Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 20
20 Föstudagur 1. júní 1979 hQlEjdrpOSturinri— ÞINGFRÉTTIR OG Akaflega litlar upplýsingar eru fyrir hendium þaö hérlendis hverskyns fréttir menn helst kjósa aö lesa eöa hlýöa á.Fyrir allnokkrum árum las ég um könnun, sem leiddi i liós, aö þáttur iþróttaefnis i fjölmiölum var stórlega ófmetinn. Miöaö viö heildarneytendafjölda, þá vorU þaö tiltölulega fáir, sem skipuöu iþróttaefni i fyrsta val- flokk. Enginn þarf hinsvegar, aö efast um aö iþróttaunnendur eru i senn tryggur n,eytendahóp- ur og harösnúinn þrýstihópur, og eftirtektarvert er aö i dag- blööunum héfur blaösiöum meö iþróttaefni fariö fjölgandi und- anfarin ár, ekki öllum til jafn- mikillar ánægju. A árinu 1978 lét Rikisútvarpiö framkvæma hlustendakönnun. A haini voru ýmsir annmarkar. Úrtakiö var of litiö, og formiö of flókiö. Þótt könnunin sé ekki fyllilega marktæk, er hún án alls efa leiöbeinandi. Þar kemur þaöfram, aö iþróttaþáttur miö- vikudaginn 22. nóvember haföi 8% hlustun. Þátturinn var flutt- ur klukkan 21.50. A undan var þátturinn svört tónlist. Þar var hlustunin 1,8%. A eftir iþróttun- um varþátturum flugmál „Loft og iáö”. Þar náöi hlustunin aö- eins 2,8%. Þetta kvöld er aö vísu sanngjarnt aö geta þess aö út- varpsefniö var I samkeppni viö brezkan sjónvarpsmyndaflokk „Eins og maöurinn sáir” (The Mayor of Casterbridge) og end- ursýningu á Vesturförunum eft- ir Moberg, þannig aö frammi- staöa iþróttannaerkannski ekki svo slök. En þaö var i rauninni annaö, sem ætlunin var aö gera hér aö nokkru umtalsefni, en þaö eru þingfréttir einkum i hljóövarpi og sjónvarpi. Margir hafa oröiö til aö full- yröa imlneyru, aö fólk heföi lit- inn áhuga á pólitiskum fréttum, þessu „pólitiska stagli” eins og stundum er kallaö. Ég hef veriö annarar skoöunar, en þaö er nú kannski ekki marktækt. En lit- um aö nýju á hlustendakönnun- ina. Hún nær til vikunnar frá 19. til 25. nóvember. A 'morgnana er lesiö úr forystugreinum blaö- anna. Sá dagskrárliöur hefur mikla hlustum, eöa frá 17 til um þaö bil 339é- Meö öörum oröum: Suma daga var allt aö þriöjung- ur þeirra sem spuröir voru aö hlusta á leiöaralesturinn. Og aö þvi er varöar hvort hlustaö hafi veriö meö eftirtekt. Þá kemur leiöaraiesturinn næst á eftir fréttum og þættinum „Beinni línu”. Siöar á morgninum eru þingfréttir, sem nánast hafa ekki veriö annaö til þessa en þurrar frásagnir af afgreiöslu og framlagningu mála. Þing- fréttirnar hafa þetta 17 til 22% hlustun. Þaö er heldur ekkert til aö fyrirlita. Af öllum dagskrár- liöum hafa fréttir mesta hlustun og á þessum tima árs eru póli- tiskar fréttir, — fréttir af störf- um alþingis þar auövitaö meö. Þaö er ekki hlutlaus umsögn, þegar þingmaöur telur þing- fréttir vanmetnar. SU er min skoöun engu aö siöur. Dagblööin hafa flest þing- fréttaritara er hlýöa á umræöur á degi hverjum. Sú var tiöin, aö þaö var þeirra hlutverk aö fegra málstaö sinna manna, en af- flytja og rangtúlka orö póli- tlskra andstæöinga. Þetta gerír Þjóöviljinn enn. Þingfréttir þar eru 30 ar á eftir tlmanum, enda FLEIRA yfirlýst stefna þar á bæ, aö ekki beri endilega aö flytja réttar fréttir, heldur hlutdrægar og viihallar umsagnir sem koma flokknum og stefnunni vel. Sú var tföin aö Morgunblaöiö geröi þetta llka. En þvi breytti Bjarni Benediktsson i ritstjóratiö sinni. Nú er svo komiö og þaö er sjálf- sagt aö viöurkenna, aö Morgun- blaöiö flytur langbeztar og itar- legastarfréttiraf þvi sem gerist á Alþingi, og er þá Utvarp og sjónvarp ekki undanskiliö. Auö- vitaö mótast þingfréttir Morg- unblaösins af sjónarmiöum Sjálfstæöisflokksins óbeint, en frásagnir af umræöum eru yfir- leitt heiöarlegar og án útur- snúninga. Rikisútvarpiö hefur undan- farin ár haft einn fréttamann á þingpöllum er skrifar fréttir fyrir útvarpiö. Fréttastofa sjón- varps fær afrit af þessum frétt- um og styttir mjög I flutningi. Þannig ef eitthvaö afbakast I út- varpi veröur þaö enn vitlausara aö öliu jöfnuisjónvarpi. Raunar er þaö svo og ber hiklaust aö viöurkenna, aö engum einum manni er ætlandi aö fylgjast i senn meö umræöum I báöum deildum þings og skrifa um þaö fréttir fyrir þessa tvo voldugu miöla. Slikt er engum frétta- manni bjóöandi. Mikil óánægja hefur veriö i þingsölum i vetur meö þaö hvernig útvarpogsjónvarphafa sinnt þvi hlutverki slnuaö segja þjóöinni þingfréttir. Sú óánægja er ekki ný, þótt I vetur hafi keyrt um þverbak. 11 jósi si- felidra kvartana frá þingmönn- um (minnst þó frá Alþýöu- bandalagi, enda hefur þaö yfir- leitt ekki þurft aö kvarta yfir slnum hlutl þingfréttunum) var ákveöiö á fundi útvarpsráö i marzlok aö skipa fjögurra manna nefnd til aö gera tillögur um þaö hvernig þessum máium skuli i framtiöinni fyrirkomiö I útvarpi og sjónvarpi. Þaö er raunar ekki alveg rétt aö ekki i hafi borist kvartanir frá Al- þýöubandalagi, en þegar þaöan barst kvörtun var hinsvegar burgöiö viö. Svövu Jakobsdóttur formanni menntamálanefndar neöri deildar haföi ekki fundist nógsamlega sagt frá frumvarpi til laga um framhaldsskóla, sem litiö var rætt á þinginu, en þeim munmeira Inefndhennar og sameiginlega hjá nefiidum beggja deilda. Þá var brugöiö viö bæöi hart og skjótt, og svo sem fjóröungurfréttatlma lagö- ur undir frumvarpiö. Eftirleik- urinn var svo svofelld bókun á 2401. fundi útvarpsráös á miö- vikudaginn var, undir liönum framkvæmd dagskrár: „For- maöur sagöi aö sér heföu borist haröoröar kvartanir vegna þingfrétta um meöferö frum- varps um framhaldsskóla. Eftir aö kvörtunin barst hafi þing- fréttamaöur þó tekiö kipp og rakiö gang málsins á þingi.Und- irtektir viö kvörtunina voru dræmar.” Svona gengur þetta stundum fyrir sig. Ekki skulu hér aö sinni fram settar tillögur um breytt fyrir- komulag þessara mála i sjón- varpi og útvarpi, en þar veröa örugglega á breytingar næsta vetur. AB gefur út Singer Oft er það svo með góða erlenda rithöfunda að þeir þurfa að fá einhver fræg verðlaun til að vekja athygli okkar á Islandi og dugir þó ekki alltaf til. Nóbelsverölaun veröa einatt til þess aö islenskar bókaútgáf- ur taka viö sér og sú hefur oröiö raunin með verölaunahafann á þessu ári Isaac Bashevis Singer. Til þessa hefur ekkert verka hans veriö þýtt á islensku nema nokkrar smásögur. Almenna bókafélagiö hyggst nú bæta úr þvi og von er á einni skáldsagna Singers i islenskri þýöingu á þessu ári hjá bóka- klúbbi félagsins. SÚRT OG SÆTT Beethoven samdi ekki nema eina óperu. En hún er heldur ekki til að spauga meö, þvi hún fékk tvö nöfn, þrjár geröir og fjdra forleiki. Þótt Beethoven væri öörum mikilfenglegri viöaö semja fyr- ir hljóðfæri, átti hann alltaf í nokkrum öröugleikum meö aö skrifa fyrir söng. Honum var ekki alltof ljóst, hvaö mætti bjóöa mannsröddinni. Þaö vita menn, þótt þeir hafi ekki gert meira en syngja sem lítið peö i Missa Solemnis eöa Nlundu. Þetta gat raunar lika átt viö um hljóöfæri. 1 einum af slöustu strengjakvartettunum þótti fiöl- ara nokkrum ógerningur aö flétta putta vinstri handar svo sem nóturnar kröföust. Hann baö því vin beggjaaö færa þaö i tal viö meistarann, hvort ekki mætti breyta fingrasetningunni örlltiö á stöku staö. Þá hreytti Beethoven útúr sér: „Heldur hann, að ég sé aö hugsa um þessa vesölu fiðlu hans, þegar Andinn talar til mín?” Beethoven byrjaöi á Leonóru áriö 1803 og iöraöist þess strax, endalenti allt 1 kæfu. Einn dúett þurfti hann aö umskrifa 18 sinn- um, eina ariu 16 sinnum og einn terzett 12 sinnum. Þaö bjargaöi máiinu.aöum þettaleyti kynnt- ist hann ungri fallegri greifa- ekkju, Jósefinu Brunswick von Deym, sem haföi gaman af óperum, einkum ófullgeröum. Beethoven heimsótti hana ann- an hvorn dag og spilaöi ariú- uppköstin fyrir hana. Siöan fóru þau upp á loft aö ræöa málin. Þetta flýtti reyndar ekki fyrir verkinu, en geröi þaöbærilegra. Þaö eru vlst nefnilega engar kjaftasögur, aö Beethoven var i slfelldu kvennastússi, þegar hann mátti vera aö, enda giftist hann aldrei. Helst sóttist hann eftir prinsessum og greifynjum (líkt og Staðarhóls Páll), en væruþær ekki tiltækar, lét hann sér nægja veitingakonur eða söngkonur, einkum þó efnaöa nemendur sina. Eitt sinn kom maöur aö nafni Ries I einka- tima, en þá lá Beethoven uppi 1 sófa meö fallegri stúlku, sem haföi átt næsta tima á undan. Ries ætlaöi aö hypja sig öfugur út, en meistarinn skipaöi honum aö setjast viö pianóiö. „Spilaöu nú eitthvaö hugljúft”, sagöi hann svo.Og nokkru seinna kom næsta skipun: „Spilaöu nú eitt- hvaö ástriöufullt.” Ries þótti verst aö þurfa aö snúa baki I sófann. Loks tókst aö ljúka viö óper- una, en þá var forleikurinn eftir. Hann skrifaöi þá Leonóru nr. 1, en vinir hans sannfæröu hann um, aö sá forleikur væri ótækur. Þá skrifaöi hann Leonóru nr. 2, og meö honum var óperan frumflutt undir nafninu Fidelio aö kr<Xu óperustjórnans 5. nóv- ember 1805. Henni var tekið meö nóvemberiskulda. Nú settust vinir Beethovens aö meistaranum og fengu hann urrandi og kurrandi tii aö breyta óperunni og létta hana ekki svo litið. Þessi breytta gerð var svo flutt 29. mars 1806 og hlaut aö visu skárri viötökur en sú fýrri, en samt fleygöi Beet- hoven öllu draslinu uppá hiilu. þar sem þaö lá i' 8 ár. En honum haföi þótt ófært aö nota gamla forleikinn. viö nýju geröina og skrifaöi þvi Leonóru nr. 3, sem Sinfónluhljómsveitin flutti á uppstigningardag mjög svo frambærilega undlr. stjórn John Steer. 1 þessum forleik er m.a. hinn frægi lúöurhljómur bakviö t jöldin, sem Leopold Sto- kovski lenti eitt sinn i vandræö- um meö ásamt Filadelfiuhljóm- sveitinni. Þessir lúöurhljómar komu sumsé aldrei, og aö for- leiknum loknum ruddist Stok- ovski aftur fyrir tjöldin til að jafna um lúöurþeytarann fyrir vanræksluna. En þar hélt hon- um þá filefldur húsvöröur I járngreipum og endurtók áminnandi: „Ég hef margsagt þér, aö þú mátt ekki blása i þetta horn, meðan hljómleikar standa yfir.” En Gunnar Þjóö- ólfsson og Friöfinnur létu þess- háttar alveg vera. Þriðja gerö óperunnar var svo flutt áriö 1814, og þá skrifaöi Beethoven 4. forleikinn, sem nú fékk lika aö heita Fidelio. 1 þetta sinn fékk hún dynjandi viötökur sem og æ slðan. Leo- nóra nr. 3 hefur stundum slöan veriö leikin sem Intermezzo á undan siöasta atriöi óperunnar, en oftast sem sjálfstætt verk i hljómleikasal. : : f» \, ; ■ Málverk eftir Ferdinand Schimon. Beethoven mátti ekki vera aö þvi aö sitja fyrir, og aöeins nútima þingijósmyndar- ar heföu Hklega náö þessum svip. Pianókonsert og sinfó- nia Þaö gekk svona upp og niöur fyrir Beethoven aö leika sin eie- in verk eöa stjórna þeim. Hann var einn af þessum kroppatemj- arastjórnendum: beygöi sig saman I hnút þvi veikar sem leika átti, svo aö stundum hvarf hann næstum bakviö nótna- standinn. Siöan stökk hann eins- og óöur maöur I loft upp, þegar spila átti af fuilum krafti, baö- aöi út örmum, gretti sig hroöa- lega og öskraöi. Oft varö hann svo æstur, aö hann gaf vitlausar innkomur eöa stýröi alltof hratt, þvi einsog áöur sagöi i sam- bandi viö dansmenntina, haföi hann ekki sama takt i anda og holdi. Þegar þetta bar viö, lædd- ist konsertmeistarinn stundum bakviö pallinn og stjórnaöi þaö- an meö boganum. Björn ólafsson geröi þetta vist amk. einu sinni llka, þegar háaldraöur heiöursmaöur var i viröingarskyni látinn stjórna okkar hljómsveit, m.a. I verki meö heldur nýstáriegum takti. Skæöar tungur segja, aö Guöný ættistundum aö lakauppáþpssu. Eitt sinn lék Beethoven sjálf- ur einn planókonsert sinn meö hljómsveit i Theater an der Wien, en gleymdi, aö hann var bara einleikari. Fyrsta skipti sem hljómsveitin beljaöi ein, stökk hann upp frá pianóinu og byrjaöi aö stjórna á sinn hátt. En I fyrirganginum velti hann um tveim stórum kertastjökum á flyglinum. Ahofendur skrlktu af kátinu, en Beethoven vafö svo fúll, aö hann lét hljómsveit- ina byrja aftur frá upphafi. Núvildi nótnaflettirinn, Ignaz von Seyfried, vera forsjáll og fékktvo kórdrengi tilaöhaldaá stjökunum. Alltgekk vel, þar til kom aö hinum örlagarika staö. Beethoven spratt aftur upp meö handleggina út i loftiö. Annar veslings kórdrengurinn, sem af forvitni og músikáhuga haföi reynt aö kikja á nóturnar hjá meistaranum, fékk viö þetta svo vel útilátiö kjaftshögg, aö hann steyptist i gólfiö. Ahorfendur öskruöu af hlátri, en Beethoven vatð svo reiður, aö 6 strengir brustu I flyglinum, þegar hann hellti sér yfir hann f næstu píanósóló. — Af einhverjum ástæðum reyndi Beethoven aldrei oftar aö leika meö hljóm- sveit opinberlega. Ekkert svona lagaö gerist nú um stundir. En þaö var samt ósvikin ánægja aö hlusta á Leo- nldas Lipovetski leika píanó- konsert nr. 1 (sem reyndar er siöar saminn en „nr. 2”). Hann virtist eiga létt meö þaö, sem er jú oftast til marks um góöan skilning og mikla þjálfun. Og hljómsveitin féll einsog fllsar viö rass. 4. sinfónlan hefur löngum staöiö I skugga sinna voldugu nágranna, Hetjusinfóniunnar og örlagasinfóniunnar. Þaö er heldur ósanngjarnt. Af hverju má Beethoven ekki lika sýna, aö hann getur veriö litillátur, ljúf- ur og kátur, en ekki endilega þessi hrikalegi og ægifagri?

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.