Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 1. júní 1979 -JhelgarpósturinrL- Alikálfasneiðar Diana Núna sækjum viö helgar- réttinn i kokkabók Skúla Hansen, matreiösiumeistara Hótels Holts. eins annálaöasta matsölustaöar landsins, og upp- skriftin er óneitanlega álitleg. Magn af kjöti' fyrir 5 manns, 1 kg- Kálfalæri er úrbeinaö og skoriö i hæfilegar sneiöar. Sneiöunum er veit upp úr hveití, kryddaöar meö salt og pipar, sage, selleri- salti, steiktar á pönnu. Þegar sneiöarnareru fallega brúnaöar eru 100 g ferskir sveppir kraum- aöir meö á pönnunni. Siöan er 1 dl af rjóma hellt yfir kjötiö ásamt 1 matsk. af Worchester- sósu. 1 matsk. Brandy l tesk. Madeira 5 stk. salatblöö skorin smátt niöur, og sett á pönnuna og látiö sjóöa i 4 min. Aö siöustu er smjörklipa sett út i til aö þykkja soöiö. Boriö fram meö blómkáli og ofnbökuöum kartöflum meö osti, sem er lagaö þannig: Eldfast iiát er smurt meö smjöri, kartöflurnar skornar i þunnar sneiöar og taöaö i flátið. 2 tsk laukur er skorinn fint niöur og stráö yfir kartöflurnar og siðan, kartöflur og lauk (3-4 lög) til skiptis kryddað meö salt og pipar og 1/2 dl af rjóma hellt yfir. Bakaö i 250 gr C heitum ofni i 20 min. Biðan er rifnum osti stráö yfir og haft i ofninum i 5 min. i viöbót og hitinn hækkaður i 300 gr. C. MEYLAND UM LANDIÐ • Hljómsveitin Meyland hefur undanfarinn mánuð verið á ferð um landið og haldið skemmtanir. Með i ferð- inni eru þau Guðmundur Guðmundsson eftir- herma og búktalari og dansmærin Dolly. Að deginum halda þau skemmtanir fyrir yngri kyn- slóöina, þar sem þau Guömund- ur og Dolly koma fram sem trúðar og eru með ærsl. Þau fá krakkana til að taka þátt i leikj- um meö sér og efna til keppni, svo sem kappáts og kapp- drykkju.Krakkarnir hafa yfir- leitt haft mjög gaman að þessu. A kvöldin er svo dansleikur þar sem hljómsveitin leikur. Þar skemmtir Guömundur meö eftirhermum og búktali. Hann hefur m.a. fengiö einhvern áhorfanda i liö meö sér og talað i gegnum hann. Þá hermir hann eftir ýmsum þekktum mönnum úr þjóðlifinu. Dolly sýnir dans og hefur hún vakið mikla lukku þar sem þau hafa skemmt. Meyland, ásamt Dolly og Guðmundi, munu á næstu helgum skemmta vitt og breytt um landið. Þar má nefna Loga- land, Festi i Grindavik, Höfn i Hornafiröi og fleiri staöi. —GB Dolly, Guömundur og Meyland aö leggja land undir fót. i góöum félagsskap og albúin undir Hótel Borg í fararbroddi Opið í kvöld frá kl. 9 -1 Laugardag — 7-11.30 Sunnudag matur framreiddur allan daginn Annar í hvítasunnu dansað til kl. 1 Diskótekið Dísa sér um tónlistina. Aldurs- takmark 20 ár. Snyrtilegur klæðnaður. Mun- ið hlaðborðið i hádeginu alla daga vikunnar. Heitir og Ijúffengir réttir á kvöldin. Besta dansstemmingin í borginni er á BORGINNI Borðið - Búið - Dansið á Hótel Borg - Forráöamenn Smiöjukaffis. Matur fyrir næturhrafna * Viltu fá þér aö boröa um miöja nótt i Reykjavik? Veröéra- góöu. Þaö er um þrjá staöi aö veija, eftir bestu heimildum. Sá elsti og þekktasti er gatiö á umferöarmiðstööinni, þar sem hægt er aö fá samiokur, appelsin og fleira sjoppukyns. Svo er þaö Næturgrillið, sem auglýst hefur mikið uppá slð- kastiö. Þangað er hægt aö hringja á nóttunni, og fá sendan heim kaldan og heitan mat, — hamborgara og allan þennan al- gengasta grillmat”. Maturinn sjálfur er ekkert dýrari að heitiö getur en á venjulegum matsölu- stööum, en heimsendingin kostar slatta. Þaö er einkum partifólk sem notfærir sér þá þjónustu um helgar eftir dansleiki. Eini staöurinn sem býöur viö- skiptavinum sinum uppa borö og stóla og húsnæöi, er Smiöjukaffi, á Smiðjuvegi 14 i Kópavogi. Þar er opiö frá miönætti til klukkan fjögur á virkum dögum, en til fimm aö morgni um helgar. Auk þess er opiö á daginn. Svona gera Sjáöu nú ekki þýskir til... landsliös- menn, drengur minn... • Irski dómarinn sem dæmdi landsleikinn viö Vestur-Þýska- land vakti nokkra athygli. Og ekki bara fyrir góöa dómgæslu. A Aö sögn Hreiðars Svavars- sonar, sem rekur staöinn meö fjölskyldu sinni er traffikin bæri- leg. Stærri hluti viöskiptavin- anna er fólk aö koma af dans- leikjum, enda er langmest aö gera um helgar. Smiöjukaffi sendir lika mat heim ef óskaö er, en þá meö leigubilum sem kosta talsvert eins og allir vita. Þar eru á boðstólum samlokur steikur , fiskréttir og hvaöeina og auk þess bió i Videotækjum. Bæöi sýnir Hreiðar kvikmyndir I fullri lengd en oftast þó tónlistarþætti. —GA Þú ý t i r aöeins viö boltanum meö hægri... ...og spyrnir svo þéttigs- fast meö vinstri.... myndaseriunni hérna sýnir hann t.d. aö einhverntima hefur hann sjálfur veriö liötækur knatt- spyrnumaður. Prófönnum námsfólks víðast hvar lokið: Um 25% þjóðarinnar á skólabekk s.l. vetur • Um þaö bil 27% þjóöarinnar situr á skóiabekk og hefur þar af leiöandi setiö meö sveittan skall- ann undanfarnar vikur og þreytt miserfiö próf I hinum ýmsu skól- um. Vordagar eru mönnum mis- þungir i skauti. Hjá langflestum eru þeir tákn bjartari og betri tiö- ar og lundarfarið tekur þá venju- legast stórt stökk upp á við. En svoleiðis léttleika getur náms- fólkið ekki leyft sér. Mai er i þess hugum mánuður svita og erfiöis yfir námsbókum. Þá er komið aö skuldaskilum — genginn skóla- vetur geröur upp. Um þessar mundir er prófum viöast hvar lokiö og léttari dagar framundan hjá námsfólkinu en andvökunætur aö baki. I þessu tilefni haföi Helgarpóst- urinn samband viö Hjalta Krist- geirsson hjá Hagstofu Islands og fékk upplýsingar um þaö hve margir Islendingar stunda nú nám af einhverju tagi. Hjalti sagði glænýjar upplýsingar ekki fyrir hendi, siöustu tölur vera frá skólaárinu 1976-’77. Hins vegar heföi ekki mikil fjölgun oröiö á þessum tveimur árum svo tölur i dag væru mjög svipaöar þvi sem geröist ’76-’77. Tölurnar frá þessum árum eru svohljóöandi: Forskólar: 3656 einstaklingar. Grunnskólar: (frá 1. til 6. bekkjar) 25.924 einst. GrunnskóUr: (frá 7. til 9. bekkj- ar) 13.265 einstaklingar. Framhaldsskólar: 7.499 einstak- lingar. Iönnemar á samningi: 3.179 ein- staklingar. Háskólastig á tslandi. 3.179 ein- staklingar. Námsmenn erlendis samkvæmt gögnum Lánasjóös islenskra námsmanna: 1.277. Samanlagt eru I þessum skól- um 57.342, en Hjalti sagöi, aö utan viö þessa samantekt væru nokkur námsstig. Til dæmis skólar eins og lögregluskólinn, tollskólinn, ýmis kvöldnámskeið, myndlist- arnámskeiö, tónlistarnámskeiö, námsflokkar og fleira. Taldi Hjalti Kristgeirsson ekki fjarri þvi aö um 60 þúsund íslend- ingar heföu stundaö eitt eöa ann- aö nám i skólum siöastliöinn vet- .ur. Er þaö rúmlega 1/4 hluti þjóö- arinnar, en heildarmannfjöldi á tslandi viö siöustu samantekt Hagstofunnar var 223.917. —GAS HP-mynd: Friðþjófur

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.