Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 4
Nafn: Vilmundur Gylfason Staða: fllþingismaður Fæddur: 7. ágúst 1948 Heimilishagir: Eiginkona, Valgerður Bjarnadóttir og eiga þau eitt barn Bifreið: Wolkswagen árgerð 1972 Áhugamál: Sitt lítið af hverju w mm w ER HVORKI KERFISKALL NE MOPPUDYR Stjórnmálamenn eru misjafnir og tileinka sér mismunandi vinnuaöferöir. í síöustu kosningum reis upp tii ný tegund stjórnmálamanna. Menn sem fóru ekki troönar sióöir i baráttunni og höföu hátt. Ekkieru ailir sáttir viö hinn nýja stil þessara manna. Sumir segja þá óábyrga. Þeir gaspri hátt um óskyldustu hluti og tala almennt en innihaldslaust um hin einstöku máiefni. Eru lýöskrumar- ar eins og þeir liiestir gerast. Vilmundur Gylfason alþingismaöur hefur einatt veriö nefndur sem forystumaöur þessarar nýju aöferöa. Hann er umdeiidur maöur. Hjá stuöningsmönnum er litiö á hann sem tákn nýrra og bættra tima, en andstæöingum finnst Htiö til koma og segja hans aöferöir minna á trúöleika. Helgarpósturinn yfirheyrir Vilmund um spiliingu, lýöskrum, ættartengsl og pólitik almennt. ilvaö hefur þú gert til aö hreinsa upp f morknu Islensku dómskerfi, eins og þú kallar þaö? „Þvi miður hefur það verið svo, aö meira af þvi sem hefur verið gert siöan viö komumst til áhrifa hjá löggjafarvaldinu, hefur verið I formi tillagna. Þaö er vegna þess, aö viö höfum ekki haft aögang að framkvæmda- valdinu i þessum málaflokki, eins og ég haföi þó taliö rök- ræna niöurstööu siöustu kosn- inga. Svo, frá þvi á miöju sumri 1978, þá hefur i sjálfu sér ekkert gerst á framkvæmdasviðinu i þessum efnum. Hitt er svo ann- aö mál, aö gagnrýni um þessi efni hófst fyrir nokkrum árum siðan og ég held aö viö höfum vakið athygli fólks á þvi sem hefur veriö hrópandi ranglæti i þessum efnum og á þann óbeina hátt I samvinnu við upp- lýst almenningsálit, þrýst á all- nokkrar umbætur á þessu sviöi þrátt fyrir allt. Þú heldur þvi fram, aö ekkert raunhæft gerist i þessum efnum án þess aö Aiþýöuflokkurinn, eöa öllu heldur þú, takir viö dómsmálunum? „Þaö hefði veriö æskilegast að þaö heföi gerst.” Þú vilt ekki aðeins veröa dómsmálaráöherra til þess eins aö veröa ráöherra. M.ö.o. til ab fullnægja metnaöargirnd. „Frá minum bæjardyrum séð gengur pólitik út á hugmynda- fræöilegan ágreining af einu eöa ööru tagi. Stundum er sagt aö þaö sé ágreiningur milli hægri og vinstri fyrst og fremst. Ég er þeirrar skoðunar, aö það sé fyrir löngu oröin úrelt hugtök. Agreiningsefnin eru um allt, allt aöra hluti.” Þú talaðir hátt og mikiö fyrir kosningar. Tókstu of stórt upp i Þ>g? „Þaö held ég ekki. Það er ekki mitt mat.” Ertu oröinn kerfiskall? „Nei. Og ekki möppudýr heldur.” Og veröur aldrei? „Ég veit það ekki. Bitlinga- gjarn er ég ekki. Þaö er einn mælikvaröinn á þetta. Ég held aö ég noti ekki almanna sjóði sjálfum mér til framdráttar. Þetta er annar mælikvaröi. Hugmyndafræöi min er óbreytt. Hún þroskast auövitaö og þróast en er óbreytt I grundvallaratr- iöum. A hinn bóginn hafa fram- kvæmdir ekki orðiö meö þeim hætti sem aö ég heföi kosiö. Þó hefur margt tekist vel og þaö sem ég tel aö eigi eftir aö valda byltingu hér, er raunvaxta- stefnan. Viö komum henni i framkvæmd. Þaö mál snertir ótrúlega marga þætti sem ég og min skoöanasystkin höfum ver- iö aö fjalla um á undanförnum árum, þ.e.a.s. misnotkunina i lánakerfinu, hinar botniausu fjármagnstilfærslur, sem átt hafa sér staö i skjóli lánakerfis og veröbólgu. Ef framkvæmdin tekst, svo sem lög gera nú ráö fyrir, þ.e.aöþetta springi ekki iloft upp vegna stjórnar á öör- um sviöum, þá er þetta auövitaö mál sem viö höfum afkastað og samfélagiö á eftir að njóta i hvi- vetna.” Nú hafðir þú hátt fyrir kosn- ingar og margir viija halda fram aö þú sért enn i kosninga- ham niöri i þingi, hafi sem sagt hátt og iátir mikiö á þér bera. Eins konar kosningalátbragö. Heldur þú aö vinnubrögö af þessu tagi skili málefnalegum árangri innan þings? „Ef það er aö hafa hátt, aö segja hluti sem eftir er tekiö, þá geti ég fallist á aö stundum hef- ur maður eflaust haft hátt. Ég held aö skýringin sé sú aö viö nálgumst mörg einkenni á þjóö- félaginu meö öörum hætti en gamla samtryggingarkerfiö geröi. Ég nefni mál eins og bar- áttuna gegn skattsvikum. Viö lögöum mikið i þaö mál fyrir siöustu kosningar, en efndirnar hafa algjörlega látiö á sér standa. Ég get vel skiliö, aö margt stuöningsfólk okkar sé vonsvikiö meö framgang þessa máls og finnst sem viö höfum litiö annaö gert, en tala og hafa hátt. En hvaö get ég gert? Ég er ekki framkvæmdavald i þessu þjóöfélagi, ég er hluti af löggjaf- arvaldi.” Ertu i nánum tengsium viö fööur þinn, Gylfa Þ. Gislason, og ráöfærir þú þig viö hann um stjórnmál? „Já.” Er þin stjórnmálabarátta ef til vill grundvölluö á hinu svo- kallaöa „Aragötuplotti”? „Plott er útlenskun á islenska oröinu samsæri. Þaö er ekkert slikt samsæri i gangi hjá mér og hefur ekki verið.” Hefur faöir þinn mikil áhrif á þínar stjórnmálaskoöanir? „Skoöanir okkar fara saman i öllum meginatriöum. Ég sé ekki aö þaö sé neitt til aö vera minni maöur af.” 1 framhaldi af fyrri umræöu okkar. Teluröu aö þú heföir átt skiliö aö veröa dómsmálaráö- herra? „Það er þin uppstilling aö setja þetta beint i samband viö persónu mina. Persóna min er algjört aukaatriöi i þessum efn- um. Ég átti bágt meö aö taka þvi, aö af loknum kosningum komu þessir gömlu kerfishlunk- ar og tóku Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson á sitt hvort hné á sér og segöu við þá. „Vinir minir nú ætlum viö að breyta svolitlu, eba niöurstööunum I ksoningunum.” — Þingræöi og lýöræöi á ekki aö ganga svona fyrir sig. Þetta er kannski harkalega aö orði komist, en ég held að sérhver lesandi þessa viðtals skilji þessa afstööu mina.” Ertu metoröagjarn? „Já, nokkuð svo.” Ertu mikiö fyrir aö auglýsa sjálfan þig? „Þetta orö — að auglýsa er eitt af þeim oröum sem ég er ekki alvegsammálaútlistuninni á.” Kitlar þaö þig t.d. aö sjá myndir af þér i blöðum? „Nei, nei. Ég haföi gaman aö þvi einu sinni, en ekki lengur. Máliö er þetta. Tveir menn skrifa blaöagrein og önnur greinin vekur athygli og þykir góð, en hins þykir slæm og fáir taka eftir henni. Er þá aöeins annar aö reyna auglýsa sjálfan sig, en ekki hinn? Ég tel aö þaö sé undirstaöa allra siðmenning- ar og mannlegra samskipta aö menn reyni að koma skoöunum sinum á framfæri. Reyni aö hafa áhrif. Ef ég skrifa blaöa- grein sem þykir góð af þeim sem ég tek mark á, þá veldur þaö, jú ákveöinni hégómlegri kitlun. Ef hins vegar ég sendi frá mér blaöagrein, sem þykir slæm, þá er þaö verr. Ertu einstefnumaður i skoö- unum, eöa tekur þú rökum frá öörum og breytir jafnvel sam- kvæmt þeim stundum? „Ég er einstefnumaður um sumt. Þetta er nokkuð, sem veröur aö vega og meta. í öðr- um málum en ég aftur mála- miölunarmaöur. Þaö er ekki hægt aö starfa i þingflokki eöa stjórnmálaflokki án þess aö vera málamiölunarmaöur. Hins vegar gagnvart hinum nýju um- bótamálum, svo sem dómsmál- unum, skattsvikum, félagsleg- um umbótum eins og lýöræði i fjöldahreyfingum, löggjöf um verkalýöshreyfinguna þar mega andstæöingar minir kalla mig einstefnumann. Ég skal vel taka þvi.” Ertu þjóönýtingarmaður? „Um sumt er ég þaö. Um stóran rekstur er ég þaö, en i smá rekstri, þjónustustarfsemi og ööru slfkuerégeinkareksturs- maöur. Ef viö notum hægri og -vinstri, sem þó eru vitlaus hug- tök, þá er ég hægri krati.” Þú talar um þaö aö ekki skipti máii hvort ríkisstjórnin heiti viðreisn eöa vinstri. Ertu saml innst inni hailur undir viöreisn- arstjórn? „Ég er hallur undir góöa stjórn. Ég hef aldrei dregiö dul á þá skoöun mina, aö skynsam- legasta rikisstjórn sem viö höf- um haft eftir striö, þaö var viö- reisnarstjórnin i upphafi hennar stjórnarferils. Þær aögeröir sem hún beitti sér fyrir i efna- hagsmálum á árunum ’59 og ’60 lögöu grunn aö nýskipan efna- hagsmála, sem skiluöu sér i miklu betri lifskjörum fyrir fólkið i landinu. Sjálfstæöis- flokkurinn er um margt verri flokkur, en hann var á þessum tima. Er það vegna þess aö rik- isafskiptamennirnir — pils- faldakapitalistar — riöa þar nú húsum. Og landbúnaöarstefna þeirra sem Ingólfur Jónsson mótaði og þvimiðun viröist vera rikjandi stefna þar, hvað svo sem fulltrúar flokksins i Reykjavik segja, gera Sjálf- stæöisflokkinn um margt ófýsi- legri kost heldur en hann var áöur. Svo, ég held aö menn geti ekki sagt þaö núna, að þeir vilji eina flokkasamsteypu umfram aöra. Hitt er ljóst að sú rfkis- stjórn. Þaö eru allir farnir að sjá þaö. Hvaö tekur viö? Þaö kann ég ekki að segja. Þú hefur talaö þannig aö þú ekki aðeins teljir þessa stjórn feiga, heldur einnig aö þú viljir hana feiga. Grefur þú undan henni? „Nei, ég hef ekki grafiö undan einum eöa neinum. Eins og ég hef sagt þá átti ég mjög bágt meö aö sætta mig viö þaö hvern- ig að stjórnarmynduninni var staöiö, en i alkvæðagreiöslum sem máli hafa skipt hef ég staö- iðmeöþessari stjórn. Þaö skipt- ir nefnilega iika máli aö samtök séu heilleg. Aðrir gagnrýna að okkar flokkur sé ekki heillegur, en ég held aö þaö sé gagnrýni sem á ekki rétt á sér. Viö höfum staðið meö þessari stjórn. Auö- vitaö hlýt ég aö standa meö stjórnum sem mér þykir góöar og þykja minna koma til stjórna sem mér þykja vondar. Þessi stjórn er þvi miöur nær þvi siö- ara.” Ertu efni i ævipólitikus? „Ég vil heldur vera stutt i póiitik, en þá með reisn. Ef reisnina skortir veröur þá ekki að lengja timann?” Nú viröist fylgið hrynja af Al- þýöuflokknum samkvæmt skoö- anakönnunum. Er þaö þér aö kenna? „Ég veit það ekki. Þaö kann vel svo að vera. Ég hef tilhneig- ingu til að taka þessar skoöana- kannanir bókstaflega. Staöa flokksins var veik i vor. Þaö er auövitaö þannig, aö þegar flokkar og einstaklingar gefa mikil fyrirheit þá veröa von- brigöi stuðningsmanna meiri, þegar minna veröur úr þessum fyrirheitum. Viö lékum af okkur siðastliöiö haust i stjórnar- myndunarviðræöunum og bár- um litiö úr býtum. Þrátt fyrir þaö höfum viö spila'ö merkilega vel úr spilunum, þvi þaö var óneitanlega afskaplega litiö á hendinni.” Attu þér hatursmenn innan raöa stjórnmálamanna? „Nei.” Talist þiö Ólafur Jóhannesson viö? „Já. Ekki hefur það veriö mikið, en allt mjög kurteislegt.” Ertu ekkert farinn að þreytast á krossferö þinni gegn spilling- unni? „Nei, það er ekki svo. Og ég vek athygli á þvi, aö þótt ég sé leiöur yfir sumu, semmérheföi fundist átt að fara öðruvisi, þá er samt margt sem hefur tekist. Þar vil ég mjög gjarnan nefna r aun va x ta m álin. ” Ef þessi krossferð þin gegn spillingu heldur lengi áfram enn, ertu þá ekkert hræddur viö aö veröa samdauna henni i lok- in? „Þaö er alltaf mikil hætta. Hluturinn er auðvitað sá, aö ef að sami hluturinn er endurtek- inn of oft, jafnvel þó hann sé all- an timann fullkomlega réttmæt- ur, þá er hættaá að þetta veröi hjal fyrir tómum eyrum. Þetta er áhyggjuefni sem fólk eins og ég hefur staðið frammi fyrir lengi og á eftir aö standa frammi fyrir um alla framtiö. Þaö þarf ákveðna endurnýjun- arhæfni. Bæði hvaö varöar mál- efni og málflutning og maöur verður að treysta á aö sú hæfni sé til staðar.” Þú telur þig sem sagt hvit- þveginn af allri þeirri spillingu sem hér viögengst? „Þjófur er ég ekki. Hvort ég er sekur einhvers staðar i smáu eöa stóru verða aðrir aö dæma um.” eftir Guðmund Arna Stefánsson

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.