Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 01.06.1979, Blaðsíða 7
7 helgarpósturinn. Föstudagur 1. júnl 1979 GALDUR ER EKKI ÚR SÖGUNNI — Helgarpósturinn birtir um næstu helgi viðtal við æðsta prest Alexandrian-galdrasafnaðarins á íslandi. Hér á eftir er velt vöngum yfir galdri gegnum tíðina. Alex Sanders, leiðtogi og upphafsmaður Alexandrista, stjórnar kyn- feröislegri galdraathöfn i Englandi. Hann hefur nú eignast nemendur á islandi, og i næsta Helgarpósti birtum við viðtalvið æðstaprest þeirra. Gárungar hafa sagt að fátt sé merkilegt viö uppfinningar á Vesturlöndum þvl Klnverjar segistjafnanhafa veriðbúnir að finna þetta allt upp mörgum öidum fyrr. En það hefur lika verið sagt, og þá án alls gam- ans, að ýmsar uppfinningar 20. aldarinnar á sviði tækni og vis- inda séul raun mun eldri. Þeim hafi hins vegar verið haldið leyndum innan ieynilegra sam- taka Alchemista og dulspek- inga, manna sem stæöu I nánu sambandi við einhver dulin ann- ars heims öfi. Menn hafa i þessu sambandi bent á leynifélög eins ogFrimúrararegluna og Rósar- krossregluna og telja að jafnvel kunni að vera tii samtök manna sem séu svo leynileg, að enn hafi engum óviðkomandi tekist að svipta af þeim hulunni. Nú verður ekki sagt að viö blasi hvaða tilgangi það þjónar að halda gagnlegum uppfinn- ingum leyndum öldum saman, en hitt er ljóst, aö á bak við slik- ar hugmyndir býr sá grunur að á öllum timum hafi veriö til menn sem með tilstyrk eða sem verkfæri ókunnra afla hafi haft meiri áhrif á gang mannkyns- sögunnar en aðrir. Til að finna dæmi um slikt þarf ekki að fara lengra aftur en til Nasistati'mabilsins I Þýska- landi. Enn i dag ogsjálfsagt um ókomna framtiö verður mönn- um þaö ráögáta hvað lá á bak við þá óstjórnlegu grimmd sem nasistar sýndu á valdatima sin- um. Annað engu óveröugra rannsóknarefni gleymist eflaust fyrr. Það er Adolf Hitler sjálfur ogþað undarlega vald sem hann náöi á almenningi. Var hann brjálaður eöa var hann eins og getum hefur verið leitt að, að- eins hégómlegur lítill karl en með sterka miöilshæfileika, verkfæri i höndum illra afla? Slikum spurningum verður ekki auðsvaraö. Reyndar var Hitler fæddur I borginni Graun- au-Am-Inn sem talin hef- ur verið ein mesta miðla upp- spretta Vestur-Evrópu en það eitt nægir ekki til að sýna fram á samband hans við myrkravöld- in. En tengslhans viö menn sem með góðri samvisku má kalla dulspekinga eða galdramenn og þátttaka hans i kukli þeirra á- samt með ýmsu fleira ýtir undir þá skoðun að ekki hafi allt afl Hitlers veriö af þessum heimi. I samanburöi við leynireglur I tygjum við myrkravöldin og stórglæpamenn á borð við Hitler þykja nútima galdrasöfiiuðir sem alla jafna eru mjög opnir kannski litilfjörlegir og áhang- endurþeirra meinlausari en svo að taki þvi að væna þá um ill- virki. En þó mun vera þannig með marga, að þeim sé ekki meir en svo um slika starfsemi gefiö. Þeir, sem hafa lesið þjóðsög- una um Galdra-Loft minnast sjálfsagt þeirra orða hans, að þeirsem búnir séu aö læragald- ur viölikaoghann, geti ekki not- aö hann nema til ills. Hvort sem þaðer fyrir orðLofts eða af ein- hverjum öðrum orsökum, hefur almenningur lengi trúaö þvi aö galdur geti aöeins verið til ills, enda sé hann frá djöflinum kominn.Þaðer þviauðvelt aðá- llta, aðfólk sem mitt I lifsgæða- kapphlaupi nútimaþjóðfélags- ins, fæst við galdur, hljóti að vera enn eitt dæmið um það hvað sumir fæðast og lifa á vit- lausumstað itimanum. Enséá- lyktað svo er greinilega gengiö út frá þvi sem visu, að galdur hljótiaðveraaf hinuilla. Sé það hins vegar skoöað að aldrei hafa jafn margir á jafn óvissum tim- um velt fyrir sér þrem helstu spurningum mannkynsins gegnum aldirnar, þ.eJHver er ég, hvar og hvers vegna? hlýtur þaö að skýrast hvers vegna leit- að er allt til endimarka mann- legrar þekkingar til aö finna lif- inu tilgang. Nútlma galdrasöfiiuöir eru taldir skipta hundruðum ef ekki þúsundum og eru þeir dreifðir um allan heim. Markmiö þess- ara safnaða er mjög mismun- andi. Allt frá leit að þekkingu til þess, sem kalla mætti fjöl- breytni I kynlifi. Svo aöeins sé talað um þann galdur, sem stundaður er af þekkingarleit, þá er á honum stigsmunur. Til aðgreiningar á eöli galdursins er talaö um svartan galdur og hvitan. Af þeim sem fást viö hinn h vita eru Alexandristar meðal hinna kunnustu og vilja sumir meina, að þar séu á feröinni dulspek- ingar enekki galdramenn. Idag þegar mikill fjöldi orða hefur glatað upprunalegri merkingu sinni aö einhverju eða öllu leyti, verður ekki lagður neinn dómur á þá skoðun en rétt er að benda á, að helgisiðir og athafnir Alex- andrista eru svo mjög I ætt viö það sem hingaö til hefur veriö talið galdur, aö ástæðulaust er að kalla það annað. Auk þess eruskilin milli dulspeki og gald- urs mjög óglögg ef þá nokkur. Þrátt fyrir ólik sjónarmiö hinna ýmsusafnaða má nær þvi fullyröa, að þeir hafi allir sótt meginhugmyndir sinar til manns að nafni Gerald Gardn- er. Gardner þessi var Englend- ingur, fæddur 1884, en fluttist til Austurlanda 16 ára gamall og dvaldi þar i 37 ár. 1939 gekk hann í' dulspekifélagsskap sem hafði aðsetur i New Forest I Englandi en þar fékk hann, eftir þvi sem hann sjálfur segir, ein- tak af fomri, leynilegri leiðbein- ingabók um galdraathafnir — The Book of Shadows. Margt bendir þó til þess, að bók þessi hafi ekki veriö eins gömul og Gardner hélt fram og hafi I raun verið skrifuð af Aleister Crow- ley, kunnum 20. aldar galdra- manni. Þótt Alex Sanders, stofnandi Alexandrisks galdurs, segist aldrei hafa komiö nálægt Gardnerskum galdri má þó heita að hin Alexandriska Book of Shadows sé nákvæm eftirlik- ing af bók Gardners. Það er þvi talið að Alexandristar séu ekk- ert annaö en Gardnerskir galdramenn. Það að segja að Alexandr- istar séu ekkert annað en Gardnerskir galdramenn, segir lesandanum sjálfsagt litið, en fræöilegar útlistanir þar að lút- ándi yröu honum heldur ekki aö neinu gagni nema I svo löngu máli, að þaö tæki tvær til þrjár siöur i blaðinu. Viðtalið við æðstaprest Alesandrista safnað- arinsá Islandi, sem viðbirtum i Helgarpóstinum um næstu helgi, segir lika meira um til- gang og eðli þessa galdurs en flókin samanburðarfræöi. Til slikra skrifa þyrfti fróöarimann en þann sem tók þetta saman. eftlr Ómar Þ. Halldórzzon Vöruflutningar Herjólfur hf. óskar eftir tilboöum í drátt vöru- flutningavagna milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur. Um er að ræða daglegan drátt á aðca. tveimur vögnum alla virka daga frá af- greiðslu í Reykjavík um borð i M.S. Herjólf í Þorlákshöfn og drátt vagna frá borði þar að afgreiðslunni í Reykjavík. Tilboðóskast send Herjólfi hf. Vestmannaeyj- um,pósthólf 129, fyrir 15. júní nk. Réttur áskilinn tilaðtaka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar nánari upplýsingar géfur framkvæmdastjóri, ólafur Runólfs- son, sími 98-1792. HERJÓLFUR HE VESTMANNAEYJUM Auðvitaö Beniaorm um Hvítasunnuna 2.—10. júní. // ,uj o Iiíiií wmrn i Margra ára reynsla, brautryöjendur í Benidorm feröum. Reyndir fararstjórar, þjálfaö starfsfólk. W 30. maí, uppselt. Næsta brottför 20. j úní. Seljum farseöla um allan heim á lægsta veröi. Ferðamiðstöðin hf. AÐALSTRÆTI 9 — SÍMI 28133

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.