Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 1. júní 1979 -/~15/cH3t~{DlD5tLJt~inn.— Helgarpósturinn situr fundi tveggja þingnefnda undir meö Jóni, en Eyjólfur K. Jónsson lagði ekki orö i bele. Niðurstaðan varð sú, að blaða- maður og ljósmyndari Helgar- póstsins fengu leyfi til að sitja það, sem eftir var fundar. verið teknar áöur en til þingfunda kemur, á þingflokksfundum og þingnefndafundum. Af þessum ástæðum eigi þvi, að opna sjálfa þingnefndafundina almenningi, eins og tfðkast t.d. i Bandarikjunum. tslenzk lög eru hljóð um þetta atriði. Þó má geta þess, að heimild er fyrir þvi I lög- um, að láta nefndarmenn i utan- rikismálanefnd sæta þagnar- skyldu. Eftir þvi sem næst verður komizt er þetta eina leynd- arákvæðiö um islenzkar þing- nefndir. Þetta er þvi ekki megin- regla, heldur undantekning. Fundir þingnefnda eru hins vegar samkvæmt hefð og venju haldnir fyrir luktum dyrum. Þannig eigum viö þess litinn kost að fylgjast meö störfum verka- manna vorra á Alþingi, þar sem allar meiri háttar ákvarðanir, sem okkur varða, eru teknar. Það er til siðs I bandariska blaðinu Washington Post að birta daglega skrá um þingnefndafundi, hvar þeir eru haldnir og hvort þeir eru opnir aimenningi. isinn brotinn Frá fundi heilbrigðis- og trygginganefndar: Lengst til vinstri er Bragi Nielsson, þá Asmundur Stefáns son frá ASt og gegnt honum Jóhann Sig geirsson (ASt), en þeir kynntu sjónarmið ASl. Aðrir á myndinni eru: Vilmundur Gylfason, Jóhanna Sigurðardóttir, Einar Agústsson, Bjarnfriður Leósdóttir og Garðar Sigurðsson. Þar með var isinn brotinn. Hins vegar var litið á fundarsetunni að græða, þar sem nefndarmenn voru búnir að tæma dagskrána að mestu. Stuttu áður höfðu þeir ver- ið að ræða bilakaupamál ráö- herra og óvist hvort við hefðum fengiðað sitja og hlýða á þær um- ræður. Ekki var að heyra á þingmönn- unum, að þeim þætti verra að hafa blaðamenn viðstadda. Þó kom hik á Agúst Einarsson, þegar hann ætlaði aðsegja rikisbilasögu utan af landi. Þaö var eins og hann fengi bakþanka, enda sagði hann strax, að hann væri ekki viss hvort honum væri óhætt að segja frá þessu, um leið og hann gaut augum til Helgarpóstsmanna. Söguna sagði hann ekki til enda. Skömmu siðar átti að halda fund i heilbrigðis- og trygginga- nefnd neðri deildar. Við bönkuð- um og til dyranna kom Einar Ágústsson, formaður nefndarinn- ar. Við bárum upp erindið og sömu sögu er að segja af fyrstu viðbrögðum hans og formannsins i fjárhags- og viðskiptanefnd. GÆGZTINN UM GÆTTINA Vegna þeirrar auknu umræðu í íslensku þjóðfélagi um upplýsingaskyIdu stjórnvalda og opnari stjórnsýslu en verið hefun ákvað Helgarpósturinn að láta reyna á af- stöðu þingmanna í þessu efni. Á næstsíðasta degi Alþingis fóru blaðamaður og Ijós- myndari niður i Þórsharnar snemma morguns með þá fyrirætlan i huga að fá að sitja og fylgjast með störfum þingnefnda. Viö völdum af handahófi tvær nefndir, fjárhags- og viöskipta- nefnd efri deildar og heilbrigöis- og trygginganefnd neðri deildar. Eftir þvi, sem Helgarpósturinn kemst næst hefur ekki reynt á það af alvöru hvort almenningur og blaöamenn hafi rétt á þvi að sitja þessa fundi og skýra þannig beint frá starfi þeirra, einmitt þar sem öll meiri háttar störf þingsins fara fram. Þó er okkur kunnugt um eitt dæmi frá liðnum vetri, þar sem blaðamanni Visis var meinaö að sitja fundallsherjaiiefndarneðri deildar. Viðkomandi blaðamaður mun aö visu ekki hafa sótt þetta fast eftir þvi, sem einn nefndar- manna tjáði okkur. Blaðamaðurinn var Gisli Bald- ur Garöarsson hjá Visi. Gisli tjáöi Helgarpóstinum, aö honum heföi veriö sagt, að þetta gæti skapað „óæskilegt for- dæmi.” Nefndarmenn heföu veriö liprir, en lýst þeirri skoöun sinni, að þetta væri mál, sem þyrfti að kanna og grandskoöa i samráöi viö forseta þingsins. „Ja, þaf er nú það..." Fyrsti nefndarfundurinn. sem Heigarpósturinn á fundi fjárhags- og viöskiptanefndar. Frá vinstri: Agúst Einarsson, Jón Heigason, Ólafur Ragnar Grimsson og Eyjólfur Konráð Jónsson. við vildum sitja var i fjárhags- og viðskiptanefnd. Fundur hafði þegar staðið yfir i tuttugu minút- ur, þegar við bönkuðum upp á. Jón Helgason, alþngismaöur, formaður nefndarinnar, sat viö enda fundarborðs og viö spurðum hann hvort við mættum sitja fundinn og fylgjast meö þvi, sem fram færi. Það kom auösjáanlega á for- manninn. ,,Ja, það er nú það,” sagöi Jón og leit spyrjandi á með- nefndarmenn sina. Ólafur Ragn- ar Grimsson var snöggur upp á lagið og sagði, að þaö hlyti að vera i lagi að leyfa okkur að sitja fundinn. Jón Helgason sagði þá, enn á báöum áttum, að þvi er virtist. „Ja, fundarefnið er eiginlega búið, svo þetta ætti aö vera i lagi.” (!) Agúst Einarsson tók „Nei, það er ómögulegt" Aður en Einari gæfist ráðrúm til að svara heyrðist hvell athuga- semd frá Garðari Sigurðssyni: „Nei, það er ómögulegt”. Vilmundur Gylfason mælti hins vegar eindregið með þvi, að okkur væri leyft að fylgjast með. Einar tók af skariö og baö okkur LUKTAR DYR 0G LÝDRÆÐI Það er meginregla á ls- iandi, aö löggjafar- og dómstörf fari fram i heyranda hljóði. Þannig er kveðið á um það i stjórnarskránni, að fundir Alþingis fari þannig fram, að al- menningur eigi þess kost að fylgjast með störfum þess. Eftir þvi, sem stjórnsýslan hef- ur oröið flóknari hafa mörg meiri háttar verkefni alþingismanna færzt til sérstakra þingnefnda, sem fjalla um ákveðna mála- flokka. Þar er flestum þingmál- um ráðið. Þannig vilja margir halda þvi fram.að málfundir Alþingis þjóni ekki lýöræðisreglunni um, að ráð- um okkar sé ráðið fyrir opnum tjöldum. Allar ákvaröanir hafi

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.