Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 17
__helgarpósturinru Föstudag ur 1. júní 1979 17 Jíssti^spást'uriintL ------/-------------- Nokkrar tölur úr reikningum útvarps og sjónvarps: LEIKLISTIN ER LANGD ÝRASTA DAGSKRAREFNIÐ Vegna mikilla umræöna um útvarp og sjónvarp að undan- förnu og kostnaðinn við rekstur þessara stofnana leitaði Helgar- pósturinn frétta af nokkrum kostnaðarliðum tengdum hinum ýmsu dcildum Rikisútvarpsins. Hörður Vilhjálmsson fjármála- stjóri Rikisútvarpsins varð fyrir svörum. Sagði Hörður launagreiðslur til leikara hefðu verið á siðasta ári 80 milljónir króna — rúmlega helmingur upphæðarinnar frá sjónvarpi. (Helgarpósturinn hef- ur fregnað að hlutfall leiklistar i útvarpi hefði verið á siðasta ári 0.9% af öllu útvarpsefni.) Hvað varðar sjónvarpið sér- staklega, þá kostaði frétta og fræðsludeild á siðasta ári 183,8 milljónir, en lista- og skemmti- deildin 201 milljón. Viðvikjandi deildum útvarps, þá má nefna að fréttastofurekst- urinn kostaði 94,6 milljónir, heildarkostnaður við leiklistina var 58.8 milljónir, dagskrárdeild- in kostaði 176,9 milljónir, tónlist- ardeildin 88.3 milljónir, greiðsla vegna stefgjalda var 47.5 milljón- ir, til sinfóniunnar fóru 75.5 milljónir, tæknideildin kostaði 130.7 milljónir og til reksturs dreifikerfis fóru 94.5 milljónir. Helgarpósturinn spurði Hörð Vilhjálmsson þvi næst hvaða j þættir væru dýrastir i vinnslu i út- 1 varpi. Hann sagði augljóst að leikritin væru langdýrasta efnið. Efni dagskrárdeildar væri mjög misdýrt, en enginn þáttur ógnvekjandi af þeim sökum. Aðspurður sagði Hörður að lokum að þættir yrðu ekki dýrari þótt eitthvert eða mest allt efni þeirra væri sent út i beinni útsendingu, slikt gæti i sumum tilfellum lækk- að kostnað, þvi þá væri forvinna á stúdiói ekki eins mikil og tlma- frek. —GAS Islenskt pönk á enskan markað islenska pönkhljómsveitin Fræbbblarnir,sem upprunnin er úr Menntaskólanum i Kópavogi og lék opinberlega á nýliðnum vetri, mun I næstu viku taka upp plötu i Hljóðrita i Hafnarfirði fyrir breskt útgáfufyrirtæki, Limited Edition Records i Sheffield. Ráðgert er aö plat- an fari á markað i Englandi og á tslandi i ágúst. Að sögn eins Fræbbblanna,Valgarös G uö jón s s on a r, komst samband á milli hljóm- sveitarinnar og breska fyrir- tækisins fyrir persónulegan kunningsskap. Þrú lög veröa á plötunni. Þar af eru tvö frumsamin en það þriðja er eins konar pönkútfærsla á Greaselaginu Summer Nights. —AÞ Leikhús í lok starfsárs: Starfsári leikhúsanna er nú að Ijúka. Helgarpósturinn hafði samband við for- ráðamenn Þjóðleikhússins og Leikfélags Reykjavíkur og bað þá um að segja álit sitt á þessu ári og skýra frá verkef num næsta leikárs. Leikfélag Reykjavíkur: „Viðurkennd erlend verk, en kannski frekar strembin” „Mér detta fyrst i hug orð skáldsins: ,,Nú árið er liðiö i ald- anna skaut og aldrei það kemur til baka”.... Þetta hefur veriö meðalár og það sem hefur ein- kennt það, er að við erum ekki meö svonefnd gangstykki fyrr en kemur alveg aö siöasta verk- efni”, sagöi Vigdis Finnbogadótt- ir leikhússtjóri hjá Leikfélagi Reykjavikur. „Samkvæmt úttekt sem við höfum gert, þá hafa öll leikrit hjá okkur i vetur gengið yfirleitt eins og klassisk leikrit gera. Leikrit sem eru af góðri gerð, en kannski strembin að einhverju leyti, enda hafa öll leikrit hjá okkur i vetur verið viðurkennd erlend verk. En nægir það á Islandi að eitthvað sé viðurkennt erlendis? Þetta er i fyrsta skipti á minum ferli hjá Leikfélagi Reykjavikur að ekki hefur verið gangstykki. Þetta gerir það að verkum að viö erum með átta þúsund færri áhorfendur i vetur miöað við sama tima i fyrra og á árunum áður. Við vor- um bara með það i huga að sýna góð verk, en vorum hreint ekki að hugsa um kassastykki þegar við ákváðum verkefnin. Þetta eru nákvæmlega sömu aðsóknartölur og hafa gegnið i gegnum árin ef maður dregur frá þessi svonefndu vinsælu kassastykki”. Þá sagöi Vigdis að aðsóknin hafi verið nokkuð jöfn á öll verk- in. Sýningar hafi verið milli 30 og 40 á hverju verki og áhorfendur milli 4 og 6 þúsund. Það væri greinilegt, aö á höfuðborgarsvæö- inu væru 4-5 þúsund manns, sem koma i leikhús bara til aö sjá leik- sýningar hvort sem þær hafa fengiö góöan hljómgrunn eða ekki. Þetta væru nákvæmlega sömu tölur og fyrir tiu árum. „En nú erum við komin meö verkið sem reglulega gengur, það er.leikritið ,,Er þetta ekki mitt lif?” Það er uppselt á þaö langt fram i timann. Pantanir berast frá hópum utan af landi og til þess eru nú leikhúsin i Reykjavik, aö þau þjóni landsbyggðinni lika. Leikárið hefur verið eins og bergmál af þjóðfélaginu. Menn hafa heldur dregið saman seglin á þessu ári i þjóðfélaginu, heldur en hitt. Undir það fellur að það verður hart I bæ að njóta listar”. Vigdis sagði, að næsta leikár væri nokkurn veginn tilbúiö. Fyrsta verkefnið verður breska leikritið „Dúsa, Fish, Stas og Vi” eftir Pam Gem, og fjallar það um 4 konur. Æfingar á þvi eru byrj- aðar. Leikstjóri er Guðrún Ás- mundsdóttir og þýðandi Silja Aöalsteinsdóttir. Þá verða lika nokkur islensk verk, en Vigdis vildi ekki láta neitt uppi um þau. Einnig er eitt klassískt verkefni á döfinni. —GB Þjóðleikhús: „Islensku verkin hafa gengið mjög veV’ „Leikáriöhefur i heildina geng- iö mjög vel”, sagði Sveinn Einarsson Þjóðleikhússtjóri. „Aðsókn hefur verið svipuð og undanfarin ár og mun þetta vera sjötta árið i röð, sem leikhúsgest- ir eru yfir eitt hundrað þúsund. Fjárhagsleg afkoma leikhúss- ins er ósköp svipuð og undanfarin ár. Þó eru skorin niður nokkur at- riði á okkar fjárlagatillögum, samtimis þvi að sett eru ný lög um Þjóðleikhús. Þessi lög komu i fyrravor og hingað til hefur þeim ekki verið framfylgt, þar sem ekki hefur veriö veitt til þess fé. Þaö er skýringin á þvi að viö gát- um ekki ráðist i óperuflutning I vetur eins og viö gerðum ráö fyrir þegar okkar áætlanir voru gerð- ar. Framhald á bls. 21 Hinn geggjaði heimur broddborgaranna Akureyringar leika enska broddborgara. LEIKFÉLAG AKUREYRAR Skrýtinn fugl — ég sjálfur. Höfundur: Alan Ayckbourn. Þýðing: Kristrún Eymundsdóttir. Leikmynd: Hallmundur Kristinsson Leikst jóri: Jill Brooke Árnason. Alan Ayckbourne höfundur leikritsins Skrýtinn fugl — ég sjálfur er fæddur í London áriö 1939 og hefur hann starfað óslitið við leikhús siðan hann var sautján ára að aldri. Nýtur hann mikils álits i heimalandi sinu sem snjallt leikritaskáldog leikhússtjóri. Hlaut hann meöal annars Evening Standard verð- launin 1977 fyrir leikritiö Just Between Ourselves. Hér á landi er hann kunnastur fyrir gaman- leikinn „Rúmrusk” sem Leik- félag Reykjavikur sýndi siðast liðinn vetur. Skrýtinn fugl — ég sjálfur er eitt af þekktari verkum Ayk- bourne. Þetta er talsvert farsa- kenndur gamanleikur, þar sem skopast er, stundum töluvert nöturlega að hinum „betri” borgurum þjóðfélagsins. Leikurinn fer fram i þrem eld- húsum þrennra dæmigerðra breskra millistéttarhjóna um þrenn jól. Allt er þetta vamm- laust og sómakært fólk og vant að virðingu sinni Utávið. I leik- ritinu sjáum við inn i hinn „geggjaöa heim”, þar sem það sleppir fram af sér beislinu og kastar virðuleikagrimunni. A köflum verður gamaniö stund- um nokkuð grátt, til dæmis þegar skopast er að sjálfs- moröstilraunum Evu konu Geoffreys arkitekts, og hinu al- menna skeytingarleysi við- staddra i miðþættinum, eða alkóhólisma Marion banka- stjórafrúar. En sjáum viö ekki okkur sjálf i spéspegli þarna? Eru það ekki æði margir sem eru skeytingarlausir um sálarlif og þjáningar meöbræðra sinna i hinu glórulausa lifsgæðakapp- hlaupi. Við sjáum þetta al- menna skeytingarleysi um hag náungans i nútimaþjóöfélaginu tekiö nokkuð öðrum tökum i myndinni „Midnight Cowboy”, t.d. i hinu fræga atriöi þar sem manngrúinn á götum New Yorkborgar gengur framh já liki sem liggur á gangveginum án þess að veita þvi hina minnstu athygli. Þar sjáum viö i öðru ljósi en hér miskunnarleysi hins borgaralega eigingirnisþjóð- félags. Hin brjálæöislegu ærsl i lok leiksins eru i rauninni kjarn- inn i boðskap höfundarins. Boðskapnum um geggjun hins broddborgaralegs samfélags. Sýning Leikfélags Akureyrar hefurheppnastmeðágætum. Að visu vill sti'gandi hennar detta niður á einum eða tveim stöð- um, og má eflaust skrifa það á reikning annars ágætrar þýð- ingar. Þaö er alls ekki heiglum hent aö snúa hinum sérstæða breska húmor yfir á islensku. umgjörö þannig að sýningin verður heilsteypt. Frammi- staða leikenda er yfirleitt góö. Viðar Eggertsson leikur hinn aulalega Sidney búðareiganda, hinn „skrýtna fugl”, eins og hann segir sjálfur, og nær hann þvi' vel, enda sérfræöingur i slíkum hlutverkum. Svanhildur Jóhannesdóttir leikur Jane konu hans ágætlega. Henni hættir þó til að ofleika dálitið, einkum i byrjun leiksins. Theodór Július- son leikur Ronald, ungan og metnaðargjarnan bankastjóra þokkalega. Sigurveig Jónsdóttir fer á kostum I hlutverki Marion konu hans. Við sjáum hana i fyrsta þætti sem fina frú sem er f JM Leiklist SL eftir Reyni Antonsson Það var skynsamlega ráöiö að hafa tvö 15 minútna hlé milli þáttanna þriggja I stað eins langs hlés. Þetta undirstrikar skemmtilega þá staðreynd að sami timi liður á milli þess sem þættirnir gerast, eitt ár, og einnig þaöað þessir þættir gætu i rauninni næstum staöiö sjálf- stætt likt og i sjónvarpsserlu. Þeir mynda þó vissa heiid eöa alveg aö springa af snobbi, en i siöari þáttunum sem aumkun- arverðan alkóhólista. Ein- hvernveginn verður manni á að finnast niðurlæging hennar i siðasta þætti litt skopleg, hvort sem það hefur veriö ætlun höf- undar eður ei. Gestur E. Jónas- son leikur Geoffrey arkitekt, unga manninn sem ætlar sér mikinn hlut en gengur misvel og Þórey Aðalsteinsdóttir leikur hið erfiöa hlutverk Evu konu hans með ágætum, einkum er grátbroslegt að sjá hana i sjálfsmorðstilburðum hennar i miðþættinum. Þá má ekki gleyma Aðalsteini Bergdal i noWtuð sérkennilegu hlutverki, hlutverki hundsins George. Gelt hans er kostulegt. Leikmynd Hallmundar Kristinssonar er smekkleg og við hæfi og sömu- leiðis búningar Freygeröar Magnúsdóttur. Sérstaklega fannst mér klæðnaður Marion undirstrika skemmtilega þá breytingu sem á persónuleika hennar verða. Þaðer vel til fundið hjá Leik- félagi Akureyrar að enda vel- heppnað leikár með gamanleik, gamanleik þótt gamanið sé á stundum æði grátt, og kald- hæðnin sitji I fyrirrúmi. Ef menn vilja hlæja dátt er tilvalið að bregöa sér i Samkomuhúsið oggleyma um stund harðindun- um og kuldanum sem hr jáö hafa Noröurland að undanförnu. „Hláturinn lengir lifiö”, segir gamalt og gott máltæki. En um leiö og við hlæjum megum við samt ekki gleyma þeirri alvöru sem öllu gamni fylgir, einnig hér. Að lokum skal þess getið að i lok frumsýningar var sérstak- lega heiöraður Arni Valur Viggósson i tilefni þess að hann hefur náð þeim merka áfanga að stjórna ljósum á þúsund sýn- ingum hjá Leikfélaginu, en hann lætur nú senn af störfum þar. Klöppuðu leikhúsgestir honum óspart lof i lófa.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.