Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 12
12 13 —helgarpústurinn —he/garpásturinn. Föstudagur 1. júní 1979 .*?• .Æ: . j „Hún Steinunn er sætasta skáld á tslandi”, sagöi góöur maöur einu sinni viö mig. Ég var alveg sammála. Steinunn er skáld sem auöveit er aö veröa skotinn I. „Þetta er alveg rétt hjá honum’Vsegir skáidiö sjáift, þegar ég ber þessi ummæli undir hana. Hlægjandi. En veröur svo alvariegri á svip: „Afturámóti er þetta erfitt mál, þegar veriö er aö kalla mann skáld- konu og engin leiö viröist önnur til aö leggja mat á skáldskap manns en samanburöur viö aörar „skáldkonur”. Skiptingin á mannkyninu f karl- menn og kvenfólk er aö visu raunhæf innan viss ramma. En hún vill ganga út i öfgar. Fólk hefur tilhneigingu til aö segja annaöhvort aö þaö sé enginn munur á körlum og konum, sem er ekki rétt, eöa aö munurinn sé algjör, sem er heldur ekki rétt. Þótt þessi ummæli um sæta skáldiö séu auövitaö voöalega flatterandi er ekki gott aö vera dæmdur eftir útlitinu sem skáld”. Steinunn Siguröardóttir er varla um þessar mundir dæmd eftir útlitinu. Hún var aö senda frá sér nýja ljóöabók. Verksummerki heitir hún og er gefin út hjá Helgafelli. Hún er lik höfundi slnum, eins og gefur aö skilja: Full meö húmor og gáskafullan leik, stundúm galgopalég,ef ekki hálfkæringsleg, en líka meö alvörugefnari spurningar um til- veruna og mannlyg samskipti á bak viö;intim ljóö um tilfinningar. án tilfinningasemi. Ljóöin hennar Steinunnar eru einatt I samræöu eöa ávarpsformi, stíl- úö beint til annarrar manneskju. Viö byrjum á þvi aö tala um samtöl i stofunni hjá henni i Gnoöavoginum. Viötöi viö fólk. Kosti þeirra og galla. Steinunn er gamall blaöamaöur. Fór i fagiö sautján ára strax eftir stúdentspróf og skrifaöi mikiö af viötöium þá fyrir Alþýöublaöiö. Nú er hún fiestum kunn sem fréttamaöur útvarps. Meö þýöa og kimni- fulla músik Comedian Harmonists á fóninum („Ég set þá alltaf á þegar eitthvaö angrar mig. Eins og þetta viötal viö þig. Þegar ég hiusta á þá veröur allt bara gott aftur!”) förum viö aö tala um stúdentsprófiö og ég spyr hvernig I fjáranum hún hafi fariö aö þvi' aö Ijúka þvi svona ung. Gáfur og önnur vitleysa „Mér lá bara svona mikiö á”, segir hún. „Ég var alltaf ári á undan i skóla. Mömmu fannst ég svo skrýtin sem stelpa að hún fór meö mig til sálfræöings. Hann sá þaö strax i hendi sér aö þaö þýddi ekkert aö hafa svona stúlku aðgeröarlausa svo ég var sett i skóla sex ára. Svo tók ég mennta- skólann á þremur árum. Mér leiddist nefnilega frekar i menntó. Vildi heldur ljúka þessu af.” Ertu svona vel gefin? „Ég get nú varla svaraö þessu. Er ekki meö neinn gáfnakomplex lengur. Ég held það fari ekkert meira i taugarnar á mér en gáfnakomplexinn á islensku þjóöinni. tslendingar eru svo vit- lausir aö halda að gáfur sé þaö aö kunna nógu mikiö af einhverjum visum og hafa nógu mikiö af einskisnýtum fróöleiksmolum i hausnum. Afturámóti er imyndunarafliö ekki metiö sem skyldi. Mér finnst aö gáfnakom- plexinn eigi aö tilheyra nafla- skoöun unglingsáranna. Hann á að eldast af fólki. Finnst þér það ekki lika?” Getur veriö. Svo við snúum okkur aö alvarlegri málum: Reykiröu? „Ég hef aldrei getaö vaniö mig á að reykja. En ég hef reykt. Reykti kannski pakka á dag þegar ég átti pakka á dag. Þegar ég átti svo ekki pakka þá reykti ég ekki neitt. Ég á yfirleitt erfitt með að veröa háö hverju sem er. t mörg ár var ég til dæmis þannig aö ég gat ekki drukkið nema tvö — þrjú glös af sterku, og langaöi svo hreinlega ekki i meir. Að visu hef ég yfirstigiö þetta núna!” Telurðu þig sem sagt vera óháöa eöa sjálfstæöa yfirhöfuö? „Já, þaö getur vel veriö aö þaö megi yfirfæra þetta á mig alla. Ég á t.d. voöalega erfitt meö að ánetjast skoðunum. Og stefnum bvi siður. Get ekki hugsað mér aö láta troöa I mig einhverjum hug- myndum sem ég á aö gleypa. En fólk virðist hafa ótrúlega mikla þörf fyrir aö tilheyra einhverju ' stærra, — vera i einhverri grúppu. Ungt fólk er nú oftast þannig aö það innbyröir einhvern málstað með öllu tilheyrandi: Er annaö hvort eldheitir kommar, heimdellingar, kaþólikkar eða hvaö sem er. Svo eldist þaö af. En ég hef bara alltaf veriö svona. Kannski er ég fædd gömul. Þegar ég var aö læra sálfræöi i Irlandi las fólk t.d. Sartre og liföi svo eftir Sartre 1 heilan vetur. Ég skil ekki svona vitleysu. Ég vil kynna mér sem flest og melta þaö með mér sjálf. Ekki gleypa þaö hrátt. Kannski má kalla þetta efa- hyggju. Ég játa aö stundum finnst mér þessi efahyggja ganga einum of langt hjá mér. Aö það vanti i mig pinulitinn eldmóö. Snefil af trúarmaniu. Þú veist aö mörg stórvirki i listum hafa verið unnin i einhvers konar trúar- maniu. Ég held aö þaö geri mér oft erfitt fyrir að vera svona eins og ég er. Það er miklu þægilegra llf aö hafa mikiö af föstum punkt- um til aö standa á.” Fastir punktar I ljóöunum þinum er ekki mikið af föstum punktum, niöurstööum eöa patentlausnum? „Ég hef engar lausnir, hvorki fyrir sjálfa mig né aöra. Þaö eru aö visu ákveöin lykilorö sem maöur byggir lif sitt á. Eitt er vijjna og annað er ást. Ef þú hefur nog af þessu tvennu held ég aö þú sért ókei”. Er þaö rétt hjá mér að ljóö- unum er gjarnan beint til ann- arrar manneskju, einsog þú sért að tala við hana? „Já, ég held að þau séu þannig. Veit varla af hverju. Mér finnst yfirleitt skemmtilegra að tala viö aöra, en viö sjáfa mig. Ekki þannig, að mér finnist ég leiöinleg. Þvert á móti. En vissu- lega eru þetta svona samræðu- ljóö, a.m.k. flest. Auðvitað er þaö nú einu sinni einhver fáránleg tjáningarþörf sem rekur mann til að skrifa. Eða þannig byrjar þetta yfirleitt. Fólki finnst þaö endilega þurfa aö tjá sig. Svo breytist þetta hugsanlega þegar frá liöur. Núna er þetta eiginlega oröinn hálfgeröur kækur hjá mér. Ég bara byrjaði aö skrifa og held þvi áfram. Það er eiginlega ekki hægt aö hætta ef maður er einu sinni byrjaöur. Maöur vill lika reyna aö bæta sig, gera betur en áöur”. Hvernig ferðu að þvi aö vita hvort þú bætir þig eöa ekki? „Svei, mér ég veit þaö ekki. Marlon Brando, sem er uppáhaldsleikarinn minn, sagöi einu sinni aö starf leikarans væri unniö i blindni. Maður veit ekki hvern f jandann maður er aö gera. Og þannig er þetta. Maöur rennir blint i sjóinn. Situr samt viö sina ritvél. Eins og það er nú tima- frekt, og stundum allt aö óbæri- lega leiöinlegt”. Hvaö finnst þér skemmtilegast viö aö skrifa? „Það er dálitiö misjafnt. Þegar ég er t.d. búin aö skrifa ljóö einu sinni finnst mér gaman aö koma þvi i endanlegt form. Mér finnst gaman aö sögum þegar þær eru aö fæöast en hræöilega leiöinlegt aö finpússa þær. Enda er kannski erfiöara aö skrifa góöan prósa en ljóö”. Harðlifisfólk Ertu ánægö meö að hafa rit- störfin ekki að aðalstarfi? „Þaö er nú mótsagnakennt mál. Rithöfundur þarf á öllum þeim tima aö halda sem hann getur fengiö til aö vinna sin verk og hugsa sinn gang. Þannig hættir honum við einangrun, sem er aö vissu marki nauðsynleg, en getur lika veriö hættuleg. I starfi eins og fréttamennsku er maöur i góöum kontakt við raunveruleik- ann og það er rithöfundi nauösyn- legt lika. En þegar allt kemur til alls og þrátt fyrir ókosti þess aö vera „bara” rithöfundur, þá er það einmitt það sem ég óska mér”. Og til þess þarftu að selja mikiö af bókum? „Já, og helst komast i útlendar þýöingar. Annars verö ég aö viðurkenna aö ég er ákaflega hrædd við að hitta i mark. Þvi fylgir m.a. sú hætta að menn fari aö skrifa eftir pöntun. Hjá þessari vinstri intelektúel kliku, sem er mikiö I kringum þetta, verður til dæmis allt aö vera eftir ákveðn- um nótum. Það finnst mér ægi- lega leiöinlegt. Ég hef aldrei getað sett mig inn I þessa hólfun i hægri og vinstri”. Er erfitt aö setja á þig póli- tiskan stimpil? „Vilmundur Gylfason sagöi á okkar sokkabandsárum aö ég væri pólitiskt viðrini. Þaö gæti hafa veriö satt þá, en er rangt núna. Ég var reyndar fram- sóknarmaður fram undir tiu ára aldur. Núna er mitt viöhorf þab, að mér er alveg ómögulegt að styöja stjórnmálaskoðun sem beinlinis gerir ráö fyrir þvi aö þaö sé gifurlegur munur á afkomu fólks. Mér finnst þetta liggja i augum uppi. Þaö er bara sjálf- sagöur hlutur aö maöur getur ekki veriö fylgjandi þessu”. Samt er fullt af fólki sem gerir þaö? „Já, já, þaö er nóg af þvi. En mér getur ekki veriö persónulega illa viö fólk sem hefur þessar skoðanir. Vinstri menn svokall- aðir á Islandi eru margir svo fáránlegir að sé einhver hægri maður þá telja þeir hann vera asna og lllmenni um leið. Mitt viðhorf er einfaldlega þetta: Maður getur ekki variö það aö fáir hafi þaö svona gott á meöan margir hafa það svona skitt”. Ertu þá sósialisti án stimpils? „Ég hugsa að það megi bára oröa þaö þannig, já. Ég eiginlega veit ekki hvað það er að vera sósialisti. Ég efast um að sósial- istar á Islandi myndu vilja taka viö mér, enda langar mig ekkert að fara til þeirra. Mér finnst, satt að segja, margt af þessu vinstra fólki svo leiðinlegt. Þetta er svona harðlífisfólk. Um hægri menn- ingarklikuna gæti ég sagt margt miklu verra. Hún er i rauninni varla til, amk. eru þar örfáir sem hægter aö kalla alvörulistamenn. Æ, góöi vertu ekki að skrifa þetta. Stjórnmálin hérna eru yfirhöfuð svoddan vitleysa. Eitt þaö versta sem ég lendi i er að útskýra islensk stjórnmál fyrir útlend- ingum. Fyrr á árum var reyndar stefnan hjá mér aö fara ekki á kjörstað. Svo fór ég að kjósa. Ég held að það hafi verið skref aftur- ábak.” Ljóðin þin eru lika frekar persónuleg og tilfinningaleg, en pólitisk eða félagsleg? „Já. Ég er ekki sérlega þjóö- félagslega meðvituð. Kæri mig ekki um aö skrifa um einhver þjóðfélagsvandamál allan timann. Ég vil skrifa þaö sem mér sýnist.” Blóðsugan Finnst þér ekkert erfitt aö láta tilfinningar þinar fara frá þér á prenti og verða almenningseign i þessum ljóðum? „Ljóðiö er vissulegá það bókmenntaform sem afhjúpar mann langmest. Og ég er nú oröin dálitiö þreytt á þessu stripptfsi. Enda farin aö eldast. Ljóö eru þröngt, persónulegt bókmennta- sviö og núna i augnablikinu stendur hugurinn út úr þvi. Þetta gengur svona i bylgjum hjá mér og ég mun aldrei hætta að yrkja. Núna eru þaðsögur og leikrit sem ég hef áhuga á, þitt þaö sé aö mörgu leyti óþægileg tilfinning og erfið að byrja á einhverju nýju formi. Enda er maður ekkert kjarkmikill alltaf. En kjarkinn má ekki vanta, svo maður veröur aö spana sig upp 1 aö vera dálitiö hraustur”. Af hverju heitir nýja bókin þin Verksummerki? „Af þvi að siðasta ljóðiö I henni heitir það. Og mér finnst oröið 'llýsa þvi sem bókin er. öll ljóð eru verksummerki um eitthvað sem maöur hefur reynt eöa skynjaö”. Hvernig reynsla er það helst sem verður tií þess aö þú skrifar ljóð um hana? „Þaö eru ákveðin lykilorö sem maður byggir lif sitt á. Eitt er vinna og annað er ást...” „Þaö getur verib allt mögulegt. Samtal viö einhverja manneskju eða einhver tilfinningaleg upplifun eöa næstum þvi hvað sem er. En áöur en þú yrkir verö- urðu aö velta fyrir þér hvort þetta sé þess virði að ort sé um þaö og hvérnig þú ætlar svo aö nálgast þaö”. Eru ekki alltaf einhverjir hlutir sem eru svo langt inni, viökvæmir og nærgöngulir, aö þú hlifir þér viö aö yrkja um þá? „Abyggilega alveg fullt af svo- leiöis hlutum, seM maður veigrar sér viö aö skrifa. Og mabur er kannski litiö meövitaður um hvaöa hlutir það eru. En rit- höfundur veröur aö vera kjark- aöur, eins og ég sagöi áöan. Þetta blóösugueðli rithöfundarins fer samt oft i taugarnar á mér. Hann sýgur blóö úr sjálfum sér og öörum. Þaö er auðvitað sviviröi- legt. Þeir sem skrifa sögur sjúga einkum úr öörum. Þeir sem skrifa ljóö sjúga meir blóðiö úr sjálfum sér. Nú er ég aö veröa búin með þaö og nú ætla ég aö fara aö skrifa sögur.” vel. Þarna kemur fjárans efa- hyggjan. Ég er fædd i meyjar- merkinu og þaöan koma vist brjálaöir perfeksjónistar. Þegar útgefandinn minn, Ragnar I Smára, var búinn aö lesa hand- ritið aö þessari bók fórum viö aö tala saman. Og Ragnar byrjaöi á þvi aö tala um úrsmiöi. Ég kom alveg af fjöllum. Hélt við værum aö tala um ljóðin min. Þá kom i ljós aö honum fannst hann ekki vita almennilega hvort þetta væru ljóð eöa úrsmiöi. Þau höföubu ekki til hans eins og ljóö- in gerðu i gamla daga. Ég fékk það á tilfinninguna aö ég væri ein- hvers konar blóðlitil menntakona, ef þaö er eitthvað sem ég vil ekki vera þá er það það.” „Ég er fyrrverandi bjiíti...” Viðkvæmnin Þessi ljóö i bókinni eru frá ýmsum timum? „Já, hún er skrifuö á mjög löngu timabili, 1971-’78. Ég hef ekki gefiö út bók siðan 1971. Þaö eru margar ástæður fyrir þvi. Til dæmis sú aö ég hef verið svo óánægð. Ekki þótt ég gera nógu „Þeirsem skrifa ljóð sjúga meir blóðið úr sjálfum sér. Nú er ég að verða búin með það...” Tókstu þetta nærri þér? „Já, mér fannst þetta dálitið leiöinlegt. En jafnframt fyndiö. Þetta var bæöi hrós og ekki hrós. Honum þóttu þetta vel gerðir hlutir. En hvers viröi er hlutur sem er vel geröur en vantar saf- ann i? Þaö hefur enginn gaman af bókmenntaverki sem er bara vel gert. Ég hef engan áhuga á aö vera svoleiöis rithöfundur. Ragnar sagði aö visu aö hann væri oröinn gamall. En ég gútera það ekki. Ég vil endilega ná til allra. Ekki bara einhvers sér- staks hóps. Ég veit aö krakkar hafa haft gaman af ljóöunum minum, en sennilega ná þau siður til fólks sem komiö er yfir miöjan „Ef þaö er til dæmis sagt aö ég séað fitna. Sem er auðvitaö alltaf lygi. Nei, ég veit þaö ekki. 1 alvöru sko. Ég held þaö sé bara allt. Versta gagnrýni sem ég gæti imyndað mér væri ef maður væri sakaöur um aö vera óheiðar- legur. En þaö vill til aö ég held að enginn hafi sagt þaö um mig ennþá”. „Ég er að verða dálitið geðvond ogþað er ágætt. Þá veröurmaöur afmarkaðri persóna. Ekki einhver djöfulsins amaba...” Ertu óþægilega viðkvæm? „Ja. Ég hef verið það. I óhófi. Bæöi sem skáld og manneskja. Afturámóti hef ég aldrei getað fengiö mig til aö telja þann sem gagnrýnir-mig asna og fifl upp frá þvi, eins og er svo algengt á Islandi. En þetta er aö lagast hjá mér. Maöur er aö fá á sig smáskel. Þú getur ekki alltaf lifað eins og unglingur. Þá fer lifiö bara i þaö að vera viökvæmur og þu gerir ekkert annað á meðan.” Hinn óplægði akur Helduröu aö viökvæmnin geti ekki lika hjálpaö þér sem skáldi eins og öfugt? „Ertu aö tala um næmi? Já, þaðgeturenginnskrifaösem ekki hefur næmi. Sumir rithöfundar hafa reyndar verið svo næmir fyrir sinu umhverfi aö þeir voru hreinlega með ofnæmi. Og gátu samt skrifaö”. Ertu rómantisk? ,,Já já, ég er það. Þaö er ekki hægt aö lifa án þess aö vera pinu- litiðrómantiskur. Sjáhlutina svo- litið i rauðu ljósi. En ég held ég sé lika raunsæ. Þetta getur alveg haldist i hendur.” Af hverju fórst að læra sál- fræöi? „Vegna þess aö á þessum árum hafbi ég áhuga á þvi hvernig fólk er saman sett. En svo missti ég þennan áhuga. Fékk hins vegar áhuga á lifeðlisfræði heilans og f *Ti aldur. Og þaö er náttúrlega i viss takmörkun.” Tekuröu gagnrýni yfir ! leitt nærri þér? „Já, alveg svakalega. j Þaö hefur oröið til þess aö | maöur hefur frekar reynt að gera fólki til hæfis. Bæði i smáum og stórum atriöum. En ég er aö hætta þessu. Ég er að verða dálitiö geðvond j og það er ágætt. Þá veröur ’ maöur afmarkaöri persóna. j | Ekki einhver djöfulsins am- j fcfe Hvers konar gagnrýni tekuröu mest nærri þér? miötaugakerfisins. Heilinn er al- veg stórkostlegur, ha? Finnst þér þaö ekki? Hann er sko óplægöur akur.Enéghef aldrei getaöhugs- aö mér aö vinna við kliniska sál- arfræði. Vera aö ráöskast meö fólk. Ég hef bara nóg meö mitt. eigib lff. Trúlega veröur alltaf einhver aö ráöskast með fólk, en samt held égaö þaö sé alltof mik- iö gert af þvi aö setja fólk inná einhverjar stofnanir. Þaö eru all- ir hvort eö er meira og minna vit- lausir. Þetta er hálfgeröur leikur hjá mörgu fólki. Það er búið aö gefastupp viöaövera til og þá fer þaö inná einhverja stofnunina og kemur þangað aftur og aftur. Ég hef þá skoöun aö minnihluti fólks á svona stofnunum þjáist af raun- verulegri geöveiki”. Hefuröu sjálf einhvern tima komist I hann krappan andlega? „Meinaröu aö ég hafi verið I þann veginn aöklikkast? Mjögoft ábyggilega. En eftirá held ég að hann hafi ekki verið mjög krapp- ur. Maður var brjálaöur ungling- ur, komplexeraöur og oft þung- lyndur. En svo komst ég yfir þetta ”. Hvernig? „Þaö veit égekki. Ég bara varö fulloröin. Þú rekur þig á aö fólk sem hefur haft ægilega komplexa veröur oft mjög sterkt meö þvi aö yfirvinna þá”.. Að fá að vera i friði, — fyrir sjálfum sér og öðrum Geriröu þér grein fyrir hvað hefur mótaö þig mest aö þessu leyti? „Kannski annaö fólk. Ég fer i alveg gifurlegt manngreinarálit. Er til dæmis óhóflega vönd aö vinum mínum”. Upp úr hverju legguröu mest hjá ööru fólki? ,,Ég bara get alls ekki svarað því. Mér dettur aldrei i hug aö fara aö analýsera vini mina. Mér finnst þaö lágmarks kurteisi aö láta vera aö brjóta sina bestu vini til mergjar. Þetta á lika viö um sambúö. Ég held aö þaö sé alltof mikiö gert af þvi að fólk segi viö hvort annaö: Svona ert þú og svona er ég og þú ert ekki svona og svo framvegis”. Þú vilt bara iáta fólk vera i friöi? „Einmitt . Númer eitt tvö og þrjú. Ég vil fá aö vera í friöi af þvi ég læt aöra f friöi. Er fyrir þaö að skipta mér eins litiö af fólki og hægt er”. Hvaö ertu gömul? „Ég er fyrrverandi bjúti. Tutt- ugu og átta ára. Eöa á ég kannski frekar aö segja: Ég var fyrr- ver-andi bjúti?”. Finnst þér leiöinlegt að eld- ast? • „Nei.Égermjögánægömeö aö eldast. Nema hvaö mér er 'ekkert vel viö likamlega hrörnun. Andlega kemur þetta hins vegar út sem þroski. Mér finnst þægilegt að eldast. Maður sljóvgast pinulitiö. Þaö gefur manni vissa ró og maður getur unniö af meira viti. Aður fyrr var maöur svo æstur og brjálaður að maöur fékk ekki vinnufrið fyrtr sjálfum sér.” Hvaö veitir þér mesta nautn í lifinu? ,,Ja, ég segi þaö nú ekki. En svona fyrir utan þaö, þá eru þaö feröalog, og þá ekki síöur innan- lands en utanlands. Eitt þaö skemmtilegasta sem ég geri er aö sitja i bil og glápa út um glugg- ann”. Finnst þér húmor skipta þig miklu máli? „ Já, mjög m iklu máli. Stundum finnst manni það aö vera rithöf- undur vera svo gagnslaust. Og þá spyrmaöursig: Er þettaekki allt saman vita gagnslaust? Mér finnstspurningin góö, enégsleppi alltaf svarinu. Ég held þaö hljóti aö skipta máli fyrir allt fólk aö hafa svolitinn húmoristiskan sans. Húmor felur auðvitaö i sér vissan flótta. En hann er jafn- framt bjargvættur. Þegar ég er aö skrifa finnst mér ógurlega gaman þegar ég er skemmtiieg. Ég meina, — ég verö aö fá eitt- hvaö út úr þessu líka. Annaö væri ekki sanngjarnt, ha?” 'mMM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.