Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 6
Föstudagur 1. júní 1979 Jielgarpásturinn 6 — nvenær fórstu svo aö starfa fyrir Útvarpiö? Þaö er nú svo einkennilegt, aö ég hef einhvern veginn aldrei getaö losnaö undan músikinni. Ég er nú búinn aö syngja i karlakór I tæpan áratug og þar hef ég kynnst mörgum öölingn- um. Þaö hefur llka veriö ágætt mótvægi viö dægurtónlistinni og foröaö mér frá þvi aö forfallast alveg I dægurflugum. Einnig vann ég hjá Æskulýösráöi i 4 ár og sneri þá plötum fyrir ung- linga i Tónabæ sáluga. Hjá Æskulýösráöi unnu lika Asta Ragnheiöur Jóhannesdóttir og Magnús Magnússonoghann var þá meö Mánudagspopphorniö i útvarpinu. Og ég tók viö þvi af honum. Nú, siöan fylgdi svo Sjónvarpiö i kjölfariö. Viðtal: Páll Pálsson Myndir: Friðþjófur Áhrifamáttur Sjónvarpsins — Er áhrifamáttur Sjón- varpsins mikill, aö þinum dómi? Já, frá þvi ég byrjaöi þar, hafá augumin fyrstopnast fyrir þvi, hve Sjónvarpiö er gi'furlega áhrifamikill miöill. Og verö aö segja þaö, aö ef ég heföi gert mér greinfyrir þvi i upphafi, þá heföi égliklega aldrei fariö út i aö vinna þar. Ég heföi hreinlega ekki þoraö. Og ég er hissa á þvi, aö þessi miöill er ekki notaöur meira til fræöslu, t.d. stuölaö aö bættri umferöarmenningu meö stuttum atriöum á milli þátta o.s.frv. Margir hafa haldiö þvi fram, aö Skonrok(k) sé fyrst og slöast auglýsing auövaldinu til handa. En þetta er efni sem sýnt er út um ailan heim og svo er leitast viö aö ota ekki aö einum flytj- anda fremur en öörum. Ýmsum tilfellum er þaö flytjendum ekk- ert til framdráttar aö sýna sig á skjánum — þvert á móti. Þetta er kátbroslegt, þvi i raun er allt sem kemur á skerminn auglýs- ing. Ég þekki engan sem getur skilgreint muninn á auglýsing- um og upplýsingum — t.d. hvaö meö þætti þar sem lesiö er upp úr nýjum bókum? Hvaö meö þætti, sem tengdir eru komu er- lendra listamanna hingaö til lands, o.s.frv. o.s.frv.? Hins vegar er hægt aö vera ósmekk- legur I framsetningu, en ég held aö allir sem vinna viö f jölmiöla velti þessu mikiö fyrir sér og foröist þaö. Þær eru ekki ófáar aöfinnslurnar sem maöur fær i þessu sambandi. Þaö eru alltaf einhverjir reikningsþaular og minni háttar spámenn úti i bæ, sem sjá óæskilega hluti I efnis- vali þátta. BH — En svo viö vikjum aöeins aö ööru, svona I lokin — þú ert eins og Helgi Pé BH, er þaö ekki? Jú, viö Helgi siglum þar á sama báti og höfum reyndar fundiö ágætt orö yfir þetta, þ.e.a.s. hústæknir, en ekki BH (bara húsmóöir). En ég gæti aldrei þrifist inn á heimilinu ef ég heföi ekkert aö starfa meö- fram. Maöur sér nú kynslóöina á undan sér — konur sem búnar eru aö vera innan fjögurra veggja kannski I 30-40 ár og svo eru fuglarnir (börnin) flognir burt einn góöan veöurdag og oft ekkert framundan. Ég get þvi vel skiliö þann straum kvenna útá hinnalmennavinnumarkaö sem veriö hefur aö undanförnu. Og störf hústæknisins hafa einn- ig opnaö augu min fyrir þvi, aö þaö er ekki bara fólgiö i þvi einu aö vera heima. Margir fullorön- ir, og lika jafningjarnir hringja i mannogsegja: „Blessaöur vin- ur, ég vona aö ég sé ekki aö tefja þig frá bleyjuþvottinum ha ha ha” — en slikt er aldrei sagt viö konur. Og svo er nú ein hliöin á þessu, og þaö eru börnin. Sá munaöur aö geta fylgst meö þeim vaxa úr grasi. Þannig aö maöur er aö þessu alveg eins fyrir sjálfansig, enekki baraaö gefa konunni tækifæri. Hústæknirinn er heima viö og gætir bús og barna. Vikingspeysurnar, nema bara þverröndóttar. Viö vorum I þeim eingöngu til aö byrja meö, enda langaöi okkur aö byrja meö stæl. Þetta var e.k. júni- form og þótti heilmikiö púöur — svona svipaö og travoltaæöiö i dag. ÞaÖ er þessi þörf unglings- ins fyrir eitthvaö sem ekki er beint sótt til foreldranna og heimahaganna. Sunnudagsflugtúr En viö höföum þaö aö Jeiöar- ljósi strax frá upphafi, aö gera þetta ekki aö aöalstarfi. Þannig aö þetta var aöeins sumarvinna og ég hef aldrei veriö eins rlkur á ævinni en þessi sunur. Og ég naut þess. Sem dæmi um þaö munaöarlif sem viö liföum á þessum timum, get ég nefnt aö einn sunnudaginn tókum viö okkur á leigu flugvél hér I Reykjavlk og flugum til Akur- eyrar til aö drekka kaffi og horfa á fótboltaleik. Siöan var haldiö til Vestmannaeyja til aö snæöa kvöldverö. Loks var svo aftur lent i bænum um kvöld- iö. Og þetta kostaöi ellefu- hundruö kail pr. haus, sem var offjár þá. Tempó end- aöi feril sinn meö þvl aö okk- ur var boöiö til Sviþjóöar. Þaö haföi þá komiö um okkur einhver lofgrein I sænsku blaöi. Þá stóöum viö frammi fyrir þvi, aö annaö hvort myndum viö hella okkur út I þetta eöa hætta. Viöhættum.ogégheldaö þaö sé viturlegasta ákvöröun mín um dagana og veröur mér æ dýr- mætari meö árunum. En þegar litiöertil baka er hægt aö velt- ast um af hlátri yfir allri vit- leysunni, en maöur geröi þetta af mikilli sannfæringu og var I þaö minnsta hamingjusamur og leiö vel. Er þaö ekki fyrir öllu! óskahljómsveitin — Hvernig er þaö, — varstu ekki einu sinni valinn I hina eftirsóknarveröu óskahljóm- sveit? Jú, það var óskahljómsveitin 1967 og var valin Ieinhverri vin- sældarkosningusemmig minnir aö Andrés Indriöasonhafi staöiö fyrir, en hann var mjög aktívur i bransanum á þessum árum. 1 óskahljómsveitinni voru, auk mln, hljómarnir Gunni Þóröar, Rúni Júl og Pétur östlund og saxófónleikarar Dúmbó.Viö komum saman til aö leika eitt lag i útvarpinu. Landafræði — Þú hættir sem sagt i Tempó og ferö til náms? Já, ég fór I Menntaskólann I Reykjavik og i framhaldi af þvi i Háskóla Islands, þar sem ég lagöi stund á landafræöi. Siöan geröist ég starfsmaöur viö Þróunarstofnun Reykjavikur og vann aö aöalskipulagi hennar. Og venjulegur vinnutimi frá 9-5 viö fag mitt, veröur mitt lifs- viöurværi I framtiöinni og ég er ekkert aö flýta mér aö veröa fullorðinn. Ég ætla mér aö kynnast sem flestum störfum, áöur en ég vel mér endanlegan farveg. Þorgeir Ástvaldsson er sennilega vinsælasti út- varps- og sjónvarpsmaður landsins af yngri kynslóð- inni í dag. Þættir hans, Skonrok(k) og Mánudagspopp- horn njóta a.m.k. mikilla vinsælda, auglýsendur slást um að fá hann til að segja frá varningi sínum og ef haldnar eru tískusýningar eða hljómleikar fyrir ungt fólk, er Þorgeir yfirfeitt fenginn sem kynnir. Hitt vita kannski fáir ungir aðdáendur Þorgeirs aö hann var i einni vinsælustu hljómsveit bítlatímabils- ins, Tempó, og þegar Helgarpósturinn hitti hann á dögunum, með eftirfarandi viðtal fyrir augum, báð- um við hann fyrst um að segja okkur eitthvað um þá tíma. Hrein slysni Þorgeir: Ég hef veriö viöloö- andi tónlistina frá 12 ára aldri og þaö má segja aö hún hafi ver- iö mitt aöaláhugamál, og oft á stundum aöalvinna, frá því 1963. Viö byrjuöum meö Tempó sem strákari'skóla. Þá var bitlaæðiö aö koma og þvi fylgdi ýmisleg tiskufyrirbrigöi, bltlastígvél, leöurvesti og-jakkar. Og þaö var hrein slysni aö Tempó varö meira en bara skólahljómsveit. Sá sem slysinu olli var Haukur Morthens, sem hringdi einn daginn i okkur og baö okkur um aö spila á hljómleikum meö bitlahljómsveitinni Swinging Blue Jeans i Austurbæjarbiói. Seinna spiluöum viö svo meö Kinks. Þaö var áriö 1966. en þá var Tempó á hápunkti ferils sins. — Geturöu sagt okkur eitt- hvaöum þær frægu Tempópeys- ur? Já, þær voru alveg eins og .. VONA AD ÉG SÉ EKKIAD TEFJA MG FRÁ BLEYJUÞVOTTINUM HAHAHA”

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.