Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 20. júlí 1979 —JÍQldjdVpOStÚtÍnn „Ég hef nú einhvers staöar séö þig áöur” sagöi óöinn fyrrum vegavinnumaöur. „Ætli viö höfum bara ekki hist á árshátíö vegavinnumanna” stingur Siggi upp á. óöinn skoöar Sigga i krók og kima og Siggi hefur látiö hiuta Agústa og Siggi rifja upp hina gömlu góöu daga á Raufarhöfn. Þar sagöist Siggi hafa veriö sendill f Kaup- félaginu — þá 8 ára gamall. Þaö er greinilegt aö vel fer meö þeim. „MflNSTU EKKI EFTIR MÉR?” „Heyröu, vannstu ekki einu sinni meö mér i lögreglunni?” „Ha, ég?” „Já, varstu ekki á D-vaktinni?” „Nei, ég hef aldrei veriö i lög- reglunni. Þú hlýtur aö hafa fariö mannavillt.” „Ég fariö mannavillt. Nei, nei, ég man vel eftir þér. Þú hlýtur lika aö muna eftir mér, honum Sigga númer 78.” „Ég kannast nú eitthvaö viö andlitiö á þér, en kem þér ekki al- veg fyrir mig. En ég hef aldrei veriö i löggunni. Þaö er klárt.” „Jæja, ókei. Þá sjáumst viö bara. Bless, bless.” Þau voru nokkur samtölin I lik- indum viö þetta sem fóru fram utan viö Útvegsbankann I sólskin- inu siöastliöinn föstudag. Hcígar- pósturinn brá á leik og geröi smá- tilraun á Reykvikingum. Hvernig brygöust borgarbúar viö, ef blá- ókunnur maður viki sér aö þeim, ávarpaöi kunnuglega og taiaöi viö þá eins og gamla vini? Eru is- lendingar hræddir viö ókunnuga? Það var Siguröur Steinarsson (Siggi Múli) dreifingarstjóri Helgarpóstsins sem brá sér i hlut- verk þess kumpánlega. Hann setti á sig þennan forláta sbcpens- ara og sólgleraugu, tók sér stöðu framan við bekkinn hans Péturs Hoffmanns i Austurstrætinu og vatt sér siðan að vegfarendum. Ljósmyndarinn tók sér stöðu I nærliggjandi búðarglugga en blaðamaðurinn var á sveimi i kringum Sigga og fylgdist með atburðarrásinni. Og Siggi fór i gang. „Vorum saman á vertíð” Fýrsta fórnarlambið varung og fögur stúlka um tvitugt. „Nei, sæl og blessuð,” sagði Siggi. „Langt siðan við höfum sést.” Stúlkunni brá greinilega og brosti tvirætt, en sagði ekkert. „Hvaðmanstu ekki eftir mér?” hélt Siggi áfram, virtist hálf sár. „Manstu ekki eftir honum Sigga á Vopnafirði? Við vorum þar sam- an á vertiö.” „Ég hef aldrei verið á Vopna- firði,” svaraði stúlkan hikandi og dáli'tið feimnislega. Það var ekki laust við að roði breiddist um andlit hennar. En „Siggi frá Vopnafirði” sýndi enga misk- unn* „Aég aðtrúaþvi, aðþúsértbú- in að gleyma mér? Horfðu vel á mig, þú hlýtur að muna eftir mér.” Stúlkan yppti öxlum, brosti og sagðist ekkert muna eftir honum. Hún hefði aldrei séð hann. Og „Vopnfirðingurinn” hressi gaf eftir. „Jæja þá. Þar fór það.” Og þau kvöddust með virktum. Að krækja i ódýran sjens Og siðan rak hvert fórnarlamb- ið annaö. Siguröur dreifing- arstjóri sýndi enga miskunn og hellti sér yfir blásaklaust fólkið „Manstu ekki eftir mér” segir Siggi Múli og heldur stúlkunni fastri meö þvi að halda um töskuólina. En þaö dugöi ekki til. Stúlkan vildi ekki kannast viö kauöa. Ongu stúlkurnar voru erfiöastar. Þeim fannst einhver Casanova-svip- ur á Sigga og treystu honum greinilega ekki. Þessi kimdi aöeins og hljóp síöan á brott — frelsinu fegin. ara i bænum, siðan varð hann skyndilega sendill á Raufarhöfn, og þar næst lögga nr. 78 i Reykja- vik. Einkum var það eldra fólkið sem gaf sér tima til að tala við þennan málglaða náunga. Það heilsaði honum með handabandi, en kvaðst nú ekki geta komið hon- um fyrir sig, jafnvel þótt Siggi tæki niður sólgleraugun og sbc- pensarann. „Nei, ég man nú ekki eftir þér. Það getur samt vel ver- ið að við höfum hist, en ég man bara ekki eftir þvi,” var sigilt viðkvæði. Það voru alls um fimmtán manneskjur sem lentu i klóm Sigga. Það hafa ekki verið fleiri en fimm eðasexsem gáfu sér ein- hvern ti'ma til að tala við þennan dularfúlla „karakter”. Flestir af- greiddu hann með einni setningu eða með þvi að yppta öxlum og brosa út i annað. Ætli þetta þýði það, að Reykvikingar séu al- mennt innhverfir og feimnir? Þessi tilraun Helgarpóstsins rennir óneitanlega stoðum undir þá ágiskun. „Komdu sæl Ágústa” En ekki voruallir leiðinlegir við hann Sigga. Hún Agústa, sem einu sinni var á Raufarhöfn gaf sér góðan tima til að rabba málin. Siggi ávarpaöi þessa Agústu, sem er kona komin á efri aldur, með þessum orðum. „Komdu sæl Agústa.” Og viti menn, hann haföi hitt naglann á höfuðið. Hún hét einmitt Agústa. Og þau ræddu lengi um lifið á Raufarhöfn, en i það skiptið var, Siggi einmitt þaðan. „Ég man eftir þér Agústa, þegar ég var þar sendill 7—8 ára gamall.” Ekki þekkti þessi geð- þekka kona Sigga, enda ekki nema von. Liklega hefur hann breyst eitthvað siðan hann var 7 ára, auk þess sem hann hefur aldrei á Raufarhöfn komið. Þá var hann hress hann óðinn, sem vann einu sinni I vegavinnu. Já, þá hafði Siggi að sjálfsögðu unniði vegavinnu líka. Þeir hefðu að öllum h'kindum hist þar. „Var það ekki fyrir norðan”, spurði Siggi, „Nei, svaraði Óðinn, „Ég vann hér i bænum.” „Já, þá höfum við liklegast hist á árshátið vegavinnumanna,” sagði þá Siggi að bragði. Óðinn gaf litið út á það, en taldi ekki ólíklegt að leiðir þeirra Sigga hefðu einhvern tima legið saman. En myndirnar tala sinu máli og segja meira en skrifuð frásögn. Helgarpósturinn biður „fórnar- lömbin” auðmjúklega afsökunar á þessu plati og vonar að enginn hafi hlotið sár af þessari stuttu viðkynningu við Sigurð Steinars- son dreifingarstjóra blaðsins. En búast má við að þetta sama fólk heilsi Sigga hlýlega þegar það hittir hann næst i Austurstrætinu. Þá verða rifjaðar upp gamlar sögur frá Raufarhtfn, eða úr löggunni, eða frá Vopnafirði, eða úr vegavinnunni, eða ...... „Þú hlýtur aö hafa veriö i löggunni meö niér.” Ekki vildi hinn ungi maöur viöurkenna þaö. „Ég hef aldrei veriö lögga” sagöi hann. og kvaðst þekkja vel. Mjög tók fólk þessu ávarpi misjafnlega. Sumum borgurunum brá i brún, kipptust við og tóku sprett fram- hjá þessum ókunna „dóna” sem dirfðist að ávarpa þá úti á miðri götu. Enginn brást þó illa viö og flestir þeirrasem ekki vildu eiga orðræður við þann „hressa” brostu vorkunnsamlega. Hafa ef- laust hugsað með sér. „Hann er nýkominn i bæinn þessi og þekkir engan. Aumingja maðurinn.” Þaö var áberandi að konur af yngra taginu voru hvað þurrastar á manninn. Hvers vegna er ekki gott aðsegja um. Kannski haldið að þessi ætlaði að krækja sér i ódýran sjens. Ja, en nú er Siggi einu sinni tiltölulega myndarleg- ur ungur maður, eða hvað? Siggibrá séri ýmisgervi. Hann breyttist þarna i Austurstrætinu úr sjómanni frá Vopnafirði i mál- „Já taktu niöur gleraugun, þá gæti veriö aö ég kannaöist viö þig,” segir ungi maöurinn á myndinni. Og þaö dugöi. Þegar allt kom til alls, þá þekkti hann Sigga — eöa haföi i öliu falii séö hann og kannski heyrt um hann getiö.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.