Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 18
18 Föstudagur 1. júní 1979 *.f~)&ld3f~pCbSfLJr"Ínn_ FRA EDDU-REGLU TIL ABBA-SÖNGS Lars Lönnroth: Den dubbla scenen. Muntlig diktning frán Eddan till ABBA. Prisma, Sth. 1978. Þótt allstór hópur islenskra fræöimanna hafi á siöustu árum getaö einbeitt sér aö athugun á fornum fræöum okkar, hafa nýlundur I rannsóknum ekki veriö miklar hér heima. Islenskir menn hafa gerst all- traustir sporgöngumenn þeirra frumkvööla sem fluttu rann- sóknir fræöanna hingaö út á fyrri hluta aldarinnar. Rannsóknaraöferöirþeirra hafa veriö heföbundnar, þó svo ýmis- legt hafi komiö nýtt fram i niöurstööum. Nýlundur I viöhorfum og rannsóknaraö- feröum höfumviöoröiöaö sækja yfir höfin til Guös eigin lands i vestri eöa þeirrar voöalegu Skandinaviu í suöaustri. Á þess- um vigstöövum hafa menn reynst hafa opnari augu og eyru en hér heima, jafnvel getaö hlustaö eftir þvi sem var aö gerast i öörum og fljótt á litiö óskyldum fræöigreinum. Hér veröa ekki þulin nöfn, en einn þeirra sem mest hafa lagt til aö hrista upp i stöönuöum rannsóknum er Sviinn Lars Lönnroth. Hann hóf feril sinn — eöa varö fyrst kunnur — er hann birti doktorsritgerö þar sem mjög var veist aö kenningum islenskra bókfestumanna um ritun Islendingasagna og barðar bumbur fyrir trú á „lærdóms- menn” og hlut þeirra i bókmenntaarfleiföinni. Fáir uröu aö visu til aö sannfærast, en margt nytsamlegt kom upp i umræöunni sem af þessu spannst. Sföan lá leiö Lönnroths til Bandarikjanna, og þar samdi hann mikla ritgerö um Njálu (Njáls Saga. A Critical Introdu- citon, Berkeley, California, 1976). Þar var gerö tilraun til aö greina söguna á grundvelli þess konar formgeröarstefnu (strúktóralisma) sem nú um tiöir er ofarlega á baugi I bókmenntafræöum viöa um heim. Aö vissu leyti visar bók- in um Njáls sögu leiölna til einskonar nýrrar sagnfestu- kenningar, en þó hafnar Lönnroth ekki hugmyndum um „höfund” sögunnar, dregur fremur i efa aö hann hafi verið eins sambærilegur viö nútima- höfunda og stundum hefur veriö haldið fram. Og nú liggur hér á boröi minu nýjasta stórvirki Lars Lönnroths, sem orðinn er prófessor viö Háskólamiö- stööina I Álaborg. Bókin heitir Den dubbla scenen. Muntlig diktning frán Eddan till ÁBBÁ. Titillinn er ögrandi: Hvernig dettur manninum I hug aö fara meö slikt guðlast aö saman komi I bókarheiti sjálf Sæmundar-Edda og lágkúra skemmtiiðjunnar, verölauna- hljómsveitin ABBA? — Þetta skýrist að sumu af aöaltitli. Sú tvöfalda sena sem þar um ræöir lýtur aö vixlverkan milli áheyrenda og flytjanda munnlegra fræöa. Meö vixl- verkan er reyndar um leiö gefiö i skyn aö texti sem fluttur er af munni fram breyti lit og lögun eftir aöstæöum, fái form að ákveönu marki af þvl umhverfi sem hann er fluttur I. Þetta leiðir svo sjálfkrafa til þeirrar hugmyndar aö eitthvaö sem kalla mætti „hugmyndafræöi umhverfisins” ráöi allmiklu um boöskap og formgerð textanna. Þessar kenningar styðjast viö býsna fjarskyldar rannsóknir, annars vegar i þjóðfræði, hins- vegar i fjölmiðlun og félags- fræöi. Nefna má fræg rit eins og Singerof Taieseftir Albert Lord og útlistanir Jurgen Habermas á borgarlegum sjálfskilningi (frægast rita hans heitir i norskri þýðingu: Borgerlig offentlighed — dens framvekst og forfall). En viö eldri rannsóknir bætir Lönnroth eins og vera ber eigin kenningum, sem einkum viröast reistar á marxiskri og strúktúraliskri bókmenntafræöi. Den dubbla scenen er mikið rit, alls 432 siður, og til marks Þessar tvær myndir af Stikkan Anderson, heilanum bakviö ABBA, birtir Lönnroth i bók sinni meö svofelldum mynda- texta: Frá skólakennara til skálkasmiös: Myndbreytingar Stikkan Andersons. (Frán folk- skollárare till demonpro- motor...) um vlöfeðmiskulu til gamans taldir hér þeir tiu textar sem teknir eru til sjálfstæðrar grein- ingar: Fyrst er fjallaö um 8 fyrstuerindi Völuspár. Þá tekur viö „mannjöfnuöur konunga” úr Magnúsasonarsögu I Heimskringlu. Siöan kem- ur kvæöi af ólafi liljurós (ein af mörgum geröum). t kjölfar ólafs fer Mar^ teinn Lúther meö sálm sinn Vor Guö er borg á bjargi traust, og þaöan er fariö I 81. epistil Fredmans eftir Bellman. Þá kemur greining á Svinahiröin- um eftir H.C. Andersen, siöan á fyrsta Gluntanum eftir Wenner-' berg biskup. Þá er tekinn til athugunar einn af baráttu-' söngvum verkalýösins Arbetets söner eftir Menander, þar næst Fritiof och Camencita (Samborobom, en liten by förutan gata...) eftir Taube Næst kemur þjóösaga frá 20. öld. Frimúrararuir f Visse- fjarda, þá móderniskt ljóö. Arioso eftir Lindegren, og loks er endahnúturinn rekinn á mef Money, money, money!, einu frægasta „númeri” ABBA- flokksins. Þessi upptalning segir vitan- lega ekkert um efnistök höfundar. Innan hvers kafla kannar hann sömu þætti: flutn- ingsaðstæður, flutningaaöferö, flytjanda, viötakanda, „stil” (kod, kallar hann þaö) „veröld” textans og efnisátök Þessa þætti ber hann svo saman I bókarlok, reynir aö gera grein fyrir þróun hvers fyrir sig — og endar meö þvi aö gerast svc djarfur aö spá um framtiöina en þaö sagöi Storm Pederser væru erfiöustu spádómar serr menn fengjust viö! Um niðurstöður Lönnroths má efast I ýmsum atriöum. Vif fyrsta lestur bókar hans þykii mér styrkurinn vera mestui fólginn I þvi aö hún opnar mann nýja sýn, gerir nýstárlegar til raunir og hvetur til athugana a: ööru tagi en viö eigum a( venjast. Meöal annars af þeim sökum ætti enginn áhugamaöui um bókmenntir — fornar eöe nýjar — aö láta hana fram hjí sér fara. Þún eggjar þá til at hugana og andsvara. Og hvaf getur bók gert mönnum betra? Óðal feðranna: Undirbúningur langt kominn en vantar matráðskonu og rafvirkja „Kvikmyndatakan fer fram i Borgarfirði dagana 9.- 26. júli og viö veröum meö aöal miöstööina i félagsheimilinu Stór ási I Hvitárssföu. Þá höfum viö fengiö lánaö einbýlishús á Húsafelli, sem Ástriöur Þorsteinsdóttir á”,sagöi Hrafn Gunnlaugsson þegar Helgarpóstúrinn innti hann eftir framgangi mála viö undir- búning á „Oöali feöranna”kvik- mynd sem hann gerir i samvinnu Jakob Þór Einarsson sem leikur aöalhlutverkiö. viö Jón Þór Hannesson, Snorra Þórisson o.fl. Kvikmyndin veröur aö miklu leyti tekin aö Kolsstööum og hefur hópurinn þurft aö láta tengja viö bæinn rafmagn. Þá veröur fariö þangaö um hvita- sunnuna og bærinn gerður til- búinn fyrir myndatökuna. Búiö er aö skipa i öll meiri- háttar hlutverk og æfingar eru aö byrja. Leikendur veröa alls um 40 Friörik Adolfsson leikur þing- mann kjördæmisins. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Steldu bara milljaröi föstudag kl. 20:30 síðasta sinn. Er þetta ekki mitt líf? 7. sýn. þriðjudag. Upp- selt Hvít kort gilda 8. sýn. miðvikudag kl. 20:30 Gyllt kort gilda. Miðasala í Iðnó kl. 14- 20:30. Sími 16620 Hólmfriöur Þórhallsdójtir, sem leikur móöur piltsins. og er þaö allt áhugafólk sem kemur viös vegar aö af land- inu. Hafa leikendur veriö sóttir til Húsavikur, Vestmannaeyja, Akraness og fleiri staöa. Aöal hlutverkið er i höndum Jakobs Þórs Einarssonar. Þaö veröur Hrafn Gunnlaugs- son sem leikstýrir myndinni, Snorri Þórisson kvikmyndar, Jón Þór Hannesson stjórnar hljóö- upptöku, Valgaröur Guðjónsson er aöstoöarleikstjóri, Ragnheiöur Harwey er skrifta og sér um föröun, Gunnar Baldursson sér um leikmyndir og Gunnlaugur Jónasson er leikmunavöröur. „Þaö sem viö erum ennþá aö ■ leita aö, er einhver hress og skemmtileg matráöskona til 1 aö vera meö okkur og einhver fiinkur rafvirki, sem hefur áhuga á kvikmyndagerö”, sagöi Hrafn Gunnlsugsson. —GB Kolsstaöir I Borgarfiröi, þar sem mikill hluti myndarinnar veröur tekinn. Árni á norrænu visnasöngvaramóti Norrænir visnasöngvarar halda mikiö mót i Osló þessa dagana. Fulltrúi lslands á þessu móti er Arni Johnsen og I gær kom hann fram ásamt öörum norrænum visnasöngvurum I sjónvarpsdag- skrá, sem sýnd veröur um öll Noröurlöndin og e.t.v. viöar. LAUQARAS B I O Sírni 32075 Jarðskjálftinn VbuMI FEEL it as well as see it! Sýnum nú í SENSURROUND (ALHRIFUM) þessa miklu hamfaramynd. Jarðskjalftinn er fyrsta mynd sem sýnd er í Sensurround og fékk Oscarverðlaun fyrir hljómburð. Aðalhlutverk: Charlton Heston, Ava Gardner og George Kennedy. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10 annan í hvítasunnu. Bönnuð innan 14ára. fslenskurtexti. Hækkað verð.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.