Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 11
__he/garpásturinn- Föstudagur 20. júlí 1979 11 „íslendingar undantekningar- laust úrvals- manneskjur” ,,Ég og margir Austur-Þjóö- verjar aörir vorum nýkomnir til Lubeck i Vestur-Þýskalandi, eftir aö hafa flúiö frá Austur- Þýskalandi, þegar viö lásum þaö i dagblaöi aö vinnukraft vantaöi til tslands. Þaö var sem sé auglýst eftir þýsku kvenfólki tii starfa á islenskum sveita- heimilum I eitt ár. Mér þótti þetta spennandi tilboö og faöir minn sagöi mér, aö þarna gæf- ist gott tækifæri tii aö sjá sig um I heiminum. Og ég sló til. Sótti um og fékk starfiö. Viö fórum siöan meö gömlu Esjunni til ts- lands áriö 1949.” „Þaö er Elinor Kjartansson, áöur Elinor Zitzewitiz, sem mælir þessi orö i samtali viö Helgarpóstinn, en Elinor var ein þeirra fjölmörgu kvenna sem komu hingaö til Islands áriö 1949 til aö veröa vinnukonur á islenskum sveitabæjum. Vissi lítið um island Elinor sagöist ekki hafa vitaö mikiö um Island þegar hún kom'hingaö.Haföi aö visu heyrt á Reykjavik minnst, en öllu meira heföi hún ekki vitaö. „Við komum i land i Reykja- !' vik og vorum þar eina nótt,” héltElinor áfram. „Strax fyrsta kvöldið var haldiö samsæti, og þar var okkur sagt frá landi og þjóö. Siöan strax daginn eftir var okkur ekiö i rútu út um landið. Þaö haföi veriö ákveöiö strax i Þýskalandi, á hvaöa sveitabæ við ættum að fara. Ég fór aö vinna á bænum Skógar- stööum i Biskupstungum og vann þar i eitt ár.” — Hvaö tók siðan við eftir aö þessu ári lauk? „Nú, þá hafði ég trúlofast honum Arna, (Kjartanssyni bónda i Seli, en það er bær ekki langt frá Skógarstöðum) og rétt skrapp til Þýskalands, en kom fljótt til íslands aftur, giftist Arna og hóf búskap með honum i Seli og hér hef ég verið siöan.” „Ég veit ekki alveg hve margar uröu hér eftir, þegar ráöningartimanum lauk, eftir eitt ár. Held þó að um 20% kvennanna hafi ekki farið strax út aftur.” „Landið full tómlegt" — Hvernig fannst þér á Is- landi þegar þú komst á sinum tima?, var næsta spurning Helgarpóstsins. „Æ, mér fannst nú landiö full tómlegt, Engir skógar, þaö fannst mér verst. En þaö var rdmt um mann og ég vandist skógaleysinu fljótlega.” Elinor varð islenskur rikis- borgari er hún giftist eigin- manni sinum, Arna Kjartans- syni. Hún segir aö þeir sem hafi verið samferða henni hingað til lands og ilentust hafi ekki mikiö samband sin á milli, en þó hitti hún viö og við, einn og einn. — Aö lokum Elinor. Þú hefur aldrei séð eftir þvi að hafa kom- iö? . „Talaði með höndum og fótum" „Nei, ég er hrædd um ekki. Hér er gott aö vera og íslend- ingar undantekningarlaust úr- valsmanneskjur. Ég átti i dálitl- um erfiöleikum meö aö gera mig skiljanlega i upphafi, enda kunni ég ekki eitt orð i islensku. En þá talaöi ég bara með hönd- um og fótum og þetta gekk allt saman. Núna tala ég sæmilega islensku þótt beygingarending- arnar þvælist ennþá fyrir mér.” Helgarpósturinn getur upp- lýst aö Elinor talar glimrandi islensku og ekki var aö heyra i þessu stutta spjalli að beyging- arendingarnar væru henni erf- iðar. Elinor Kjartansson er nú um 58 ára gömul, var 28 ára þegar hún kom hingaö til lands ásamt löndum sinum fyrir 30 árum. — GAS söngvarar sem reyna aö gera eitthvaö til aö nota hæfileika sina til aö kynna unglingum hinn fé- lagslega raunveruleika eiga afar erfitt uppdráttar. Og yngri kyn- slóöin viröist, a.m.k. á yfirborö- inu, taka þessu meö jafnaöargeöi. Um þaö bera vinsældalistar út- varpsstööva vitni. Engilsaxnesk- ættuö popptónlist hefur ekki fram aö þessu náö hér verulegri fót- festu, þaö sem hér hefur veriö gert i poppi hafa yfirleitt veriö lé- legar eftirlikingar, og hljómsveit- ir átt erfitt uppdráttar (enn eitt „Leiðitamir stjómleysingjar” landi sé æskilegur og myndi bæta núverandi ástand. Það sem ein- faldlega myndi gerast yröi aö auömagniö sem á tslandi, engu siöur en i öörum löndum .er tengt stjórnmálaflokkum, myndi kaupa upp öll þau útvarpsleyfi sem veitt yröu. Hitt er svo annaö mál aö gagngerrar breytingar er þörf á rekstri Rikisútvarpsins. Afnema þyrfti „Útvarp Reykjavik” og setja þess i staö landsstöö sem hlyti nafnið „Rödd tslands eöa Útvarp tsland. Auk þess yröu starfræktar tvær til þrjár svæðis- stöövar t.d. á tsafiröi, Akureyri og Höfn. Útvarpsráö i sinni nú- verandi mynd yröi lagt niöur, en i staö þess kæmi einskonar eftir- litsnefnd, skipuö fulltrúum allra þingflokka, einum frá hverjum, og hugsanlega fulltrúum þeirra Þá er lokið þessum einstæöa viöburöi sem er „Musique dans la rue”, tónlistarhátiö undir berum himni, og þar aö auki ókeypis. Næsti listviöburöurinn á þessarri „A Saison d’Aix”, er af allt öörum toga spunninn. Hiö svonefnda „Festival d’Aix” sem hefst núna um miöjan mánuöinn hefur löngum þótt hafa haft á sér mikinn snobbblæ. Það vakti mikla athygli fyrir nokkrum ár- um hér i Frakklandi þegar hippar hópuöust eitt sinn til borgarinnar i hrönnum þegar hin viröulega hátiö stóö hér yfir, og héldu eins- konar antihátiö á götum borgar- innar. Ekki veit ég hvort „Mus- ique dans la rue”, á aö einhverju leyti rætur sinar aö rekja til þess- arar hippasamkomu. Vera má aö þá verandi borgaryfirvöld hafi viljað skapa eitthvert mótvægi viö hina borgaralegu hátiö sem fyrir var. En „Musique dans la rue”, er nú hugsanlegá haldin I siðasta sinn þar sem fjárveitingin til stofnunar þeirrar sem aö henni stendur hefur verið skorin niöur. Þaö er annars einkennilegt meö Aixbúa. Eftir aö hafa skipt hér um borgarstjórnarmeirihluta siö- astliöinn vetur keppast allir um aö bölva nýja meirihlutanum i sand og ösku. Þaö er ekki aöeins menningarpólitikin sem gagn- rýnd er, heldur einnig sú ásökun sem oft heyrist aö borgarstjórnin hafi vanrækt úthverfin, þ.á.m. „Breiöholtiö” i norövesturhverf- unum, og einbeitt sér aö þvi aö vera meö ýmsar aðgerðir i aug- lýsingaskyni i feröamannahverf- um gamla miöbæjarins. Sjálfsagt veröur röksemd „Háttvirtra Kjósenda” sú ef skipt verður um meirihluta i borgarstjórn að hann vanræki gamla miöbæinn. Slik röksemd kom fram viö siöustu borgarstjórnarkosningar i Reykjavik, nema hvaö fyrrver- andi borgarstjóri i Reykjavik mun hafa vanrækt bæöi miöbæinn og úthverfin. Annars eru Aixbúar ekki ein- ustu Frakkarnir sem eru þver- stæöukenndir. Eitt sinn lýsti franskur kunningi minn samlönd- um sinum fyrir mér sem „leiöi- tömum stjórnleysingjum”. Frakkar vilja láta stjórna sér, en þeir eru þó sifellt óánægöir. Frakkland er mjög svo dæmigert miöstéttarþjóöfélag. Þaö var miöstéttin sem var i fararbroddi stjórnarbyltingarinnar 1789, og þaö var hún sem átti stærstan þátt i valdaráni Napoleons þegar byltingin ætlaöi aö taka róttæka stefnu. Miöstéttirnar hafa þvi veriö hiö leiöandi afl i frönsku þjóölifi um nærfellt þriggja alda skeiö. Ahrif miöstéttarsiöferðis má allsstaöar sjá i þjóöfélaginu. Löggjöf sú sem Frakkar búa viö i dag er i höfuðatriöum ennþá sú sama og á Napoleonstimunum, og þó hún hafi á sinum tima ef til vill veriö talin frjálslynd er þvi vist vart aö heilsa i tækniþjóöfélagi 20. aldar. Þaö er raunar ein af þverstæöunum i frönsku þjóðlifi aö sá sem af mörgum er kallaður arftaki Napóleons de Gaulle hers- höföingi, hafi orðið einn fyrsti stjórnmálamaöur hér i landi aö bjóöa millistéttinni byrginn, meö- al annars meö þvi aö samþykkja sjálfstæöi Alsir, en þar átti frönsk millistétt mikilla hagsmuna aö gæta. Ef til vill hefur þaö af ein- hverju leyti stafaö af persbnu- legri fyrirlitningu hans á milli- stéttinni, sem var sú stétt sem traustast studdi Viehystjórnina i siðari heimsstyrjöldinni. En de Gaulle snerti ekki viö millistétt- arlöggjöf þeirri sem Frakkar hafa búið viö frá Napóleonstim- anum. Millistéttarsiögæöiö i Frakk- landi gengur jafnvel svo langt aö hafa áhrif á dægurlagasöng. Þeir dægurlagasöngvarar sem vin- sældum vilja ná veröa helst aö vera yfirlýstir hægrimenn, bæöi i stjórnmálum og þjóöfélagsmál- um. Þeim veröur aö þykja vænt um foreldra sina og fjölskyldu, hvaö sem þaö kostar og aö sjálf- sögöu aö „kjósa rétt”. Foreldra- vald er hér svo sterkt aö þeir dæmi um franska einstaklings- hyggju). A þessu viröist þó vera aö veröa nokkur breyting meö til- komu nokkurra athyglisveröra hljómsveita svo sem „Telephone”, sem leikur rokk meö talsverðum „Punk” áhrifum. Fjölmiðlun hefur hefur veriö talsvert á dagskrá hér siöustu dagana eftir atvikið i Paris þegar lögreglan réöist inn i aöalstöövar sósialistaflokksins er Francois Mitterand var aö halda tölu i gegnum útvarpsstöö sem yfirvöld telja ólöglega. Samkvæmt frönskum lögum hefur Rikiö einkarétt á öllum útvarpssend- ingum i Frakklandi. Samt sem áöur eru hér „commercial” stöövar sem senda, aö visu opin- berlega, en ekki augljóslega til fransks almennings. En útvarps- sendarnir eru ekki staðsettir á frönsku landi. Radio Monte Carlo er á landi Furstadæmisins Mon- aco, sem aö nafninu til á aö heita sjálfstætt riki. Europe I hefur sendistöð sina i Þýskalandi 10 metra nákvæmlega frá frönsku landamærastöðinni. Þaö er opin- bert leyndarmál aö stjórnvöld hér hafa beitt öllum ráöum_ til aö ná sem traustustum yfirráöum yfir fjölmiðlum hér. Hálfgerö milii- rikjadeila reis þegar stjórnvöld i Luxemburg neituöu aö sam- þykkja útnefningu útvarpsstjóra sem sagöur var hliöhollur Gisc- ard Frakklandsforseta, en frönsk fyrirtæki eiga meirihlutann af hlutafélagi þvi sem rekur Radio Luxemburg. Þessar staöreyndir afsanna þá kenningu sem Ellert Schram og fleiri hafa sett fram um að frjáls útvarpsrekstur á Is- lista sem fengiö heföu yfir einn af hundraöi atkvæöa i Alþingiskosn- ingum. Slikt ráö eöa nefnd heföi ekki ritskoöunarvald, en hún gæti úrskuröað um þaö hvort um hlut- leysisbrot væri aö ræöa ef sliks væri krafist. hægt aö segja aö deigur dropi hafi falliö úr lofti siöan ég kom hingaö fyrir um þaö bil þrem vikum. En þótt ótrúlegt megi virðast þrá all- ír rigningu. Þaö er ekki aöeins aö rigningin myndi hafa i för meö sér svalara veöur, heldur myndi hún einnig hjálpa til viö aö slökkva hina miklu skógarelda sem eytt hafa þúsundum hektara skóglendis i grennd viö borgina. Eldarnir eru þaö nálægt borginni að finna hefur mátt lyktina af brunnum viöi, og ég hefi fyrir hitt fólk sem býr i suöurhluta borgar- innar og séö hefur eldana úr gluggum sinum. Slökkviliöiö heyr nú raunverulega styrjöld gegn eldunum þar sem „sprengjuflug- vélum” er óspart beitt. Notaðar eru svokallaöar „Canadair”, flugvélar sem henda niöur vatns- sprengjum allt aö tiu tonn aö þyngd. Ekki er borgin sögö i neinni hættu, þar sem eldurinn hefur tekiö stefnu i burtu og hraö- brautin til Marseille hefur veriö opnuö á ný eftir aö hafa verið lok- uö fram eftir degi. En enda þótt skógareldar geisi allt i kring gengur lifið sinn vana- gang i Aix. Fólk fær sér skemmti- göngu undir trjágöngunum á Cours Mirabeau, fær sér pastis á götukaffihúsunum og rabbar saman um daginn og veginn. Hiö áhyggjulausa lif Provencebúans heldur áfram. Hitinn hér er þjakandi, ekki er Frakklands póstur frá Reyni Antonssyni Á föstudögum er afgreiðsla Helgarpóstsins opin frá kl. 9 f.h. Sölubörn eru hvött til að koma að Hverfisgötu 8-10 (við hliðina á Gamla bíói) Bílasmiðir — Réttingamenn Viljum ráöa strax bilasmið eða mann van- an bilasmiði. Fæði og húsnæði á staðnum. Upplýsingar á skrifstofu vorri á Keflavík- urflugvelli daglega ennfremur i Lækjar- götu 12 (Iðnaðarbankahúsinu) efsta hæð n.k. föstudag 20. þ.m. kl. 14-16. íslenskir aðalverktakar sf. |Au glýsið í Helgarpóstinum NATIONAL hijop N/vriONA1 „ ^ Hl-ToP ^° N4T|ON»l Hi-Top „'LTlON^ KH NATIONAL m'TOP TVÖFÖLD ■IMD8IMG JLn,

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.