Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 13
Föstudagur 20. júlí 1979-tlOÍ(^3rfDOSfl irínn Tage Ammendrup er nafn sem flestir ef ekki allir ís- lenskir sjónvarpsáhorfendur kannast við. En það er eins og með öll þessi nöfn sem birtast á skjánum, að þau eru bara nöfn. Færri vita kannski hvernig maðurinn á bak við það lítur út. Sumir hafa jafnvel verið búnir að gera sér einhverjar hugmyndir um það en það vill oft verða svo að slíkar hugmyndir eru f jarri raunveruleikanum. Tage var að þvi spurður hvort hann langaði ekki líka að verða þekkt andlit. „Alls ekki", sagði hann. „Maður vill heldur láta þætt- ina tala fyrir sjálfan sig og vinnuna sem er í sambandi við þá. Það er það sem skiptir raunverulega máli. Ég hef ekki haft neinar ambitionir til að auglýsa mig. Ég hef enga komplexa, ég er blessunarlega laus við þá". ad fdra u úr rútínuskurdinum ii „Ég er alæta á bækur.” — Af hverju heitiröu Tage Ammendrup? „Faðir minn hafði þetta ættar- nafn og ég var skirður Tage. Ég réöengu um þetta. Fööurætt min er frá Suöur-Sjálandi en móöur- ættin frá Skagafiröi og Húna- vatnssýslu. Viö fórum i fýrra meö fööur mínum til Sjálands og skoöuöum ættarslóöir, litum m.a. I kirkju- bækur. Það var mjög gaman. Ég heldað þaðfylgi þvi'þegar maöur eldist aö þá fer maöur að hugsa um uppruna sinn. Móðir mi'n var ættfróð og ég vissi meira um þá ætt. Þegar maöur hefursvona mikiö að geragefst ekki timi til aðhorfa hvorki fram né aftur. Maður er i þessum daglega rútinuskuröi og gefur sér ekki tima til aö fara upp á bakkann oglita i kringum sig ”, — Hvernig stóö á komu fööur þins hingað? „Ætli þaö hafi ekki verið ævin- týraþrá. Hann vann hjá danska rikinu en á þessum tima var mik- iö atvinnuleysi, þannig aö þeir sögðu upp öllum einhleypum starfsmönnum. Hann fékk gott atvinnutilboð hér og fluttist hingaö. Hann gerðist mjög harður Islendingur og bjó hér i 50 ár. Hér kynntist hann lika mömmu og ég er árangurinn”. „Frekar lélegur fiöluleikari” — Hvað hefurðu starfað? „Fyrst byrjaöi ég að vinna i verslun. Það var verslunin Drangey, sem við áttum, móöir minogég. Égsá um hljóðfærin og hljómplöturnar. Það gekk svona upp og ofan þvi þetta var erfitt timabil. Hljómplötugeröin breyttist úr 78 snúningum yfir i 45 snúninga og siðan i 33. Jafnframt þessu var ég i Tón- listarskólanum i 5-6 ár i tónfræöi og fiðluleik. Ég stundaö það ekki — Af hverju hættirðu? „Breytingin úr 78 snúninga hljómplötum yfir i 45 og siðan 33 gerði útgáfuna mjög erfiða. A þessum ti'ma var ég farinn að vinna fyrir útvarpið þætti þar. Svo kom sjónvarpið til sögunnar og ég varð að gera upp við mig hvort ég ætlaði að vinna þar eða reka verslun”. „Að þurrkast upptökur. Útvarpið var eini staðurinn en þeir voru alltaf uppteknir við dagskrárgerð þannig að maður var alltaf betl- andiá þeim. Viö fengum stundum ekki nema tvo tima til að gera tvö lög. Upptökurnar voru óhemju frumstæðar. Við byrjuðum i Landsimahúsinu en eftir að út- varpið flutti á Skúlagötu batnaði þetta. Nokkrar plötur sem teknar voruupp voru gefnar út i Noregi og Sviþjóð, Hreðavatnsvalsinn, Litla flugan og Æskuminning. Og hver einasta Bar'hljómsveit i Evrópu kunni Litlu fluguna”. — Einhver fiaskó? „Þaö var fullt af plötum sem voru algert fiaskó. Þegar svona margar plötur eru gefnar út eru margar lélegar, en það voru margar þokkalegar”. — Besta platan? „Ég veit það ekki,, þær voru margar ágætar. Ég held að upp — Hvenær byrjaðirðu hjá sjón- varpinu? „Ég byrjaöi þar i desember 1965. Viðfórum flestir út og fór ég fyrst til Danmerkur og var hjá danska sjónvarpinu. Þaðan fór ég tíl BBC, þar sem ég var i þrjá mánuði Þar lærði ég hvernig rekstur sjónvarpsstöövar er og ennfremur allt i sambandi við dagskrárgerö og leikritaupptök- ur. Þar kynntist maður þvi að vinna með leikstjóra og að leik- stýra sjálfur”. — Hvernig var á BBC? ,,Ég kunni geysilega vel við mig. Þetta er einn skemmtileg- asti og lærdómsrikasti tí'mi sem ég hef lifaö. Ég fór aftur 1968 og fékk ansi gott tilboð frá þeim, reyndar tvisvar. Þá vantaði pródúsent við einhverja svæða- stöðina en ýmsar persónulegar aðstæður urðu til þess að ég fór ekki. Mér fannst gott að vera i' Bret- landi og þar var góður andi. Þaö ereittsem þeirhafa og við höfum ekki getaö lært en það er að undirbúningstiminn er miklu lengri, þannig að upptökutimi i stúdiói er sty ttri. Það gefur auga leið að þetta er mikill sparnaður. — Hvernig var upphafið i sjón- varpinu? „Þaövar geysilega gaman. Viö unnum meira eða minna allan sólarhringinn. Við vorum tveir dagskrárgeröarmenn i Lista- og skemmtideild, Andrés Indriðason og ég, og við bjuggum hreinlega niðri i sjtovarpi 4-5 fyrstu árin. Það liðu mörg ár áður en þriðji dagskrárgerðarmaðurinn var (fekur vantar góð tæki; tækni- búnaður okkar er i algeru lág- marki. A meöan sjónvarpið er i f jársvelti, fá dagblöðin að hækka áskriftargjöld en viö ekki fyrr en eftir dúk og disk. Það vantar einnig fieiri dagskrárgerðarmenn svo hægt sé að gefa sér meiri tima i undirbúning. Við erum kannski með f jóra eöa fimm þætti í undirbúningi i einu og er misjafnt hvað þarf mikinn tima til að undirbúa hvern. Ein- faldur þáttur getur tekið noldira daga en leikrit þarf lágmark þrjá til f jóramánuðitil þess aðhægt sé að einbeitaséraðþvi. Maðurþarf ásamt leikstjóra og höfundi að velta fyrir sér leikritinu, fara yfir textann, gera tökuhandrit, finna upptökustaði ef það er kvik- myndataka. Einnig þarf að winna með leikmyndasmiðum og tæknimönnum, svo það veitir ekki af timanum”. — Fáið þið þennan tima? „Þaðer undantekning. Ég man að einu sinni var Andrés úti i Noregi I tvo eða þrjá mánuöi. Ég tók þá uppfimm leikrit frá miðj- um ágúst og fram i desember og auk þess alla þá þætti sem voru geröir á vegum Lista- og skemmtideildar. Ég held við verðum að staldra við og taka upp ný vinnubröeð ef ekki á að koma stöðnunJSvo þarf að bæta við dagskrárgerðar- mönnum”. — Stendur það til? „Það hefur verið rætt um það i okkar hópi en núna er almennur niöurskurður hjá opinberum fyrirtækjum svo þetta er kannski slæmur tlmi til að tala um það. Það þyrfti að sinna landsbyggð- inni betur þvi þar er geysimikið efni. Ég hef sjálfur verið með „Það er enginn maöur meö mönnum, nema hann fari „hring- inn”.” „Þeir kölluöu okkur vitlausu ts- lendingana.” nógu vel en tel mig hafa haft gott af þvi”. — Ætlaðirðu að gerast hljóð- færaleikari? ,,Ég veit það ekki. Ég hafði gaman af tónfræði en var frekar lélegur fiðluleikari. Ég ætlaði mér ekki að verða einleikari ég hafði of gott tóneyra til að æfa mig á fiðlu. Þarna voru skemmtilegir kennarar. Páll ísólfsson kenndi tónlistarsögu, Kalli Run og Urbancic tónfræði og Björn Ölafsson kenndi fiðlu meðal annarra. Ég var áður búinn að verahjá hinum ýmsu kennurum. Einnig gaf ég út tónlistartíma- ritið „Musica” i þrjú ár. Það voru margirsemskrifuðu iþaðen endaöi með því að ég var farinn að skrifa þaö sjálfur. Ég sé eftir aöhafa hætt,þviþað vantarsvona alhliða tónlistarblað. 1 sambandi við verslunina byrjaði ég að gefa út plötur og gerði það um tiu ára bil”. — Hvað gafstu út margar plöt- ur? „Ætli ég hafi ekki gefið út milli eitt hundrað og eitt hundrað og fimmti'u plötur. Þetta var alhliða útgáfa barnaplötur, dægurlög og sönglög. Þaðsem fékk mig tilaðbyrja á þessuvarað það hafði ekki komið islensk plata frá þvi' fyrir strið. Mér fannst ekki hægt að það væru eingöngu erlendar plötur á markaðnum. Það var enginn stórgróði að þessu þvi upplagiö var takmarkað. Fólk var ekki eins sterebvætt og það er núna, átti ekki eins miklar græjur. Það átti kannski einn handsnúinn grammófón. Það vorumiklirerfiðleikar með margar barnaplöturnar og þá sérstaklega úr Kardimommu- bænum, hafi verið vel heppnaðar. Við gáfum lika út fyrstu óperu- plötuna, „1 álögum”, eftir Sigurð Þórðarson en upptakan var ekki nógu góð. Hjá mér voru margir þekktir listamenn eins og Soffia Karls- dóttir, Alfreö Clausen, Sigurður Ólafsson, Sigfús Halldórsson, Ingibjörg Þorbergs, Kristinn Hallsson, Quðrún A. Simonar og Þuriður Pálsdóttir”. „Bassinn kom alltaf i gegn” Ég man eftir einni upptöku með gömlu hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Upptökumaðurinn var búinn að stilla hljóðnemann og var að balansera hljóðið en bassinn kom alltaf i gegn. Hann færði bassaleikarann aftar ogaft- ar en alltaf kom bassinn i gegn. Upptökumaðurinn var orðinn slæmur á taugum, en það kom i ljós að hann hafði gleymt opnum hljóðnema þarna fyrir aftan og eftir þvi sem bassaleikarinn fór aftar þvi hærra heyrðist. t sambandi við plötuútgáfuna var ég með kvöldskemmtanir og kabaretta og gekk þaö vel. Þá sá ég um aö flytja inn erlenda skemmtikrafta. Þessir kabarett- ar sem ég var með voru með is- lenzkum listamönnum og voru þar sungin vinsælustu lögin hjá útgáfunni. Við fylltum Austur- bæjarbió 10-15 sinnum. Skemmtanalifið var mjög fábreytt og fólk tók þessuvel” ráðinn og nú erum við fjórir. Þetta er svo mikiö álag að menn hljóta aö þurrkast upp fyrr eða siðar. Viö vorum um þrjátiu sem byrjuðum i upphafi og þar rikti mjög góður andi. Það eimir enn eftir af þessum gamla anda þegar menn voru aö vinna þarna allan sólar- hringinn alveg eins af áhuga og vegna pening- anna. ,Ekki one man show” Sjónvarpið er ekki „one man show”. Sjónvarp er fyrst og fremst hópvinna og ég held að ef viö get- um undirbúið hlut- ina betur og unnið meira með hópnum, þá fengi maður bæði vandaðri vinnubrögð og losnaði við auka- vinnu og stress þegar mikill hluti fólksins veit ekki hvað þaö á aö gera fyrr en það kemur i stúdióið. Þaö er þaö sem við vonum ;að komi hjá okkur. þætti utan af landi^n.a. „Úreinui annað” og „A ferö með Bessa”. Þá hefur ómar llka sinnt lands- byggðinni eftir bestu getu. Þarna er fullt af fólki sem gaman væri að fá á filmu; ekki þetta spjaldskrárfólk. Fólk sem hefur frá mörgu aö segja og er gott efni. En þaö er eins og annað — okkur vantar mannskap og tima. Þegar maður hugsar til þess hvað Passiukórinn á Akuryri og Leikfélögin á Húsavik og Akur- eyri hafa afrekað, þetta er alveg lygilegt. Ég hef alltaf haft áhuga á að gera dagskrá um fólk i fiski ogá sjó. Eftir tólf til fjórtán tima vinnudag, fer þaö á æfingar hjá „Fullt af plötum sem voru algert fiaskó.’ „Ég hef enga komplexa.” einhverjum kór eða leikfélagi. Þetta er mjög algengt viða um land. Ég hef einnig áhuga á aö gera röð þátta um Jón Sveinsson, Nonna sem var okkar þekktasti barnabókahöfundur. Einn maður hér á landi, Haraldur Hannesson bankamaður, á vandað Nonna- safn. Hann á bréfasafn Nonna, Manna, Boggu og mömmu þeirra sem var mjög sérkennileg kona. Ég er með visi að handriti, ætla að flétta inn i ævisöguna broti úr bókum hans. Annað prógram sem mig lang- ar til að gera, er um þekktasta uppfinningamann okkar, Hjört Þórðarson. Hann tók yfir 150 einkaleyfi áður en yfir lauk. Enn- fremur var hann ástríðufullur bókasafnari og náttúruverndar- maður og afrekaði mikið á þvi sviði. Ég sótti um styrk á sinum tima til aðgera þessa mynd en ég fékk hann ekki”. „science-fiction”, leyniiögreglu- sögur. Þetta kemur i köflum. Svo les ég i sambandi við mitt fag, en það kemur ekki mikiö af slikum bókum og erfitt er að ná i þær. I augnablikinu er ég aölesabókum búddisma. Ekki það ég ætli að „convertera”, en ég hef áhuga á austrænum trúarbrögðum. Svo hefi ég gaman af tónlist. Sérstak- lega jazzogeldri sigildri tónlist. Ekki má gleyma þvi að ég hef spilað badminton i'30 ár, yfirleitt með sama hópnum. Við spilum tvisvar I viku en spiliö verður hægaraeftir þvisem árin liða. Ég hef lika mikinn áhuga á að spila fóttíðlta. Við höfum komið upp fótboltavelli við sumarbústað i Mosfellsdal og spilum þar baki brotnu. Tilburðirnir eru eins og þeir gerast bestir á Laugardals- vellinum en tæknin er ekki i sama kiassa”. færeysku. Þetta tókum við upp á sex dögum. Samtimis okkur voru þarna Norðmennsem voru að taka upp viðtal við Heinesen. Þeir voru búnir að vera þarna I hálfan mánuð þegar við komum og voru lengur. úr þvi' var gerður 45 minútna þáttur. Þeir fylgduokkur eftir til aðsjá hvernig við ætluðum að gera þrjú prógrömm á þessum tima. Þeir voru ógurlega góðir við okkur og kölluðu okkur vitlausu Islending- ana”. — H'vað er framundan? „Fyrsta verkefni eftir sumar- fri, verður leikrit sem hefur hlotið vinnuheitiö „Heimahöfn”, og er eftir Guðlaug Arason. Leikstjóri verður Lárus Ýmir öskarsson. Þetta eru ungir og frjóir menn og verður efalaust gaman að vinna með þeim”. Vidtal: Guðlaugur Bergmundsson Myndir: Fridþjófur — Viltu eitthvað segja um veitinguna á stöðu dagskrárstjóra Lista- og skemmtideildar? „Eftir siðustu kosningar kom svo mikið af ungum mönnum I stjórnmálin, að maður hélt að það táknaöi breytt vinnubrögð I em- bættisveitíngum. Þess vegna er maður ef tíl vill sárari. Ekkert hefur breyst, nema nöfnin á mönnunum. Maöur les hitt og þetta um em- bættisveitingar I blöðunum, en það snertir mann ekki fyrr en maður fær sparkið sjálfur. Eyðimerkurrölt Ef til vill ættum við aö rölta um i eyðimörk svona 40 eða 50 ár eins og gyðingar 'hinir fornu og sjá hvort sú kynslóð er þá tæki við heföi ekki heilbrigðari lifsviðhorf. Ég er ánægðastur yfir þvi að samstarfsfólk mitt hefur sýnt mér mikið traust. Þaö hefur komið skýrt fram að þetta eru ekki mótmæli gegn Hinrik Bjarnasyni sem slik- um, heldur mótmæli gegn þvi hvernig embættið var veitt”. — Hvað með áhugamál? „Mitt stóra áhugamál hefur veriðskógræktin og svo er ég með töluverðan snert af ljósmynda- dellu. Þá les ég heil ósköp; er alæta á bækur. Ég les aflan fjandann, skáidsögur, Tage Ammendrup „Vitlausu íslendingarnir” — Hvað gerirðu við sumarfríið? ,,Ég ferðast dálitið j ég hef gaman af þvi. En það er oft sem ég hef þurft að vinna i sumarfri- inu. Ég fæ núna gesti frá Danmörku og var jafnvel að hugsa um að fara með þá til Vestmannaeyja og e.t.v. „hringinn”, en hann hef ég aldrei farið. Þaðer enginnmaöur meö mönnum, nema hann fari „hringinn”. — Ertu stressaður? „Maður veit aldrei sjálfur hvort maður er stressaöur. Þaö er hægt að segja, að það sé synd þegar hægt er að géra góöa hluti, en timann skortir. Það fer eigin- lega verst með mann. Ég var einu sinni I Kaup- mannahöfn og hitti þar kollega mina. Þeir spurðu mig hvað ég væriaögera. Ég svaraði þvi tíl að ég væri með vikulega skemmti- þætti. Þá spurðu þeir mig hvort éghefðiekkifimm til sexmánaða undirbúningstima. Ég sagði þeim aðég hefðifengiðti'udagaáður en fyrsti þátturinn var gerður, en siðan eina viku. Þeim datt ekki i hug að nokkur gerði svona hluti. Við fórum einu sinni frá sjón- varpinu til Færeyja og gerðum þrjá þætti þar, einn um Ólafsvök- una, einn um Færeyjar almennt og einn um þjóðdansa og leikrit, þar sem voru tveir kaflar úr verkum eftir Heinesen. Það var allt á dönsku, þannig að það þurfti að byrja á þvi að þýða þá yfir á í Helgarpóstsviðtali

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.