. Þessari sérstöðu hefur fyrir- tækið náð, að sjálfsögðu með þvi að vera einokunaraðili. En ekki Tekur Ríkið við af flðal- verktðkum? Vegna háværrar gagnrýni á einokunaraðstöðu tslenskra aðal- verktaka hafa ýmsir kostir á breytingum verið ræddir hjá stjórnvöldum. Rannsókn á fyrir- tækinu sjálfu mun þó ekki hafa borið alvarlega á góma. Hins vegar hefur verið talað um breytt fyrirkomulag á verktöku á Keflavikurflugvelli. Má þar nefna, að rikið taki við allri starfseminnij i öðru lagi, að sameignarfélagi eða hlutafélagi verði leyft að bjóða i verk á móti eða samhliða aðalverktökum og einokunin þannig rofin. í þriðja lagi, að félögin verði opnuð og i fjórða lagi, óbreytt ástand með þeirri breytingu þó, að rýmkaö- ur verði réttur verktaka til að bjóða i undirverktöku. Þetta er sá kostur, sem valinn var i tíð fyrri rikisstjórnar og helst óbreyttur. Aðrir kostir hafa verið nefndir, en rétt er að benda á, að það er al- gjörlega á valdi rikisins hvernig þessum málum er háttað. bara það. Arið 1966 beitti fyrir- tækið rikisvaldinu fyrir sig. Pétur Thorsteinsson, sendi- herra tslands i Bandarikjunum, gerði þá kröfu á hendur Banda- rikjamönnum, að þeir greiddu is- lenzkum aðalverktökum 650 þús- und dali eða sem svarar um 219 milljónum króna á núverandi gengi vegna fasts kostnaðar, sem f;,rirtækið hefði orðið fyrir nokk- ur ár á undan. Röksemd aðalverktaka var sú, að ef fyrirtækið ætti að geta sinnt verkefni sinu á Keflavikurflug- velli þyrfti að ganga frá þvi i samningi, að það fengi greiddan fastan kostnað, skrifstofuhald o.s.frv., ef verkefni væru i minna lagi. t bandariskum þingskjölum segir svo: „Vegna hernaðarlegs mikil- vægis þess að viðhalda stöðu Bandarikjanna á Islandi, og vegna nauðsynjar þess að finna árangursrika lausn á vandanum vegna fasta kostnaðarins fór Graeme C. Bannerman, aðstoð- arráðherra i sjóherdeild varnar- málaráðuneytisins til tslands i desember 1966. Að loknum nákvæmum viðræðum við sendi- Nýi flugturninn hefur verið byggingu i þrjú ár. Hann veröur tekinn i notkun fljótlega. herra Bandarikjanna á tslandi, tslenzka aðalverktaka og fulltrúa islenzku rikisstjórnarinnar, var komizt að viðunandi samkomu- lagi.” í kjölfar þessa samkomulags fylgdi tvennt: Annars vegar ár- legar viðræður og samningagerð- ir við tsienzka aðalverktaka og hins vegar trygging á greiðslu fasta kostnaðarins. Þvi ákvæði var bætt inn i samninginn árið 1968. Siðan hafa aðalverktakar feng- ið, auk fyrstu greiðslunnar, þrjár umframgreiðslur vegna fasts kostnaðar, árið 1968, 1971 og 1974, alls 522 þúsund dali. Þannig hefur herinn greitt tslenzkum aðal- verktökum samtals i auka- greiðslur nálægt 400 milljónum islenzkra króna vegna „harö- íslendingar úti aó aka 9 Já, margir hverjir, þaö fer ekkert feröinni sjálfir - sumir fara um ® á milli mála - þó eru þeir mörg lönd - aörir fara hægar yfir sérstaklega úti aö aka á sumrin - og halda sig lengst þar sem þá skipta þeir þúsundum Ástæöan? Jú ástæöan er einföld, hún er sú aö afsláttarfargjöld okkar gera öllum kleift aö komast utan í sumarleyfi til þess að sjá sig um, kynnast frægum stööum - og gista heimsborgir. Þeirsem þannig feröast ráöa skemmtilegast er. Þaö þarf engan aö undra þótt margir séu úti aö aka á sumrin - á eigin bílum eöa leigöum bílum. Kynntu þér afsláttarfargjöld okkar-þau gætu komiö þér þægilega á óvart-og oröiö til þess aö þú yröir líka úti aö aka í sumar. FLUGLEIÐIR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.