Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 5
—helgarpásturinn. Föstudagur 20. júlí 1979. 5 Stina segir norræna • Nú eru Norömenn að verða rikir á oliunni. Vitið þið hvað er að verða aðal stöðutáknið i Nor- egi. Sænskur bilstióri. • Bandariskur sérfræðingur var fenginn til að athuga aðstæður á öllum Norðurlöndunum með tilliti til þess að hanna þar ný geð- sjúkrahús. Hann fór til Svfþjóöar og komst að raun um að þar yrði ekkert að gert frekar. Hann fór til Danmerkur og lagði til að þar yrði reist bygging á stærð viö Bella Center. Hann fór til Finn- lands og lagði til að reist yröi bygging á viö Finnlandiahúsið. Hann fór til Færeyja og komst að raun um að þar mundi nægja bygging á borð við þinghúsið þeirra gamla. Hann fór til Islands og lagði til aö reist yröi bygging á borð við Norræna húsið. Hann fór svo til Noregs og lagði til að byggt yrði yfir hann allan. • Danir þekkja Norðmenn vel. Þeirra er vel gætt i útköllum i flugvélará Kastrup-flugvelli. Þar er sagt t.d. „Farþegar til Kefla- vikur vinsamlegast gangið út i flugvélina um hlið 13 kl. 13.10”, við Finna: „Farþegar til Helsinki gangið um hlið 10 kl. 13.20.” En við Norðmenn: „Far- þegar til Osló, gangið út um hlið 3 þegar litli visirinn á klukkunni er á einum en stóri visirinn á sex.” • Það eru margar góðar sögur til af Karialainen, finnska stjórn- málamanninum, sem viða hefur gert garðinn frægan. Ein segir frá þvi, að hann fór til Rússlands, þar sem KGB-menn leiddu hann i gildru með fallegum stúlkum og notuðu tækifæriö að mynda vininn bak og fyrir i vafasömum stell- ingum. Svo komu þeir litlu siðar á fund Karialainen, lögðu fyrir hann framkallaðar myndirnar og gáfu i skyn að yrði hann ekki þeim þægur, ættu myndirnar eftir að fara viðar. „Uhm,” sagði | Karialainen og horfði lengi á . myndirnar. „Ég ætla að panta hjá ykkur tvö eintök af þessari þarna mynd, þrjú af þessari og fimm af þessari þarna.” • önnur sagan segir frá þvi þegar Kekkonen Finnlandsforseti þurfti að fara i fri og fékk Karialainen til að taka á móti Nixon sem var að koma i heimsókn til Finnlands. Jú, jú, það var allt i lagi nema hvað Karialainen lýsti áhyggjum sinum yfir þvi hvað hann kynni litið i ensku. Kekkonen sagði hon- um að hafa enga áhyggjur, hann þyrfti aðeins að kunna „Nice to meet you” „How do you do” og „How are you”. Með það fór Karilainen út á flugvöll og tók á móti Nixon. Hann sagði „Nice to meet you” þegar Nixon kom út úr flugvél- inni, og þegar þeir stigu inn i bil- inn sagði hann How do you do. En meðan þeir voru að aka frá flug- vellinum, óð stöðugt á Nixon og Karíalainen mundi að hann átti eina setningu eftir en var ekki alveg klár á hver hún væri. Svo rifjaðist það upp fyrir honum. „Who are you” sagði hann sigri hrósandi við Nixon. Kvikmyndin ;,The Rocky Horr- or Picture Show”, sem sýnd hefur verið i kvikmyndahúsi i Reykja- vik, hefur gengið i tvö ár i Þýska- landi. Mánuöum saman hefur verið uppselt og virðist ekkert lát á aðsókninni. „Rocky”, eins og aðdáendurnir kalla myndina, vekur upp gamlar minningar. Ahorfendur sitja ekki stilltir og rólegir eins og venjan er, né held- ur stara þeir eingöngu á hvitt tjaldið. Þetta er þeirra hátið. Tappar fljúga af rauðvinsflösk- um, það smellur i bjórdósum. Fólkiö talar saman, dansar, drekkur og dansar. Varla er ein einasta ljóölina þar sem áhorf- endur syngja ekki með. Margir koma i alls konar furöubúningum eða farðaöir eins og leikararnir i myndinni. Bióið verður aö uppá- komu, karnavali og grimuballi. FORD FIESTA 1979 Ýmsir bilar eru sparneytnir, aðrir eru rúmgóðir og sumir |afnvel údýrir. Aðeins Ford Fiesta sameínar alla þessa kosti i einum og sama bilnum. Bensineyðsla frá 5,38/100 km. Ótrúlega rúmgott og bfart farþegarými. Verð frá kr. 4.250.000.- Vólin i Ford Fiesta er hin sigilda Cortina/Escert vál, sem endist og endist. Tryggið yður Ford Fiesta í tima. SVEINN EG/LSSON HF -SKEIFUNNI 17 SÍMI85100 REYKJAVÍK Sportjakkar og hnébuxur Glœsilegt úrval ERUM FLUTTIR AÐ SKÓLA VÖRÐUSTÍG14 Sportfatmður og skór í úrvali Q PATRICK adidas unlsport HENSON TENSON — BOLA Sími 24520 Dikaiinn /f.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.