Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 1. júní 1979 -^^ÍQ3f~fDCJ5tUÍ~Ínn— Tl L STJÓRN Frá því varnarsamningurinn við Bandaríkin var gerð- ur fyrir 28 árum hafa Bandaríkjamenn ails varið til nýrra framkvæmda á Keflavikurflugvelli og öðrum svæðum í umsjá hersins um 350 milljónum dala eða sem svarar 118.3 milljörðum króna. Þetta er einvörðungu tala, sem I sem sýnir hversu miklu fjár- magni hefur verið varið til mann- virkjagerðar, en hefur ekki að geyma framkvæmdir aðrar, sem greiddar hafa verið til ótiltekinna verkefna, sem leynt hafa farið vegna hernaðarmikilvægis og af öryggisástæöum. Þá er hér ekki með talin sú f jár- hæð, sem Atlantshafsbandalagið hefur lagt til vegna hersins. Þessi upphæð er til marks um naglfast fé á Keflavikurflugvelli. Ótalið er allt það fé, sem tslendingar hafa fengiö inn i land- ið vegna ýmiss konar þjónustu, svo sem tekjur oliufélaga, skipa- félaga, tekjur vegna húsaleigu, tekjur rafmagnsveita rikisins, Pósts og sima, Flugumferðar- stjórnar, tekjur vegna sölu á landbúnaðarvörum o.s.fr., o.s.fr. Framangreindar upplýsingar fékk Helgarpósturinn hjá varnar- málaráðuneyti Bandarikjanna (Pentagon). Hreinar tekjur af varnarliðinu á árinu 1978 nema röskum lf milljörðum króna miðað vií skráð gengi nú eða allnokkru hærra en verðmæti allrar út fluttrar iðnaðarvöru, aö áli und anskildu, á liðnu ári. Af þessum má glögglega sjá,af tekjur tslendinga af bandarisks hernum hérlendis eru gifurlegai enda mun einn af ráðherrum Al- þýðubandalagsins I tið vinstri stjórnarinnar hafa sagt i einka-' samtölum að tslendingar hefðu ekki efni á að herinn færi. Að sömu niðurstöðu kemst Ingi- mundur Sigurpálsson, viðskipta- fræðingur, i grein sinni Herinn og hagkerfið sem birtist i Fjármáia- tiðindum. t 25 ár hefur eitt fyrirtæki haft einokun á öllum nýjum fram- kvæmdum á Vellinum og um leið komist i gullkistu, sem gert hefur það að öflugasta verktakafyrir- tæki á tslandi. Þetta eru að sjálf- sögðu íslenskir aðalverktakar. tslenskir aðalverktakar eru pólitisk valdastofnun i islensku þjóðfélagi, bæði vegna peninga- veldis sins og þeirrar aðstöðu, sem einokun á framkvæmdum fyrir herinn hafa skapað. Tengsl eignaraðila tslenskra aðalverktaka, Regins og Samein- aðra verktaka, við Framsóknar- flokkinn annars vegar og Sjálf- stæðisflokkinn hins vegar eru óumdeilanleg. Saga fyrirtækisins i upphafi er þvi til vitnis, enda þótt vaxandi fjöldi hluthafa séu dánarbú. En Aðalverktakar hafa haldið góðum tengslum við aðra stjórn- málaflokka og er Helgarpóstin- um kunnugt um, að fyrirtækið hefurlagt reglulega ákveðna pen- ingagreiðslu, fjárframlag, til a.m.k. eins stjórnmálaflokks og Ræddi beitingu hervalds á íslandi Athafnasvæði tslenskra aðalverktaka á Keflavlkurflugvelli. Þarna er töluverð byggð, sem minnir einna helst á draugaborg. að likindum til tveggja annarra stjórnmálaflokka. Tekið hefur verið fyrir þessar greiðslur i ein- um stjórnmálaflokki. Fyrirtækið hefur gætt þess vandlega, að hvergi komi fram á pappirum hvaðan þessi framlög eru upprunnin. I Innlendri Yfirsýn i Helgar- pósti; fyrir viku sögðum við, að Aöalverktakar væru sem riki i rikinu. Fyrirtækið væri tryggt fyrir hvers kyns skakkaföllum, samkvæmt samningi, og þennan samning hefði rikisstjórn Islands gert fyrir hönd fyrirtækisins við Bandarikjamenn. Það er þvi ekki nóg með, að Islenzkir aðalverktakar séu fjár- hagslega mjög öflugt félag á islenzkan mælikvarða, heldur er það jafnframt i þeirri aðstöðu að láta islenzka rikið gera milli- rikjasamning fyrir sina hönd. Söguna af samningnum segjum við annars staðar i opnunni. AÐALVERKT „Mjög í þágu óvenju miklar framkvæmdir eru I gangi eöa fyrirhugaðar á Keflavikurflugvelli eða I ná- grenni á næstunni. Alls hyggjast Bandarikjamenn verja tæpum 24 milljónum dala til framkvæmda, annarra en vegna hernaðar- mannvirkja. Þetta samsvarar um 8 milljöröum islenskra króna. Ofan á þetta bætast svo verk- efni, sem eru hafin, beinar fram- kvæmdir viö hernaðarmannvirki, viðhaldsvinna o.fl. Helstu verkefnin eru þáttur hersins i Hitaveitu Suðurnesja og hitaveituvæðing á vallarsvæðinu, alls 16,2 miiljónir dala á næsta fjárhagsári Bándarikjanna. Heildarkostnaður við hitaveit- una er um 20 milljarðar króna og munu Bandarikjamenn greiða helming þeirrar fjárhæöar, eða 30 milljón dali, 10 milljarða isl. króna. Þá verður varið 4,4 milljón döl- íslendinga’7 um (1,5 milljarður ísl. króna) i flugbrautir, 1,7 milljón dölum (574 milljónir) i skólabyggingu og 1,5 milljón dölum (490 milljón- ir kr.) i sorpeyðingarstöð, sem bandariski herinn byggir ásamt Keflavik, Njarðvikum og Grinda- vik. Hlutur Bandarikjamanna i. þessu verki eru 65%. Af þessu er Ijóst, að það er dá- gott að vera i sambýli við herinn enda, kopa það fram i viðtölum Helgarpóstsins við Flakas, að- stoöarráðherra I Pentagon og R.J. Murphy, forstöðumann framkvæmdadeildar hersins I 1 Pentagon, að þessar fram^ kvæmdir væru mjög i þágu Is- lendinga. „Við vorum einmitt að ljúka við að semja við varnarliðsverktak- ann (þ.e. ísl. aðalverktaka),” sagði hann og bætti við: „Þetta er ■ ákaflega mikið i þágu tslands, is- lensku rikisstjoi-narinnar. ” I umræðum i hermálanefnd fuiltrúadeildar Bandarikjaþings i vor var fjallað nokkuð um fyrir- hugaðar framkvæmdir á Kefla- víkurflugvelli. I umræðum um Hitaveitu Suðurnesja og þátt hersins i þeirri framkvæmd kom fram, að Bandarikjamenn hafa keypt ár- lega oliu til húshitunar. hjá is- lenskum oliufélögum fýrir einn milljarð og 352 milljónir króna. Þegar vallarsvæðið hefur verið hitaveituvætt munu olíufélögin missa þennan spón úr aski sínum. Hér er um að ræða um. . 25 milljón litra af oliu á ári. I umræðunum kom fram, aö fulltrúadeildarþingmanninum McKay frá Utah þótt hlutur. .Bandárikjamanna, helmingur af 60 milljón dollara verki, vera of stór. Fyrir svörum sat Iselin, aðmir- áll. Þar koma að, að þingmaður- inn spurði: „Munum við geta verið þar áfram? Erum við kannski bara að láta þá fá peninga til þess að við getum farið burt? Iselin, aðmiráll: Við ætlum að vera þar áfram. Frá Rockville-stöðinni við Grindavfk. McKay: Táknar það það, að viö verðum að fara með her þangaö til þess að ge.ta verið áfram? Iselin, aðmiráll: Nei, herra. McKay: Nú, hefur það jafnað sig? Það hefur verið „Burt með Kanann” (Yankee go home) þar um allnokkra hrið. Iselin aðmiráll: Það var þann- ig: það hefur róast og ástandið orðið stöðugt og ríkisstjórn ís- lands styður þetta sérstaka verk og starfsemi okkar.” Af þessum orðaskiptum verður ekki dregin önnur ályktun en sú , að fulltrúadeildarþingmaðurinn frá Utah,McKay, hafi i fúlustu al- vöru hugleitt þann möguleika, að Bandarikjamenn beittu hervaldi á Islandi. Eins og fram kom i Innlendri yfirsýn s.l. föstudag hafa íslenzkir aðalverktakar skrif- stofu I New York I Bandaríkjun- um, sem annast öll innkaup fyrir fyrirtækið. Allt efni og öll tæki, sem aðalverktakar kaupa eru fengin frá Bandarikjunum samkvæmt ákvæöi i samningum. A þessari skrifstofu störfuðu i eina tið 7 manns, en þar eru nú fjórir. Skrifstofa þessi er á miðri Manhattan, á horni 42. götu og Fifth Avenue, þar sem mörg stærstu fyrirtæki Bandarikjanna hafa aðsetur. Nokkrum húsaröð- um ofar er t.d. Rockefeller Center. Helgarpósturinn leit við á skrif- stofum aðalverktaka eöa Iceland Prime Contractor eins og fyrir- tækið heitir á ensku, á dögunum. Þær eru uppi á 36. hæð, i einu stóru herbergi með minni skrif- stofum inn af. Þar hittum við fyrir Sverri Hauksson viöskipta- fræðing, forstöðumann skrifstof- unnar. '4 Sorpeyðingarstöðin Hann kvaðst hafa byrjað að starfa á New York skrifstofu aðalverktaka fyrir tveimur og hálfu ári og hefði hann i vinnu þrjá Bandarikjamenn. Rætt hefði verið um að fjölga starfsliði en ekki orðið af þvi, enn. ' Sverrir sagði, að algjör nauðsyn væri á þvi að halda skrif- stofu i Bandarikjunum, þar sem aðalverktakar keyptu mest af efni, vörum og tækjum i Band- rikjunum. Heima á Islandi væri þetta ekki til. Þegar Helgarpósturinn var á ferðinni hjá Iceland Prime Contractor i New York var þar staddur Islendingur, Haukur Frimannsson, verkfræðingur. Hann hafði verið i New York i viku til þess að vinna að teikning- um að brunavarnakerfi i flugskýli á Keflavikurflugvelli. Hann tjáði Helgarpóstinum, að ferðir sem þessar væru alltiðar, þar sem oft þyrfti að samræma bandariskar og islenzkar reglur i reglu- gerðarkröfur. Frétt Helgarpóstsins var rétt: Umframbæturnar hafa ekki verið greiddar Flugleiðafólkið í áhöfn DC-8 umframbætur hefðu þegar verið vélarinnar sem lifði af I Sri greiddar. Lanka-slysinu, hefur enn engar Forráöamenn Flugleiða hafa bætur fengið umfram farang- á hinn bóginn tekið ákvörðun urstryggingu aö fjárhæð 150 um að félagið greiöi umfram- þúsund krónur, eins og grcint bætur. Að sögn Sveins Sæ- var frá síöasta blaði Helgar- mundssonar blaðafulltrúa Flug- póstsins, og blaðið hefur nú leit- leiöa, er málið til afgreiðslu hjá aö frekari staðfestingar á. félaginu ásamt fleiri málum Þess vegna er það rangt sem sem þar eru til meðferðar vegna sagt var í forsiöufrétt Visis sl. slyssins. föstudag og blaðafulltrúi Flug- Sem sagt — frétt Helgarpósts- leiða var borinn fyrir, að þessar ins stendur I einu og öllu. IPC í New York

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.