Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 8
8 m Föstudagur 20. júlí 1979—JlQlQSrpOSfUrÍníl— pásturinn._ útgefandí: Blaðaútgáfan Vitaðsgjafi sem er dótturfyrirtæki Alþýðublaðs- ins, en með sjáífstæða stjórn. Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guð- mundsson Ritstjórar: Arni Þórarinsson, Björn Vignir Sigurpálsson Ritstjómarfulltrúi: Jón Oskar Haf- steinsson. Blaðamenn: Guðjón Arngrimsson, Guðiaugur Bergmundsson, Guðmund- ur Arni Stefánsson og Halldór Hall- dórsson. Ljósmyndír: Friðþjófur Helgason Auglýsingar: Ingibjörg Sigurðardóttir Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Dreifingarstjóri: Sigurður Steinars- son Ritstjórn og auglýsingar eru að Síðu- múla 11, Reykjavík. Sími 8186é. Af- greiðsla að Hverfisgötu 8-10. Simar: 81866, 81741, 14900 og 14906. Prentun: Blaðaprent h.f. Askrift (með Ajþýðublaðinu) er kr. 3.500,- á mánuði. Verð i lausasölu er kr. 180,- eintakið. BfBBIÐ Ég verö að játa aO fyrir utan allt hitt sem ég skil ekki, þá hef ég aldrei almennilega getaö skiliö samband manns og biis. Mér er- aö vfsu ljóst aö til þess aö flytja menn frá einum staö til annars er bDlinn nokkuö hentugt áhald. En bDlinn er fyrir löngu vaxinn upp úr sinu gamla grunnhlutverki sem samgöngutæki. Hann er til aö mynda stööutákn borgaranna, kyntákn töffaranna, átrúnaðar- goö og tómstundagaman. Þegar maöur er á labbinu, ekki sist um helgar, verka þeir alltaf jafn undarlega þessir aftur- endar sem standa upp úr mótor- um, eöa lappir sem skaga út und- an kerrum, eöa bónklútar á fleygiferö um húddin: Menn aö sýna ökutækjunum sinum ástúö og aöhlynningu. Stuudum finnst mér þetta bráöfyndiö. Stundum ekki. Þegar heilu og hálfu hverfin virðast undirlögð af knékrjúpandi fólki I bilatilbeiöslu veltir maður þvl fyrir sér hvort þetta áhald sé ekki fariö aö gerast heldur heim tufrekt. Útaffyrirsig er ég vitaskuld ekki aö setja út á að bflar skuli ■veitafólki jafn mikla gleöi og lffs- fyUingu og raun ber vitni. Ég bara undrast þaö. Og þrátt fyrir þaö aö menn geta vafalaust variö tfma sínum og peningum I margt verra en bila veit ég lika mörg dæmi þess ab samband manns og bOs hefur oröiö báðum til tjóns. Margir hafa fariö ijárhagslega flatt i bilamálum og enn fleiri gengiö i gegnum andlegar og lfk- amlegar þjáningar. Samband mannsogbiis viröist mér oftar en ekki vera þaö sem engilsaxar nefna ,,Iove-hate relationship”. BOistar eiga einatt erfitt meö ab skilja hvernig nokkur maður skuli geta komist . af i Félaginu Okkar án þess aö eiga bil. Þab er nú svipað þvi og aö diskútera viö heróinista um aö hann þurfi ekki heróin. Éghafði bO I nokkra mán- uöi. Hann olli mér álOca miklum áhyggjum og væri ég með hvít- voðung i fóstri. Var þeirri stundu fegnastur þegar ég losnaði við hann. Þetta segir nú kannski meira um mig en bilinn. Og kunningjar og vinnufélagar i hópi bflista sem oft hafa þurftað leggja lykkju á leiö sina þegar þeir álpast til að samþykkja að bjóða billeysingj- anum far, munu trúlega, — og skiljanlega —túlka þetta þannig, að það sé svo sem aUt I lagi fyrir mig að brúka bO ef ég hafi ein- hvern annan til að aka honum. Mér gefst ekki tóm til að pakka saman skotheldum rökum gegn þessum áburöi. Hitt verður ljós- ara með hverjum deginum að veseniö með bflana er ekki I rén- un. Raunum bilistanna fer fjölg- andi. Það er með blöndu af vork- unnsemi og góðlátlegu gamni sem ég hlusta á emjið I blessuð- um elsku bileigendunum útaf svo- kallaðri orkukreppu og bensin- hækkununum. Vftin erú til að var- ast þau.ekki sist sjálfskaparvftin. A meðan sitjum við þessir al- þýðlegu sælir I okkar strætó. Það eru notaleg farartæki. Fyrr eða siðar hljóta bflistar að átta sig á þvi aö strætó og reiðhjól eru þau ökutæki sem munu göturnar erfa. Þá hefur orkukreppan svokallaba gert sitt gagn. Þangað tii hefur maöur kannski örlitið meiri mór- aí yfir þvi að biöja um far hjá bil- istunum. Blbbbíbb. —AÞ. Þá er nú svo komið i Reykja- vOc að Framsóknarmenn eru búnir að ná undir sig nær öllum æðstu embættum dómsmála i Reykjavik. Eftir eru aðeins embætti lögreglustjóra ogemb- ætti yfirsakadómara. Reyndar segir sagan að núverandj yfir- sakadómari — Halldór Þor- björnsson — hafi ekki verið al- veg fráhverfur Framsóknar- flokknum en hvort hann er það ennþá er ekki vitað, enda eiga dómarar að vera hlutlausir, þótt þeir geti gegnt embættum fyrir ákveðna flokka eins og dæmin sanna. Eina bitastæða dóms- málaembættið i Reykjavik sem er skipað manni sem nokkru sinni hefur verið hlynntur eða I Framsóknarflokknum er emb- ætti lögreglustjóra. Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri verður 64 ára á þessu ári og segir sagan að framagjarnir lögfræðingar i Framsóknar- flokknum séu þegar farnir að velta þvi fyrir sér hvenær Sig- urjón láti af embætti, eða hvernig losa megi það á huggu- Lofaði Jón Steingrími stuðningi á Reykjanesi? legan hátt. Embætti lögreglu- stjóra er þó hvergi nærri eins feitt og embætti yfirborgarfó- geta, sem Jón Skaftason hlaut á dögunum, en valdamikið emb- ætti samt. Sigurjón lögreglu- stjóri sótti um embætti hæsta- réttardómara fyrir ekki mjög löngu slðan i hópi okkar lög- fræðinga var umsókn hans tölu- vert rædd, en menn komust að raun um aðhann hefði ekki nógu mikinn „praksis” hvorki sem dómari né málflutningsmaður. Þá hefur hann lítið sem ekkert stundað „teorluna”, en þetta eru eiginlega nauðsynlegar for- sendur þess að lögfræðingur geti talist gjaldgengur i Hæsta- rétt. (Þvi má skjóta hér inn I að tveir af dómurum hasstaréttar þeir Benedikt Sigurjónsson og Björn Sveinbjörnsson voru báð- ir yfirlýstir framsóknarmenn áður en þeir settust I stólana við Lindargötu). Ef Steingrlmur veröur enn I sæti dómsmálaráðherra eftir þr jú ár, er hugsanlegt að honum takist að koma Framsóknar- manniiembættilögreglustjóra i Reykjavik. Peningar og virðing Jón Skaftason fyrrverandi al- þingismaður er ekki einn um það að hafa girnst peninga og virðingu. Olafur Jóhannesson skaut yfir hann skjólshúsi eftir að hann féll i Reykjaneskjör- dæmi. Jón var strax gerður að deildarstjóra I viðskiptaráöu- neytinu — minna mátti ekki gagn gera — og þá var ekkert talaö um að verið væri að ráða pólitiskt i stöðu Jón mun hafa séð það fljótlega eftir að hann kom i ráðuneytið að þar var litil framavon. Þórhallur Ásgeirs- son ráðuneytisstjóri á enn mörg ár eftir i ráöuneytinu og I næsta herbergi við hann situr mjög framagjarn og duglegur maö- ur: Björgvin Guðmundsson skrifstofustjóri i viðskiptaráðu- neytinu, borgarfulltrúi Krata I Reykjavik, formaður verölags- nefndar, gjaldeyrisnefndar, hafnarstjórnaroggott ef er ekki Bæjarútgeröarinnar líka. Þegar rætt hefur verið um það að Þór hallur verði sendiherra ein- hversstaðar, hafa menn ekki farið varhluta af þeim skilningi Björgvins hverjum beri ráðu- neytisstjórastaðan. Alltþettasá JónSkaftason mæta vel áfyrstu vikum sinum i viðskiptaráðu- neytinu. Hann fylgdist þvi vel með öll- um stöðum sem losnuðu og heyrðu undir framsóknarráö- herra. Reyndar vissi hann eins og fleiri að þessi eftirsótta staöa myndi losna,og nokkurnveginn hvenær, og þaö var þvf bara að bíða rólegur og koma sér I mjúk- inn hjá Steingrími. Það skyldi þó aldrei vera að Jón hafi heitið Steingrimi stuðningi ef hann færi fram i Reykjanesi fyrir Framsóknarflokkinn. Stein- grimur hefur ekki, þrátt fyrir mikla vinnu, rifið upp fylgi I Vestfjarðakjördæmi, hvort sem þar er nú um að kenna Bildu- dalsbaununum frægu eða ein- hverju öðru. Jón á enn dygga stuðningsmenn i Reykjanes- kjördæmi, sem hann getur ef- taust haft áhrif á á bak við tjöldin, —ef hann kærir sig um. Fram undir þetta segja lögfræð- ingarað Jónhafi ekki alvegver- ið búinn að varpa þvi frá sér að reyna aftur við þingmanninn þar syðra, en úr þessu hlýtur hann að sleppa öllum slikum hugleiðingum. Nú er Jón Skaftason kominn á tryggan bás. Þessu embætti — yfirborgarfógetanum i Reykja- vik hefur stundum verið likt viö gullkistu. Kristján Kristjánsson sem gegndi þvi á undan Friðjóni Skarphéöinssyni toppkrata, — kom einkum þessu orði á emb-. ættið og eru sagðar margar sög- ur af viðskiptum hans og hirðar hákarl hans, - Jóns B. og fleiri við ýms- ar fógetaaögerðir. I blaðaviðtöl- um hefur Jón Skaftason reynt að draga athyglina frá hneyksl- inu við embættisveitinguna, með þvi að segja að nú eigi að „hreinsa til” á skrifstofú borg- arfógeta I Reykjavik. Fógeti hefur fram til þessa haft gífur- legar tekjur af prósentum við allskonar fógetaaðgeröir og það verður að viðurkennast að margir I stétt okkar lögfræðinga haf rennt hýru auga til embætt- isins. En hvort sem eitthvað verður nú dregið úr prósentun- um, þá fylgja þessu embætti eft- ir sem áður peningar og virðing og það er það sem Jón Skaftason var að sækjast eftir. Unnsteinn og Ásberg Tveir borgarfógetar a.m.k. komu sterklegá til greina i þetta eftirsótta embætti, þeir Unn- steinn Beck, sem lögmenn láta vel af og Asberg Sigurðsson, sem ekki hefur verið eins mikið I sviðsljósinu iOg Unnsteinn, einfaldlega vegna þess að hann er með þannig málaflokk hjá fó- geta. Unnsteinn hefur verið I gjaldþrotamálunum, en Asberg i firmaskránni og þessháttar. Unnsteinn og Eysteinn Jónsson eru náskyldir, báðir Austfirð- ingar og sagan segir að Ey- steinn hafi hringt I Steingrim fyrir frænda sinn, en árangur- inn varð ekki meiri en raun ber vitni. Hinsvegar mun Asberg ekki hafa sótt þetta eins fast og Unnsteinn. Asberg mun hafa hugsað sem svo að Unnsteinn er nú eldri og veröur aldrei lengi i þessu, og þá kemur að mér þeg- ar Sjálfstæðisflokkurinn er aft- ur kominn I stjórn. Þá átti As- berg ekki eins hægt um vik að skammast yfir veitingunni, þvi hann kom beint frá skrifstofu Eimskips I Kaupmannahöfn og var gerður að sýslumanni á Patreksfiröi. Einhver póliti'sk lykt mun nú hafa verið af þvi. Síðar þegar hann var búinn að vera I pólitikinni var hann gerð- ur að borgarfógeta I Reykjavik. Staðan i dag: Rflcissaksóknari: Þórður Björnsson yfir- lýstur Framsóknarmaður og fyrrverandi borgar- fulltrúi flokksins i Reykjavik. Yfirborgardómari: Björn Ingvarsson, yfir- lýstur Framsóknarmað- ur, en með langan feril að baki i kerfinu — eins og Þórður. Tollstjórinn i Reykjavflc: Björn Hermannsson yfir- lýstur framsóknarmaður, af mikilli framsóknarætt og jafnframt með mikla reynslu i tollamálum úr fjármálaheiminum. Y f ir borgarf ógeti: Jón Skaftason, fallkandi- dat framsóknar með litla reynslu i lögfræðistörf- um, en þrautþjálfaður politikus. Yfirsakadómari: Halldór Þorbjörnsson, ekki talinn fráhverfur framsókn. Lögreglustjóri I Reykjavflc: Sigurjón Sigurðsson, langar aö losna úr emb- ætti, en algjörlega frá- hverfur framsókn. Nú er bara spurningin. Hvaða embætti er hægt að finna handa lögreglustjdra svo framsóknar- menn verði einráðir i dóms- málakerfi borgarinnar. Ekki er hægt að gera hann að bæjarfó- geta i' Kópavogi, eftir Sigurgeir, en hvenaar losnar ráðuneytis- stjórastaðan I dómsmálaráðu- neytinu.???? Hákarl. t pósti siðustu helgar ritar Eiður Guðnason svolitla hug- vekju um sameiginleg áform þjóða Norðurlanda um sjónvarp sin á milli með tilstilli gervi- tungla. Þarsem ég hef af ýmsum ástæðum lent I þvi að fylgjast töluvert með norrænni umræðu um þessi væntanlegu tungl stend- ur mér nærri að vikja litillega að grein Eiðs. Eiður getur þess að litið hafi farið fyrir umræðu hér á landi um NORDSAT (en svo er tunglið nefnt). Ekki skal þvi mótmælt, en þó mætti tina til furðumargar greinar sem um máliö hafa verið ritaðar á undanförnum 3 til 4 ár- um. Við þær bætast nokkrar ályktanir, auk umræðuþátta I sjónvarpi og málfundar i Nor- ræsia húsinu, ekki alls fyrir löngu. Hin litla fyrirferö umræðunnar byggist að minu viti á þvi að al- menningur i landinu telur flest mál önnur i opinberri umræðu brýnni en þetta. Fæstir hafa myndað sér m jög ákveðna skoðun um NORDSAT, þótt aðspurðir hafi þeir ekki neitt móti þvl að geta valið um fjölda sjónvarps- rása til viðbótar við islenska sjón- varpið. Þetta hefðu þeir sem vinna að undirbúningi NOR- DSATs gott af að hugleiða: Kraf- an um norrænt gervitunglasjón- varp er alls ekki komin frá al- menningi á Norðurlöndum. Þeir sem hafa fylgst með umræðunni um NORDSATvita að hugmyndin var fyrst kynnt af sænsku geimferðastofnuninni fyrir hálfum áratug og var þá lýst af mikilli bjartsýni hversu fljótt framkvæmdir gætu gengið fyrir sig og hversu ódýrt fyrirtækið myndi verða. Siðan hefur mikiö vatn runnið til sjávar, þykkar skýrslur verið skrifaðar og marg- ir fundir verið haldnir. Málið er orðið miklu flóknara en i upphafi virtist, kostnaðaráætlanir eru orðnar miklu hærri, og siðast en ekki sist, sifellt fleiri raddir heyrast sem draga i efa ágæti sjálfrar hugmyndarinnar. Eiöur kallar efasemdarmenn um NORDSAT „kommúnista” og „menningarfasista á vinstri vængnum” og viröist ekki hafa tekið eftir þeirri hörðu afstöðu sem flokksbræður hans I Sviþjóð (eða er það liðin tiö að Alþýðu- flokkurinn telji til skyldleika við sænska jafnaöarmenn?) hafa tekið gegn NORDSAT, né varn- aðarorðum ótal annarra aðila á Norðurlöndum (þau, ásamt ýmsu jákvæðu um NORDSAT, má m.a. lesa i ritinu Nordisk radio och television via satellit. Rem- issammanstállning (NU B Helgarpósturinn hefur sýnt glöggiega fram á það i siðustu tveimur blöðum, að islenzkir skreiðarseljendur hafi greitt ein- ungis vegna tveggja skreiðar- sölusamninga i Nigeriu mútur, sem nema a.m.k. um 700 þúsund dölum eða nær 230 milljónum króna. Við höfum jafnframt skýrt frá þvi, að þetta hafi verið gert með samþykki Seölabankans og viö- skiptaráðuneytisins. Þar með eru taldir tveir viðskiptaráðherrar, ráðuneytisstjóri viðskiptaráðu- neytisins o.fl. t frásögnum Helgarpóstsins hefur enginn dómur verið lagður á það hvort viðkomandi stjórn- málamenn og embættismenn hafi" gert rétt eða rangt. Við höfum ekki fordæmt neinn. Hins vegar virðast einstaka • menn, sem málið snertir hafa tekið birtingu þessara stað- reynda sem árás á þá persónu- lega. Það er túlkun þeirra. Við þvi getum við að sjálfsögðu ekkert gert. En um hvað vorum viö að skrifa? Við vorum að skrifa um mútur. Við vorum að skrifa um mútur, sem starfsmenn islenzku þjóðar- innar, stjórnmálamenn og em- bættismenn, samþykktu. Við vorum að tala um ákvörðun sem var tekin fyrir okkar hönd. Þess vegna kemur hún okkur við. Hún er ekki einkamál embættis- og stjórnmálamanna. Og ákvörðun af þessu tæi hlýtur að koma okkur alveg sérstaklega

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.