Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 24
—helgarpásturinrL. Föstudagur 20. júli 1979. I ■ • Gifurlegar öryggisráöstafan- ir voru gerðar meöan á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins i Lond- on stóð. Lögregluyfirvöldum þar þótti sem Þórður Asgeirsson, for- maður ráðsins, og Kristján Lofts- son, hjá Hval hf. væru líklegir skotspónar vegna afskipta sinna af hvalveiðum og var þess vegna gengið þannig frá hniitunum að þeir voru hafðir á sérstöku hóteli, þar sem Scotland Yard gætti þeirra eins og sjáaldurs augna sinna. Hins végar var ekki svo mikið við haft vegna hinna tveggja fulltrúa íslands á fundin- um þeirra Jóns Jónssonar, fiski- fræðings og Eyþórs Einarssonar, formanns Náttúruverndarráðs. . . • Fastir liöir eins og venjulega. Mannaskipti i þættinum „1 viku- lokin” og ekki í fyrsta skipti á undanförnum mánuðum.^Helgar- pósturinn hefur fylgst náið með þessari framhaldssögu, sem engan enda virðist ætla að taka. Menn koma þar til embættis að morgni,en geta þess vegna setið úti I kuldanum að kvöldi. Nú mun annar aöalstjórnandi þáttarins Kristján E. Guðmundsson, sem sóttist mjög eftir þvl að komast inn I þáttinn á slnum tima, á leið i sumarfri. Verður hann a.m.k. mánuö frá. Þá er spurningin. Hver tekur hans sæti? Einhver minntistá Arna Johnsensem var þarna áður fyrir, en ekki eru tald- ar líkur á að hann verði fyrir vali. Þar sem þetta fer að verða dag- legt brauð hjá aöstandendum þáttarins að finna nýja stjórnend- ur þá eru þeir farnir að kunna helstu málamiölunartrix stjórn- málamanna. Til að forðast klofning vegna þessarar nýju ráðningar, þá mun það ætlunin að bæta inn I þáttinn „free iance” mönnum, svona sem þurfa þykir. Hverjir það verða er óljóst. Það á eftir að deila um það... • Þótt nokkuð sé liðið frá þingslit- um getum við ekki á okkur setið með að segja eina litla þing- mannasögu. Eins og menn muna hafði Svavar Gestsson, viðskipta- ráðherra það oft á orði á þinginu i vetur, að þingmenn Alþýðu- flokksins væru eins og börn i sandkassaleik. Um svipað leyti var haldinn bókamarkaður i Reykjavik. Þangað fór Matti Bjarna.bókelskurmaðurinn. Eft- ir verslunarleiðangurinn fór hann til starfa niður á þingi og rétti llt- inn pakka yfir til Vilmundar Gylfasonar. Vilmundur reif upp pakkann og dró út úr honum litla barnabók. Og titillinn: Tröllið i sandkassanum... • Pólitikusar eiga allt eins von á ókyrrð á vinnumarkaði á næsta ári, og að verkalýðshreyfingin veiði herskárri og harðari I yfir- boðum enoft endranær. Astæðan: Haustið 1980 veröur haldið þing Alþýðusambandsins þar sem fram mun fara kjör nýs forseta. Þar eru margir kallaöir og menn eiga þvl allt eins von á að sumir þeirra vilji geta státað af skraut- fjöðrum i' kjarabaráttunni þegar til kosninganna kemur. Nefnd hafa verið nöfn eins og Karvel Pálmason, Karl Steinar Guöna- sonog Guðmundur J. Guðmunds- son, sem þó er talið að muni vart hafa fylgi meðal forystumanna hátekjuhópanna innan verkalýðs- hreyfingarinnar I Alþýðubanda- laginu. Hugsanlegur kandldat af þeirrahálfugæti verið Jón Snorri Þorieifsson, sem hins vegar for- ystumenn láglaunafélaganna munu aldrei geta sætt sig við... • Haraldur Blöndal lögfræðingur, var á gangi um Bankastræti, hitti gamlan skólabróður og fulltrúa hjá saksóknaraembættinu, sló léttilega I öxlina á honum og spurði: „Veistu hvers vegna Jóni Skaftasvni var veitt yfirborgar' - fógetaembættið?” Nei, hinn vissi það ekki. „Jú,” sagöi Haraldur, „Steingrimur vildi að það væri jafnræði með yfirborgarfógeta- embættinu og yfirborgardómara- embættinu.” Það veittu Fram- sóknarmenn á sinum tlma Birni Ingvarssyni og þótti hæpin em- bættisveiting... • U m sók n a r f r es t u r um prófessorsembætti Halldórs Hall- dórssonar er nú runninn út og hafa þrfr menn sótt um: Baldur Jónsson, dósent, mag.art., Hösk- uldur Þráinsson, Ph. D og Kristján Arnason, Ph. D.. Af þessum þremur er liklegast talið að slagurinn standi á milli Bald- urs Jónssonar, sem hefur mikla starfsreynslu og Höskulds Þrá- inssonar, sem hefur doktorspróf. Athygli vekur, að mjög llklegur arftaki Halldórs, doktor Helgi Guðmundsson, dósent, sótti ekki um og leiða menn getum að þvi, að ástæðan sé sú.., að hann kæri sig ekki um að vera prófessor* þar sem þvi embætti fylgi sú skylda að gegna starfi deildarfor- seta I heimspekideild, sem sumir llkja við ljónabúr. Helgi er sagð- ur skynsamur maður... • Nátengt þessari embættisveit- ingu er svo staöa forstöðumanns Orðabókar Háskóla Islands. Um áramótin mun Asgeir Blöndal Magnássonláta af þvi starfi fyrir aldurs sakir. Fullvlst er talið, að Jón Aöalsteinn Jónsson, cand. mag., gamalreyndur orðabókar- maður, muni sækja um það em- bætti. Aðrir kandldatar hafa ekki verið nefndir I alvöru enn. Hins vegar telja margir fullvlst, að Baidur Jónsson, dósent, muni sækja um forstöðumannsstarfið fái hann ekki prófessorsembætt- ið. Þá er talið mjög óliklegt, að Guðrún Kvaran, starfsmaður Orðabókarinnar, sem verður doktor I nóvember að llkindum, muni sækja um starfið... • Kerfið getur stundum veríö skemmtilegt —en þá alveg óvart. Maður einn hér I borg, sem hefur um árabil fengist við inn- flutning I smáum stil, varð fyrir óvæntri Hfsreynslu á dögunum. Hann fékk dag einn bréf frá toll- stjóranumþar sem greint var frá þvl að hann hefði ekki fært rétt tollskýrslur og var hótað „hörð- um aðgerðum”, kæmi hann ekki þegar á skrifstofu tollstjóra og gengi frá málum sinum. Maður- inn brá hart við, fór niður á skrif- stofuna og mikið rétt — hann hafði misreiknað sig á skýrslun- um, nema hvað það var honum sjálfum I óhag. Hann gekk spor- léttur út af skrifstofu tollstjóra — með 25 þúsund krónur endur- greiddar I vasanum. „Haröar að- gerðir” það... • Myndlistarmaðurinn Baltazar er farinn að fást við grafik, eins og fleiri góðir málarar, og hefur honum þótt takast allbærilega iq>p. Hann sótti nýlega um inn- göngu i félagsskapinn Islensk grafik en var hafnaö. Sagt er að hiti sé í forráðamönnum íslenskr- ar grafikur út af ummælum Balt- azars um Islenska grafikera. Við þau fyrtust graflkerarnir og vildu ekki Balta f félagsskapinn. Hann mun hins vegar una þessum málalokum illa. Sumir segja að titill málverks Baltazars „Þegar örninn flýgur veröa hænurnar hræddar” hafi táknræna merk- ingu I þessari viðureign hans og graflkera .... are supposeato De proteCTea Dytne Internationa! Whaling Commission (IWC), but some IWC member nati'' allow their citizens to operate ur ulatedwhalersthatkillarT ' can find, ev .uion isthe largest ,irg more thanj Jnited Kingdom, France, the Metherlands and Denmark UlíQMeitTsuppoi le moratorium. Write a letter to the prime minister nf Ireland Olafur Johannesson, and the heads of state ot the other 1WL member nations askinn thf»m tn innnrt thp mnntnrii im • Auglýsing á þriðju siðu bandariska timaritsins Time ber okkur Is- lendingum ekki vel söguna. Auglýsingin er frá Animal Welfarc Institute I Washington, og er áskorun til allra hvalaunnara um hjálp til að bjargablessuöumskepnunum. Þar eru lesendur þessarar auglýsing- ar hvattir til aö skrifa bréf til tveggja nafngreindra þjóðarleiðtoga I tengslum viö fund Alþjóða hvalveiðiráðsins, þeirra Oddvar Nordli, forsætisráðherra Noregs og ólafs okkar Jóhannessonar, forsætis- ráðherra tslands. Ekki vitum við hvort ólafur fékk mörg bréf... Kaupið bjálkahús Elstu i hús úr bjálkum í hinum víða heimi eru um 1000 ára gömul. Hvers vegna ekkiaðreyna? Þiðgætuðveriðánægðmeð300ár. jr i o o g cu o <u CP XTKl ^ 250 j 200 t 200 f eso 4 Tfi íffT’ «• 10 =í c=r r, j I • l ... ■ 1 ' Í.T í=»---- ■*&' ...Tjf:Tí j. j ™ (. y~: **>• 'f fW r' - , y-,' í ILJULJTÍÍ^T’S, rÍJaQ; Við bjóðum yður eitt stk. af þessu húsi tilb. ef óskað er eða á þvi byggingarstigi sem þér óskið eftir. Getum afhent 3 hús á Alftanesi fuiibúin i slð- asta iagi 1. febr. 1980. Undirritaður óskar nánari uppl. um Finnenhús AUSTUt? Við getum boðið kaupendum hvaða hús sem er, tveimur mánuðum eftir pöntun. (Miðað við ekkert verk- fall). Svo minnum við á hin fallegu sumarhús okkar sem þér getið fengið með næstu skipsferð eftir pöntun. Greiðslusamkomulag. UQRDUR Ath. þær pantanir sem ekki hafa borist fyrir 26. júli hækka um 15% sem er erlend hækkun. Hægt er að panta sér tima um helgar ef óskað er. V£3TUR Öll árshús eru útfærð af íslenskum tæknimenntuðum teiknurum og þjón- usta þeirra til staðar og annarra tæknimannanna. Allar innréttingar bjóðum við frá Haga á Akureyri og tvöfalt einangrunargler frá Glerborg. SJaE-iDiMG Einkaumboð á íslandi Hafnarstræti 15, Rvk. sími 25620. H. Guðmundsson.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.