Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 1

Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 1
„Ég hef enga komplexa” Tage Ammendrup í Helgarpóstsviðtali © FRAMSOKN OG BITLINGARNIR Hákarl veltir vöngum i dag yfir embættisveitingum fram- sóknarmanna I ljósi þess aö Steingrfmur Hermannsson fékk Jóni Skaftasyni embætti yfir- borgarfógeta i Reykjavik og spyr hvort verið geti að Jón hafi á móti heitið Steingrimi stuðn- ingi, ef Steingrfmur hefði hug á að skipta um kjördæmi og fara fram á Reykjancsj. Hákarl sýn- ir einnig fram á, að embættis- menn hallir undir Framsóknar- flokkinn sitji nú i öllum feitustu embættum dómskerfisins i Reykjavik auk tolistjóraemb- ættisins — að lögreglustjóra- embættinu einu undanskyldu. LEIÐARVÍSIR HELGARINNAR © Væntanlegar myndir í bíóin © Skjalaflóð og skriffinnskan Hundruö manna í ís- lensku þjóðfélagi lifa á því að semja bréf/ svara bréf- um/ véirita bréf/ undirrita 'bréf/ henda bréfum/ geyma bréf/ setja skjöl í réttan bunka á skrifborð- inu/ fara aftur í gegnum skjalabunkann/ leita og finna/ leita og finna ekki, og koma svo öllum papp- irnum fyrir á skjalasafni, þegar skrifborðið er orðið yfirfullt, Sumir nota gólf- ið líka. I dag birtir Helgarpósturinn litla samantekt á þvi sem við köll- um „Skriffinnskuna og skjölin”. Þar er aðallega rætt við Aðalgeir Kristjánsson, skjalavörð i Þjóð- skjalasafninu, og ennfremur rætt við starfsmenn i stjórnarráðinu um vörslu skjala og aðgang al- mennings að þeim. Niðurstaðan er i stuttu máli sú, að skjalavarsla i islenskri stjórn- sýslu sé ekki til mestu fyrirmynd- ar. Raunar er ljóst að stjórnvöld fara alls ekki eftir lögum og reglugerð i þessu efni. Það sem ætti að heita Þjóð- skjalasafn með rentu hefur aðeins að geyma litinn hluta af öllum þeim skjalasöfnum, sem þar ættu að vera. Hitt er geymt við mismunandi aðstæður i stjórnarskrifstofunum. Kjartan segir af sér fremur en láta undan Eftir lognið I islenskum stjórnmálum undanfarið, er nú farið að blása þar um á nýj- an leik. Þaö er einkum Kjart- an Jóhannsson sem stendur i stórræðum þessa dagana. Hann hefur tekið þá ákvörð.un að breyta reglugerð fiskveiða- sjóðs á þá lund að tekið er fyr- ir kaup á skuttogurum erlend- is frá, þrátt fyrir að viöskipta- ráðherra hafi veitt heimild til lánveitinga vegna tveggja skuttogara og meirihluti var fyrir þvi innan rikisstjórnar- innar. Kjartan hefur sætt tölu- verðri gagnrýni fyrir ákvörð- un sina en flokksmenn hans fylkja sér bak við hann. Þetta er hrein prinsip-ákvörðun af hálfu Kjartans og hann hefur látið i það skina að fremur segi hann af sér en láta beygja sig i þessu máli. Frá þessu greinir i Innlendri yfirsýn i dag. CARTER STEND- URí STRÖNGU Fimmta orkuræða Jimmy Carters sl. sunnudag var úrs- litatilraun af hans hálfu til að knýja á þjóð sina að ráða fram úr orkukreppunni. I öll hin fjögur skiptin fékk hann dræmar undirtektir, svo að sýnt þykir að beri siðasta lög- eggjan hans ekki árangur, muni flokkur Carters hafna honum sem frambjóðanda i forsetakosningunum 1980. Carter á sér ennþá viðreisn- ar von. Meiri horfur eru á þvi en áður að þingmenn muni snúast til fylgis við ráðstafan- ir hans. Likur eru á þvi að Carter setji til stárfa nýja ráð- herra og menn i Hvita húsinu sem eiga auðveldara með að umgangast volduga nefndar- formenn á þingi. En örðugasti þröskuldurinn er þó eftir — að sætta mismunandi hagsmuni landshluta i þessum efnum. Um þetta fjallar Magnús Torfi Ölafsson i Erlendri yfirsýn. ©

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.