Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 5
he/garpástúrihn Föstudagur 1. júní 1979 5 „Hvernig feröu eiginlega að þvi að vakna svona snemma?” er spurning, sem æði oft hefur dunið I eyrum I vetur, þegar spyrillinn hefur gert sér grein fyrir því, að viðmælandi hans fer undantekningarlaust á ról á sjötta timanum og er mættur undantekningarlitiö klukkán sex á sinni stassjón. Þó aðeins á virkum dogum, Guði sé lof! Helgi Sæmundsson — Hrafn Gunnlaugsson — Jónas Jónasson Páll Heiðar Jónsson — Pétur Gunnarsson — Steinunn Sigurðardóttir — Þráinn Bertelsson hringbordid í dag skrifar Páll Heiðar Jónsson AÐ VAKNA SNEMMA 11 11 En spurningunni er ekki eins auðvelt að svara og virst gæti svona I fljótu bragði. Aðferðin viðað vakna klukkan korter yfir fimm er nefhilega I engu frá- brugðin þeirri, sem flestir nota til þess að vakna klukkan hálf- átta, hálfniu, hálftiu eða hvenær sem það nú annars er, sem menn telja kominn fótaferðar- tima. Vekjaraklukkan gerir vart við sig og galdurinn felst eiginlega i þvi aö láta ráðlegg- ingu Oscars Wilde ekki ráöa -(eina leiðin til aö sigrast á freistingunni er að falla fyrir henni) -heldurdröslast framúr, finna baðherbergiö blindandi og skola framan úr sér svefninn, þangað tilaugunljúkastupp- og þá reynir fyrst á karlmennsk- una: Það er nefnilega ekki bein- Hnis ægifögur sjón sem horfir á mann I speglinum. Að þessum nokkuö svo erfiða áfanga loknum er eftirleikurinn harla auðveldur. Fötin hefur maður að sjálfsögðu tekið til handargagns kvöldiö áður og lagt þau snyrtilega á visan stað: þaöhélt maður að minnsta kosti en staöreyndin er því miöur oft önnur. Og síðan liggur leiðin einfáldlega út i morguninn og niðureftir. Nú skaltu ekki haida lesari fyrstu sólargeislanna sem skina á höfuöborgina okkarjgötur borgarinnar eru i þvi einkenni- lega millibilsástandi að nætur- hrafiiar eru annaðhvort komnir heim til sin eöa hafa afráðiö aö láta þar fyrirberast, þar sem þeir voru en morgunstörfin al- mennt ekki hafin nema þegar saltbílarnir voru á ferðinni að eyöa hálkunni. Þá er gaman að aka meöfram Tjörninni með kunnugleg húsin á vinstri hönd þ.e.a.s. við Vonarstrætið, og aldrei þessu vant engin bilaröð minn, að það sé ailtaf svona erfitt að vakna á morgnana. Sannleikurinn er sá, að fóta- feröartlminn er fyrst og fremst spurning um „hugarástand” eins og sá góði herramaöur, Jeeves hefði eflaust orðað það. Þurfi maöur að vakna á fyrr- greindum tima og vera kominn á tilsettan stað nokkru slöar, þá gerir maður það - basta! Þetta er hvorteðer nokkurn veginn sá hinn sami timi og allir flugfar- þegar sem eru á leið til útlanda rifa sig upp og koma sér suður á Loftleiðahótel og ekki heyrast þeir kvarta.'tíaldurinn er bara sá að vera útsofinn og þaö er enginn vandi. Að þessum hugleiðingum slepptum þá langaði þann er þetta ritar að fara fáeinum orð- um um kosti þess að vakna svona snemma og halda til starfa. Það skal að visu játaö að f svartasta skammdeginu er það ekki beint kræsileg tilhugs- un að halda út I norðanbáliö og gaddinn en það skiptir i sjálfu sér engu meginmáli hvort held- ur menn fara út I bálið klukku- stundinni fyrreða siðar. Og áð- ur en varir er byrjað að birta á morgnana og þegar 15. aprfl er að reyna að komast inn I Lækjargötuna. Það heyrir undir algjöra undantekningu ef nokk- urt ökutæki er þar á ferö,- meira að segja lögreglan virðist vera að spara bensinið þá stundina en höfðinglegir mávar spig- sporafram ogaftur fyrir fram- an Menntaskólann og eru svo sallarólegir, að við sjálft liggur, að maður stansi, stigi út úr biln- um og ávarpi þá með hæversk- um orðum I þá veru, að þetta eigi nú að heita aö vera blla- braut en ekki mávastigur. En áður en til þess kemur, þá vikja þeir yfir á hina akreinina og senda manni um leiö þesskonar augnatillit, sem mávar einir geta sent og út úr má sjálfsagt lesa sambland af vorkunnsemi og fyrirlitningu á vegfarend- um , sem eru svo vitlausir að vera á ferðinni á þessum tfma dags. Yfirleitt eru Bankastrætis- ijósin á rauðu þegar að þeim kemur og fyrir vikið gefst smástund til að viröa útsýnið fyrir sér og þegar maður er kominn á þann stað, þar sem Kalkofnsvegurinn endar og Skúlagatan byrjar, þá upplýkst skyndilega sjón, sem fáu eða kannski engu er lik og er svo stórkostleg að ljótu byggingarn- ar fyrir austan nr. 4 gleymast og hverfa - alveg eins og lýsingar- orðin, sem nú stóð til að setja niður á blaðið til þess bæði að impónera lesandann og reyna að koma þvf til skila, sem augun (og heilinn) drekka i sig oggera það þess virði að vakna snemma! kominn á almanakinu veröur eins konar umbreyting á morgnunum. Fyrrgreind umbreyting verð- ur. siðan æ f jölbreyttari, skemmtilegri og meira uppörv- andi; maður verður aðnjótandi Ódýrir amerískir hjóibarðar Sendum í póstkröfu um allt land E 78x15 KR. 19.500 BR 78x13 KR. 16.600 G 78x15 KR. 21.500 615x13 KR. 16.500 H78x15 KR. 23.600 700x13 KR. 15.600 L 78x15 KR. 27.600 BR 78x14 KR. 17.900 LRx15 KR. 31.500 GR 78x14 KR. 19.800 HR 70x15 KR. 29.200 H 78x14 KR. 22.300 JRx15 KR. 29.800 B78x14 KR. 16.900 GR 78 x 15 KR. 26.500 P205/70Rx14 KR. 22.800 HR78x15 KR. 27.400 P205/75Rx14 KR. 21.800 SAMYANG HJÓLBARÐAR KR. 22.950 KR. 23.650 KR. 17.750 KR. 35.800 KR. 36.600 • Só/aðir hjó/barðar ávallt fyrir/iggjandi • Einnig margar aðrar gerðir hjó/barða • Sannfærist með því að leita til okkar 615x13 KR. 13.750 135x14 560x13 KR. 14.350 E 78x14 590x13 KR. 15.450 560x15 A78x13 KR. 16.550 700x15 jeppa B 78x13 640x13 KR. 19.300 KR. 17.200 700x16 jeppa Gúmmívinnustofan Skipho/ti 35 Sími31055 Lítil og lipur Kovak rafritvél 'iUr 33 cm. vals. Fullkomin dálkastilling 5 síritandi lyklar. Þyngd: 8,5 kg. Taska fylgir. Kynnið yður verðið. SKRIFSTOFUVELAR H.F. %. + r4 ■ : x - ^ Hverfisgötu 33 Sími 20560 - Pósthólf 377 FULLUR SALUR AF BÍLUM Mikil hreyfing Mikil sala BÍLASALA-BÍLASKIPTI Gód þjónusta Opið virka daga kl. 9 - 19, laugardaga 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.