Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 15
HP-mynd: Friðþjófur 15 —helgarposturinrL. Fostudagur i. juní 1979 Matargestir gæða sér á kræsingum á Hótei Holt. „Viðskiptin her eru nokkuð jöfn alla daga vikunnar og þetta gengur bara vel”, sagði Skúli. Hótel Holt er orðið gamalgróinn veitingastaöur, og reyndar eru nú aðeins fjórir veitingastaðir, sem kalla má „betri” i höfuð- borginni. Það eru Holt, Naustið, Grillið á Sögu og Blómasalurinn á Loftleiðum. Aö sögn Skúla eru ekki uppi nein áform um breyt- ingar. Holt er reyndar ekki bara veitingastaður, heldur hótel lika, og þar er troðfullt um þessar mundir. Og þó dálitiö sé dýrara að fá sér að boröa á Holti en á hamborgarastað er það ekki bara fyrir rika fólkiö. „Það koma hingað allir” rætt við Skúla Þorvaldsson, hótelstjóra Hótel Holti //Alveg sæmilega þakka Hótel Holti/ þegar þér fyrir", sagði Skúii Helgarpósturinn spurðist Þorvaldsson, hótelstjóri á hvernig gengi. „Hingað koma allir”, sagði Skúli. „Ég hef ekki oröið var við annað en gestir okkar séu eðli- legur þverskurður af þjóð- félaginu. -GA Ný og óreynd andlit birtast í lögreglubúningum: „Sumarmennimir ekki þurrir á bak við eyrun” segir Páll Eiríksson aðstoðaryfirlögregluþjónn Eldri og yngri kynslóðirnar í lögreglunni vinna saman á göt- um borgarinnar. HP-mynd: Friðþjófur ,,Það eru 56 sumarlögreglu- menn, sem hefja störf hjá okkur þessadagana ograunar eru sum- ir byrjaðir nií þegar” sagöi Páli Eiriksson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn i samtali við Helgarpóst- inn. Það vekur ávallt athygli að með vorkomu tekur lögreglulið Reykjavikur nokkrum breyting- um. Mörg ný og yfirleitt ung andlit sjást á rölti i miðborginni og ekki laust við að merkja megi angistarsvip á sumum hinna giænýju lögreglumanna, þar sem þeir spóka sig i einkennisfötunum og eiga að vera öryggið uppmál- að, vera borgurunum skjöldur gagnvart bófum og ræningjum og öðru illþýði. „Þaðerueinir 11 sem gangasin fyrstu skref i lögreglubúningi þetta sumarið, hinir sumarmenn- irnir okkarhafa verið hérna áður, sumir mörg fyrri sumur. Til að mynda hefur einn veriö á sumrin hjá okkur allt frá árinu 1961, eða i 18 sumur, og ætti þvi að vera öll- um hnútum kunnugur”, bætti Páll við. „Ekki fullgildir lögreglumenn”. Hvernig er undirbúningi fyrir þessa sumarmenn lögreglunnar háttað?, var næsta spurning Helgarpóstsins.” Þeir sem aldrei hafa starfað við þetta áður fara á viku námskeið, bæði verklegt og bóklegt. Það er auðvitað fullljóst að sumarmennirnir okkar lang- flestir eru auðvitað ekki fullgildir lögreglumenn. Þeir eru til dæmis ekki látnir hafa sektarbækur og reynt er að hafa þá frekar með eldri og reyndari mönnum.” Páll sagði i framhaldi að þessir sumarmenn skæru sig þó ekki úr — þeir væru ekki merktir sér- staklega. Það hefði hins vegar veriö i deiglunni að láta á einkennisföt þeirra einhver einkenni sem gæfi til kynna að þeir væru aðeins sumarstarfs- menn og þar af leiðandi ekki fullgildir i faginu. Páll benti þó á að þessir nýju menn væru með hærri lögreglunúmer en hinir og þannig mætti sjá hver væri fullnuma i lögreglufræðunum og hver ekki.” ,,Ekki þurrir á bak við eyrun” „Það er ekki fyrr en eftir nokk- uð langa reynslu og talsveröan lærdóm sem lögreglumenn „verða þurrir á bak við eyrun”, eins og sumir héma kalla það, — sem sé eru þá færir i flestan sjó” sagði aðstoðaryfirlögregluþjónn- inn”. Fyrst fara menn á svokall- að fyrra námskeið sem stendur á þriöja mánuð. Þvi næst eftir viðbótarstarfsreynslu eru þeir saidir á siöara námskeið, sem stendur frá áramótum og fram i mai'. Þá útskrifast menn frá lögregluskólanum og ættu að vera orðnir „þurrir á bak við eyrun”. Að lokum sagði Páll Eiriksson: „Flestir þeir sem koma til starfa á sumrin eru skólamenn, annað- hvort úr menntaskóla eöa háskóla. Mérsýnistsvosem þess- um mönnum liki vel vistin hjá okkur, a.m.k. koma flestir þeirra aftur og aftur, sumar eftir sumar og nokkrir ilendast enn lengur og leggja fyrir sig lögreglustarfið sem-ævistarf.” —GAS Viðskiptavinir athugið: SÍMANÚMER okkar eru: á aðalskrifstofunni Suðurlandsbraut 4 38100 í olíustöðinni Skerjafirði 11425 í smávörudeildinni Laugavegi 180 81722 Olíufélagið Skeljungur h.f. VEITINGAHUSIO I Milu> h) ki 19 00 Boiðipmlifm lr< hl 1{> 00 SIMI 86220 Askii|um ok*ui >ett til ið '*ðit*t< txlrknum bo'ðum r»t» kl 20 10 Spa>.hl*ónaðu' 'Matur framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir frá kl. 16.00 SÍMI 86220 Askiijum okkur rétt til aö ráðstafa Glæsibær: dagur opið til kl. 23:30. Mánud. 2. í hvítasunnu opið til kl. 01. Hljómsveitin Glæsir leikur fyrir dansi, og diskótek. Sparikiæðnaöur fráteknum borðum Föstudagur opið til kl. 01. Laugar- Nýr skemmtistaður á Akureyri: H-100 í hjarta bæjarins „Við opnuöum þennan nýja skemmtistað H — 100 — fyrir mánuði siöan og þennan tima hefur ætíð veriö fulit þegar við höfum haft opiö,” sagði Baldur Ellertsson annar eigenda nýs skemmtistaöar sem hefur verið opnaður á Akureyri nánar tiitekið að Hafnarstræti 100. Meðeigandi Ellerts er Rúnar Gunnarsson. Þessi skemmtistaður er á þremur hæðum og tekur um 340 manns. Boðið er upp á diskótek og einnig lifandi músik, þ.e. hljóm- sveit. Staðurinn er að sjálfsögðu opinn um helgar, en einnig á mánudags- og þriðjudagskvöld- um. Þá er barinn opinn á hádeginu þessa sömu daga. Einnig geta menn fengið sér að snæða á hinum nýja stað. „Við erum ekki að reyna aö höfða til neinna sérstakra aldurs- hópa, það eru allir velkomnir”, sagði Baldur. „Það er eldfjörugt diskó á annarri hæðinni, hljóm- sveit á þriðju, en þar er stærsti salurinn i húsinu, og loks er litill og þægilegur bar á 4. hæðinni. Það ættu þvi allir aldurshópar og ahugahópar að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Er opnun skemmtistaðarins stefnt til höfuðs hinum gamal- kunna „Sjalla”? Ætla þeir félagar Baldur og Rúnar að ná kúnnunum úr Sjálfstæðishúsinu? „Það er af og frá,” svarar Baldur. „Við Rúnar erum má segja fæddir og uppaldir i „Sjallanum” og höf- um báðir starfað þar. Það virðist hins vegar ljóst að markaðurinn hér á Akureyri er nægilegur fyrir þessa tvo staði og raunar þrjá á laugardagskvöldum, en þá er op- ið á KEA. Það er sem sé alltaf fullt á þessum stöðum.” „Við viljum aö gestirnir okkar séu snyrtilega klæddir og neitum gallabuxum. Þetta er gott fólk sem okkur hefur sótt heim og vin- menningin með ágætum. Fólk kemur hingað til okkar, og Nú geta Akureyringar valið um þrjá vínveitingastaði. slappar af og drekkur frá sér leiðindin,” hélt Ellert áfram. —GAS Þessi ágæti þöngulhaus er einn þeirra sem sent hafa myndir I keppnina. Býður ein- hver betur? Hver er ekki þöngulhaus? Munið að senda myndir i Þöngulhausakeppnina. Piata lan Dury og Þöngulhausanna, Do It Yourself, er I boði fyrir tiu mestu þöngulhausana auk viðurkenningarskjals til sigurvegarans. Utanáskriftin er: Þönguihausakeppnin, Helgarpóstinum, Siðumúla 11. Reykjavik. Lúdó og Stefán Gömlu og nýju dansarnir. Fjölbreyttur matseðill. Borðapantanir í síma 23333. Áskiljum okkur rétt til að ráðstafa borðum eftir kl. 8.30. Neðri hæð: Diskótek. Þórscaté: Föstudagur Opið til kl. 01. Kveðju- dansleikur Lúdó og Stefáns. Mánud. 2. í hvítas. opið til 01. hljómsv. Galdra- karlar. Spariklæðnaður eingöngu leyfður liiiii iTiiíiliMi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.