Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 11
—helgarposturinrL. Fostudagur 1. júnr 1979 r/ n > Sportmarkaöunnn AUGLÝSIR T*«notc ogí litaúrvali Hturinn Siöumúla15 simi 3 30 70 Niðsterkir æfingaskór nr. 36—45 R eiðhjólamarkaðurínn AUGLÝSIR Sportmarkaðurínn Grensásvegi 50 Ný og notuð i úrvali hjól Ath. tökum hjól i umboðssölu eftir Halldór Halldórsson að biða á meðan nefndarmenn ræddu málið á bak við luktar dyr. A meðan biöum Við Friðþjófur ljósmyndari spenntir eftir úrslit- um mála. Eftir nokkra stund kom Einar svo fram og sagði, að nefndin hefði sætzt á málamiðlun: Við mættum fylgjast með fundinum „að hluta”. Hvaða hluta fundar við áttum ekki að fá að hlýða á, vitum við ekki, þvi endirinn varð sá, að við sátum allan fundinn, Það kom greinilega fram, að aðalástæðan til þess, að okkur var hleypt inn á fundinn var sú, að i þetta sinn væri verið að fjalla um rútinumál. Var þar um að ræða m.a. almannatryggingar, mæðralaun, stöðu Atvinnuleysis- tryggingasjóðs og þær auknu byrðar, sem lagðar hafa verið á sjóðinn. Ræðugleöi vegna blaðamanna Töluverð umræða varð um fæð- ingarorlof og hvar fá ætti peninga til greiðslu þess. Jón Ingimars- son, formaður sjóðsins, deildar- stjóri i heilbrigðisráðuneytinu, gerði grein fyrir stöðu sjóðsins og kvað hann ekki þola nein áföll. Vandinn, sem blasti við nefndar- mönnum var sá hvar taka ætti fé vegna aukinna útgjalda. Þetta er að sjálfsögðu mikið mál, upp á hundruð milljóna. Þegar sýnt var, að ekki fengizt niðurstaða skaut Garðar Sigurðs- son þvi að, að „afköst” væru mikil i fæðingum og ef til vill væri réttast, að fæðingarorlofið yrði greitt með skemmtanaskatti! Enda þótt blaðamaður hefði ekki áður setið nefndarfund al- þingismanna, þá sýndist honum sem einn og einn nefndarmanna væru ræðugefnari en aðrir. Raun- ar gerði Bragi Niels^on, formað- ur samsvarandi nefndar i efri deild, gestur á fundinum, þá at- hugasemd, að honum þættu menn ræðuglaðari i þessari nefnd en sinni. Sá sem pilluna átti, Garðar Sig- urðsson, leit þá i átt til blaða- manns og ljósmyndara og sagði: „Já, ætli það sé ekki fyrir þá, blaðamennina”. Við hefðum hins vegar getað losað Garðar undan þvi fargi að halda ræðu okkar vegna, þvi er- indi okkar á fundinn var aðallega til þess að láta reyna á lýðræðis- regluna um opna fundi og sjá hvernig þessir fundir færu fram fremur en að heyra nákvæmlega hvað væri sagt. Hvað um það, þá var heimsókn þessi hin gagn'egasta og fróðleg- asta fyrir Helgarpóstinn. 1 einka- samtölum við nefndarmenn að loknum fundi kom fram, að þeir voru ekki sammála um hvort nærvera okkar hefði breytt and- rúmsloftinu á fundinum. Sumir sögðu þetta ekki hafa breytt neinu, aðrir töldu allan brag hafa verið pólitískari á flokksvisu og meira i likingu við almenna þing- fundi. En þingmenn voru léttir i skapi og „gáfu skit i” hitt og þetta. Stjórnarandstaðan „gaf hins veg- ar skit” i fundinn, þvi hana vant- aði með húð og hári. Hugmyndinni um upplýsinga- skyldu og opnun stjórnkerfisins er ætlað að veita valdhöfum og embættismönnum aðhald. Henni er ætlað að betrumbæta stjórn landsins auka traust almennings og stjórnvalda og siðast en ekki sizt að gera almenningi kleift að fylgjast með athöfnum stjórn- valda. Um leið og almenningur og blaðamenn geta fylgzt beint og milliliðalaust með starfi alþingis- og embættismanna, skapazt grundvöllur skynsamlegra skoð- anaskipta. Almenningur á að geta tekið af- stöðu til þess hvort ákvarðanir séu teknar af skynsemi, hvort rik ástæða liggi að baki ákvörðunum og hvort þær byggist á nægilega traustum upplýsingum. Ella er lýðræði harla litils virði. — HH. Helgarpósturinn leitaði álits nokkurra þingmanna á þvi hvort þeir teldu það mundu verða til bóta, að fundir þingnefnda yrðu opnir almenn- ingi og/eða blaðamönnum. Spurninguna lögðum við fyrir með það i huga að fá afdráttar- laus svör um „prinsippmál.” Þetta reyndist vera barnsleg einfeldni. Stjórnmálamönnum, fiestum, er margt tamara en að svaraskýrtog ákveðiðmeð já-i, nei-i eða veit ekki. Arni Gunnarsson kvaðst fylgjandi þeirri meginreglu að opna fundi þingnefnda ognefndi nokkurdæmi um fundi sem ættu að vera opnir almenningi. Þó kvaðst hann óttast aukna til- hneigingu þingmanna til ræðu- halda. Talhneigðin myndi aukast. Þá taldi hann mikil- vægt, að nefndir fengju vinnu- frið. Einnig gætu öryggisástæð- ur réttlætt lokun funda. Albert Guðmundsson svaraði stutt og laggott: „Alls ekki.” Ólafur Ragnar Grimsson sagðist i fyrsta lagi ekki gera greinarmun á almenningi og blaðamönnum. Suma fundi get- ur komið til greina að opna. Hins vegar væri ekki bjóðandi uppá sUkt i núverandi húsnæði. 1 grundvallaratriðum ætti meginstefnan að vera sú, að opna þingið meira og þær stofnanir, sem þvi tilheyra. Þó væri sjálfsagt að heimild væri til fyrir þvi aö loka fundum. Garðar Sigurðsson sagði það skoðun sfna, að opna ætti um- ræður, eins og mögulegt væri. En hætt væri við að mál- flutningur manna á nefndar- fundum yrði öðru visi en nú er og jafnframt, að hugsanlegt væri, að tvöfalt kerfi myndaðist. Stefán Valgeirsson sagði mjög ákveðið: „Nei”. Sighvatur Björgvinssonsagði, að opnum fundum fylgdu ýms- ir kostir, en jafnframt ókostir. Hætt væri við, að breytingar yrðuá starfsháttum Alþingis og óformlegir fundir yrðu haldnir i auknum mæli. Sighvatur kvaöst hafa kynnt sér þetta fyrirkomu- lag í Bandarikjunum, f fulltrúa- déild og öldungadeild, og þing- menn þar tjáð sér að á þessu opna fyrirkomulagi væru bæði dökkar og ljósar hliðar. Vegna reglunnar um opna fundi væri rik tilhneiging til að halda lok- aða fundi sér á parti. notuðu þingmenn sér opna þing- nefndarfundi sem „platform” til að vinna sér álit. Þetta ætti sérstaklega viöum „pópulista.” Breyting i þessa átt hefði griðarmikil áhrif á störf Alþing- is og þær breytingar, sem yröu myndu ekki allar verða til bóta. En sem dæmi um fundi, sem ætti að opna, nefndi Sighvatur þá fundi, þegar kvaddir eru til forstöðumenn opinberra stofnana. Guðmundur J. Guðmundsson (varamaður Svavars Gests- sonar, viðskiptaráðherra) kvað nei við spurningunni. Égsé ekki kostina, sagði hann, en bætti við, aö hann hefði enga af- gerandi prinsippafstöðu. Hins- vegar stakk hann upp á þvi, aö þingnefndir mættu til yfir- heyrslu hjá blaðamönnum áður en þær skiluðu störfum. Vilmundur Gyifason svaraði jafnákveðiö: „Já almennt.” Við spurðum Friðrik Sófusson aö siðustu um opna þingnefndar- fundi.„Ef þetta væri gert tel ég að veriðværi að gera nefndir þingsins aö þvi, sem deildirnar eru" Ef nefndirnar væru opnaðar væri i raun veriö að fjölga deildum þingsins. Annars taldi Friðrik þetta koma vel til álita.„Þetta er vel athugandi sem prinslppmái;* sagði hann -HH. JL, OG LEKAÞÉTIAR Reyniö þessar næst og finnið muninn. Fastumalltland. RAFBORG s.F. N

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.