Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 17
17 —hú/garpásturínrL. Föstudag ur 20. júlí 1979. Væntanlegar myndir í bíóunum: Nokkrir góðir Þaö kom fram I slðasta Helgar- pósti, aö kvikmyndahiís Reykja- víkur sýna um 30 myndir I mán- uöi hverjum. Blaöiö haföi sam- band viö nokkur kvikmyndahtis til aö forvitnast um væntanlegar myndir. Eins og viö var aö búast, er mikill meirihluti þeirra mynda, sem væntanlegar eru, annaö hvort frá Bandarikjunum eöa Bretlandi. Ein mynd kemur frá Sviþjóö ein frá Þýskalandi, ein frá Danmörku, ein frá ttaliu og ein frá Frakklandi. Um gæöi myndanna má eflaust lengi deila, en undirrituöum sýn- ist þarna vera á feröinni myndir i meöallagi, þegar á heildina er lit- iö. Nokkrar þeirra má hiklaust telja góöar, en fleiri viröast þær, sem enginn græöir neitt á aö sjá. Tónabió á von á nokkrum góö- um myndum á næstunni. Þar má nefna New York, New Yorkeftir Martin Scorsese, með Robert DeNiro og Lizu Minelli i aöalhlut- verkunum og Valentino eftir hinn misgóöa Ken Russel. Aðalhlut- verkið i þeirri mynd er i höndum (eða fótum) balletstjörnunnar Rudolf Nureyev. Þá er von á verðlaunamyndinni Apocalypse „Þetta er safn af greinum frá ýmsum tlmum, og sumt hefur birst áður. Þaö hefur birst hér og þar, 'dagblöðum, tlmaritum og einnig eru þarna ræöur,” sagöi Thor Vilhjálmsson rithöf- undur í samtali við Helgarþóst- inn, um nýja bók eftir hann, sem Lystræninginn gefur út. Þetta verður um 200 slðna bók og er hún væntanleg á markaöinn I byrjun september. „Meiningin er að gera það erfiðara fyrir þeim, sem hafa hug á, að ljilga á mann skoðun- um og rangfæra min sjónarmið. Meiningin er að komi I ljós viö- horf min um árin og þátttaka i umræðu á vettvangi daganna. Ég vona að þetta verði nokkuð fjölbreytilegt. Svo vakir nú lika fyrir mér, að þetta verði eins konar viðleitni til aö gera þeim Noweftir Francis Coppola og The Last Waltz, kveðjukonsert The Band sem Martin Scorsese kvik- myndaði. Þessar myndir eru þó ekki væntanlegar til landsins fyrr en undir áramót, og til að sýna þær þarf Tónabió að koma sér upp stereokerfi. Aörar myndir sem væntanlegar eru i Tónabió, eru Litla stúlkan viö endann á trjágöngunum, sem leikstýrð er af Nicolas Gessner. Helsta hlut- verk þeirrar myndar er leikið af táningastjörnunni Jodie Foster, West Side Story, leikstýrð af Rob- ert Wise, Return of a Man Called Horse eftir Irwin Kershner, Prinsinn og betlarinn eftir Rich- ard Fleischer. Þetta er mynd gerð eftir þekktri sögu. Siðast en ekki sistersvo von á siðusturúm- stokksmyndinni (fyrirtækið er nefnilegafariðá hausinn) ogheit- ir hún Sjómenn á rúmstokknum. Hjá Laugarásbió fengust þær upplýsingar, að væntanlegar eru að minnsta kosti þrjár myndir, sem telja verður nokkuð bita- stæðar. Þær eru nýjasta mynd Ingmars Bergman Haustsónata, sem alls staðar hefur hlotið mjög lofsamlega gagnrýni eins og erfiöara fyrir sem vilja takmarka málfrelsi á landinu.” — Ertu þá harðorður I þessum greinum? „Ætli þaö ekki.Ég hugsa að það megi segja það. Ég er ekkert banginn að segja minn hug. Sjónarmiö kunna að visu aðhafa breysti ýmsum málum, en þetta eru min viðhorf á þeim tima er þetta var samið og ég læt það standa eins og það var. Ég breyti þvi ekki og stend við það allt saman. Ég held aö fólki geti þótt þetta forvitnilegt, þvi það er vinsælt á Islandi að tala tæpitungulaust,- Allur almenningur kærir sig ekkert um það, að menn tali svo varlega, að það komi kannski ekki iljós hvað þeir eruað fara. Elsta greinin er frá miðjum sjötta áratugnum, og alveg fram á þetta ár. —GB. bitar flestar myndir sem hann sendir frá sér, Despair, eöa Reise ins Lichteftir einn af þýsku meistur- unum Reiner Werner Fassbinder. Þetta er fyrsta myndin sem Fass- binderhefur gertá ensku. 1 þess- ari mynd, sem ekki verður taiin til bestu mynda Fassbinders, leikur Dirk Bogarde eiganda súkkulaðiverksmiðju á upp- gangstima nazista I Þýskalandi. Einnig er von á myndinni The Shout, nýlegri breskri mynd eftir Jerzy Skolimowsky, meö Alan Bates og Susannah York i aðal- hlutverkum. Aðrar myndir eru House Calls, með Walther Mat- thau, leikstýrð af Howard Zieff, og The Greek Tycoon, sem ku vera li'tt dulbúinn ævisaga Ara Onassis. Anthony Quinn leikur Ara og Jaqueline Bisset leikur Jackie. Leikstjóri er Lee J. Thompson. Háskólabió tekur á næstunni til sýninga Wages of Fear, eftir skáldsögu franska rithöfundarins George Arnaud sem er leikstýrð af William Freidkin. Þessi saga hefur áður verið kvikmynduð, og þá af Frakkanum Henri-George Clouzot. Segir hún frá tveim mönnum sem eru innilokaðir i einu af rikjum Miö-Ameriku. Til þess að fá pening fyrir fari úr landi, taka þeir að séf að aka full- um tankbil af nytroglicerin um langan veg og erfiðan, svo hægt sé að slökkva mikla elda sem geysa i oliulindum. Besta myndin sem væntanleg er i Háskólabló á næstunni, er likléga mynd meist- ara Viscontis Ofbeldi og ástriöur með Burt Lancaster og Helmut Berger. önnur góð er franska myndin Cousin, cousine eftir Jean-Charles Taechella, ein af betri myndum frá Frakklandi á þessum siðustu ogverstu timum i kvikmyndagerð þeirra. Assault on Precinct 13 heitir sakamála- mynd, sem leikstýrð er af John, Carpenter. Þetta þykir nokkuð skemmtileg og hressileg mynd, sem tekst að endurskapa formúlu frá HowardHawkes. Þá er einnig væntanlegar tvær myndir úr sama flokki, The Bad News Bears in Breaking Trainingog The Bad News Bears Go to Japan. Næsta mynd I Nýja Bió verður The Turning Point. Herbert Ross leikstýrir þar Anne Bancrosft og Shirley MacLaine i mynd um ballerinur, en þykir takast frem- ur illa. Þá eru I textun tvær myndir, Julia eftir Fred Zinne- ,,Safn greina frá ýmsum tíma” segir Thor Vilhjálmsson Ingrid Bergman i „Haustsónötu” Bergmans, sem er væntanleg í Laugarásbió. man, gerð eftir sögu bandari'sku skáldkonunnar Lillian Hellman. Segir þar frá sambandi hennar við Juliu, vinkonu hennar, sem fór til Þýskalands tilað taka þátti baráttunni gegn nazismanum. Þetta er mjög þokkaleg mynd með tveim úrvals leikkonum, Jane Fonda og Vanessu Red- grave. Hin myndin er Damien (Omen 2) og mun það vera fram- hald einhverrar hryllingsmynd- arinnar. Siöar segjum við frá væntan- legum myndum annarra kvik- myndahúsa. — GB TVEGGJA DAGA •TÍLTEKTAR’ RÁÐ- STEFNA INNAN Þ J ÓÐ LEIKHÚSS Innan Þjóöleikhússins var i lok sföasta leikárs efnt til ráö- stefnu meö yfirstjórn leikhúss- ins, leikurum og ööru starfsliöi. Uröu miklar umræöur og for- ysta leikhússins mjög gagn- rýnd, að þvi er Helgarpósturinn hefur fregnaö. Mikil óánægja hefur verið innan Þjóðleikhússins sl. starfs- ár, en á þessari ráðstefnu kom þessi óánægja upp á yfirborðið og hreinsaöi að þvi leyti and- rúmsloftið. Leitast var við að gera úttekt á starfinu innan leikhússins sl. vetur og draga fram það sem betur hefði mátt fara. Fram kom hörð gagnrýni á þjóðleikhússtjóra, Svein Ein- arsson, m.a. fyrir skipulags- leysi og eins kom Prinsessan á bauninni, helsta „flopp” Þjóö- leikhússins á siðasta leikári, töluvert við sögu. A þessari ráöstefnu var Sveini einnig afhentur undirskriftalisti sá, sem látinn hafði verið ganga innan leikhússins vegna upp- sagna tveggja leikara Þjóðleik- hússins, en þaö mál kom að öðru leyti ekki á dagskrá á ráðstefn- unni og Sveinn Einarsson gerði ekki frekar grein fyrir afstöðu sinni til þessa undirskriftalista. | Þá svaraði hann heldur ekki j þeirri gagnrýni, sem fram kom • á hann innan leikhússins, svo að engin hrein niðurstaða fékkst af ■ þessari „tiltekt” innan Þjóö- j leikhússins. KONA Á FLOTTA Diane Keaton, sem hin tviklofna kennslukona Theresa Dunn, horfir í spegil I Looking For Mr. Goodbar. Háskólabió: Looking For Mr. Goodbar Bandarisk. Argerö 1977. Hand- rit: Richard Brooks, eftir skáld- sögu Judith Rossner. Leik- stjóri: Richard Brooks. Aöal- hlutverk: Diane Keaton, Tues- day Weld, Richard Gere, Willi- am Atherton. Hér gildir gamla sagan um bók og bió: Oft er betra að hafa ekki lesið bókina þegar maður sér biómyndina. Ekki vegna þess að maður veit hvernig allt fer, heldur fyrst og fremst vegna þess að samanburðurinn er oft truflandi. Maður nýtur kvikmyndarinnar siður sem sjálfstæðs verks. Skáldsaga Judith Rossner, sem Richard Brooks kvikmynd- ar hér, var metsölubók vestan- hafs fyrir nokkrum árum. Hún er að hluta reist á heimilda- grunni, — lifshlaupi ungrar kennslukonu sem tefldi með lif- erni sinu á tæpasta vað og tap- aði. Theresa Dunn er kona i andlegri kreppu, sem súmpart stafar af óhammgjusömu upp- eldi, kaþóiskri sektartilfinningu og óljósri en óumflýjanlegri kröfugerð umhverfisins á hendur henni, og sumpart af persónulegum geðbrestum. Með þetta nesti I farangri sinum leggur Theresa út I lífið, — sem i hennar tilviki þýðir að verulegu leyti út á lifið. Smátt og smátt bætast á hana aðrar andlegar byrðar við kynni af vafasömum kringumstæðum og félagsskap og fyrr en varir er Theresa komin á flugferö i átt til sjálfs- tortimingar. I skáldsögu Rossners er sú stefna sem lif Theresu tekur skýrt vörðuð, en þó án veru- legrar einföldunar: Hún hefur orsakasamhengi. Richard Brooks, með handriti sinu og leikstjórn, leysir um margt þetta efni vel upp i kvikmynda- form, enda þrautreyndur harö- jaxl með margar ágætar mynd- ir að baki (t.d. In Cold Blood). En sambandiö milli orsakar og- afleiðingar i lifi Theresu tekst honum ekki að sýna með jafn ljósum hætti og Rossner gat i sögunni. 1 kvikmyndinni verður þetta allt mun einfaldara og raunar á köflum mjög einfald- að, m.a. með fremur álappaleg- um flash-back og hugarórainn- skotum. í stórum dráttum er Brooks trúr sögunni. Theresa bókar- innar hefur til samsvörunar andlegri bæklun sinni likamlega bæklun. Hún er með likamslýti og er draghölt. Sem betur fer dregur Brooks mjög úr þessu I kvikmyndinni enda er þetta vandræðalegur annmarki á bókinni. Veigamesta breytingin er sú, að á meðan Rossner birtir okkur endalok Theresu strax I upphafi ' bókarinnar, lætur Brooks áhorfendur ekkert um þau vita fyrr en i enda myndarinnar. Þetta er um margt skiljanlegt spennufiff, en færir um leið áhersluna frá sálfræðilegri könnun á persónu yfir á dramatiskan þriller. Fyrir þá sem ekki hafa lesið bókina er þessi kvikmynd engu að siður vel yfir meðallagi. Þar veltur ekki sist á leik Diane Keaton i hlutverki Theresu. Þar fer næmur og fjölhæfur leikari. Tuesday Weld i hlutverki systurinnar og Richard Gere sem einn af elskhugunum, villti folinn Tony, sýna einnig eftirminnilegan leik. Sú mynd sem Brooks dregur upp af einsemd manneskju i stórborginni New York, ótta hennar við skuldbindingu, leit hennar að annarri manneskju i reykjarkófi vinbar^ og flótta hennar frá manneskjunni þegar návist hennar verður of áleitin, er oft og einatt prýðilega gerð. Lokaatriðið er til dæmis einkar vel af hendi leyst. Samt háir henni einhver skortur á jafn- vægi milli samúðar og fordæm- ingar, skýra tilfinningu gagn- vart þvi lifi sem hún lýsir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.