Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 3
3 ,helgarpóstúrinrL. Föstudagur 20. júlí 1979. Cr lessal Þjóöskjalasafnsinns: „Þeir skulu hafa hljótt um sig og vera þokkaiega búnir og hreinir um hendur, svo að eigi klikki þeir nje óhreinki skjöl þau, er þeir handleika,” segir um safngesti I Reglu- gjörð. „Það var minnzt á það í einhverri skálaræðunni” Vegna þrengsla I Safnahúsinu við Hverfisgötu hefur Þjóðskjalasafnið geymslu- húsnæði, eins konar útibú, að Laugavegi 178. Þar hefur safnið til umráða 200 fermetra hæð og hefur haft undanfarin átta ár. Þar eru ýms söfn til geymslu, s.s. skjalasafn Vestmannaeyja það sem kom undan eldinum, skjalasafn borgardómara borgarfógeta, landlæknis, fræðslumáiaskrifstofunnar, lög- reglustjórans á Keflavikurflug- velli o.fl. Þjóðskjalasafnið er i miklu Skjöl ekki innheimt í hálfa öld 1 röska hálfa öld hefur inn- heimtu skjala ekki verið fylgt eftir reglulega eða frá árinu 1924 jafnframt þvi, sem stjórnarráöiö hefur sjálf t verið tregt að skila af sér. I ráðuneytunum sjálfum gilda svo engar fastmótaöar reglur um hvaðnákvæmlegaskulifara leynt og er þá yfirleitt visað á yfir- mann, sem spilar eftir eigin nót- um. Frá þessu eru þó undantekn- ingar. Aðalgeir Kristjánsson, skjala- vörður: „Spurning hvort endist lengur, ættfræöingurinn eða bók- in.” Um afnot af skjalasöfnum opin- berra embætta er sömu sögu að seg ja. Um þaueru engar mótaðar reglur, að þvi er við vitum bezt. 1 samtali við Aðalgeir Kristjánsson, skjalavörð i Þjóð- skjalasafninu kom fram, aö hann þyrfti oft að visa fólki á skjöl i ráðuneytunum. Þar er það svo undir reglusemi og velvilja ráðu- neytismanna hverjar viötökur menn fá. Okkur var t.d. sögð sú saga aö maður nokkur hefði fyrir all- mörgum árum viljað komast i til- tekin . skjöl. Sá sem hafði umsjá meö þeim taldi sér ekki stætt á þvi aö neita honum um aðgang enda þótt viðkomandi ráöuneyti hefði óskað eftir þvi, að maöurinn fengi ekki aö skoða s|cjölin. Var þá brugðið á það ráð að senda skjölin i sjálft ráðuneytið, visa manninum þangað og láta ráöuneytið sjálft sjá um að vlsa manninum frá. Hvort þetta var póhtik eða eitthvaö annaö vitum við ekki. Hins vegar er „danska” reglu- gjörðin frá 1916 tiltölulega skyr um eitt atriði. Þar segir: ,,Þó er skjalaverði heimilt að leyfa aö nota yngri skjöl (en 35 ára), sem húsnæðishallæri og veitti ekki af nýju húsnæði fyrir starfsemi sina. En Aðalgeir Kristjánsson sagði, að svarið væri alltaf það sama, að peninga væri enga að fá. „Það eru aldrei til peningar, sem gagn gæti orðið af, en alltaf nóg til i hitt,” sagði Aðalgeir. 1 nýrri Þjóðarbókhlöðu er ekki gert ráö fyrir Þjóðskjala- safninu. Hins vegar var þaö haft á orði fyrir allmörgum árum, að safnið fengi allt Safna- húsið viö Hverfisgötu til umráða, þegar þar að kæmi. „Það hefur aldrei verið talað um það opinberlega af eru þess eölis, aö honum þyki það óhætt, en jafnan getur hann krafizt skýlausrar yfirlýsingar þess, er nota vill, aö eigi æth sá að beita skjölum þeim til vanvirðu eða skapraunar neinum manni, er sje enn á lifi, nje nánustu vandamönnum hans.” Sé skjalavöröur ekki viss i sinni sök getur hann skotiö máli sem þessu til „landstjórnarinnar.” Viö spurðum Aöalgeir Kristjánsson um þetta og hvort á þetta hefði reynt. „Eftir þvi, sem ég bezt veit, þá hefiir ekki reynt á það að öðru leyti en þvi', að viö höfum veriö með innsigluö skjöl, aðallega frá einstakhngum. Þaö er t.d. hérna efni frá Jóhönnu Knudsen. Það má ekki opna það fyrr en snemma á næstu öld. Hún var einskonar „ástandsbjargvættur” ásínum tima. Nú , það voruhérna frá Sveini Björnssyni gögn, sem var verið að taka upp fyrir nokkru siðan og svona ýmislegt fleira.” 1 tilvikum sem þessum eru skjalapakkar viðkomandi inn- siglaðir og skýrir skilmálar fylgja um það hvenær megi rjúfa innsigliö og leyfa aðgang að þessu. Aðalgeir sagði, aö hending réöi þvi hvað bærist Þjóðskjalasafn- inutil vörslu. ,,Á meðan Jón Þor- kelsson var þjóðskjalavörður inn- heimti hann grimmt eftir reglu- gerðinni. Siöan hefur það falliö alveg niður, eða frá árinu 1924,” sagöi Aðalgeir. > „Þeir sitja á öllu bita- stæðu...” En hvernig er þetta með ráðu- neytin? Sitja þau á áhugaveröum plöggum? „Já, yfirleitt eru þau orðin gömul og þaö hefur ekkert reynt á leyndina. Þau eru orðin það gömul, þegar þau loksins koma. Sannleikurinn er barasá,, að þaö kemur ekkert frá embættunum, sem er einhvers virði. T.d. ernær öllu haldiö eftir i utanrikisráöu- neytinu, sem eitthvað bitastætt er i, mér sýnist þaö. Við erum með töluvert frá þeim, en hér er t.d. ekkert sem er merkt trúnaðar- mál. Þeir sitja á þvi öllu saman. Það er i sjálfu sér ágætt. Við erum ánægöir með það. Við þurf- um þá ekki að vera aö reka menn i burt, þegar ekkert af shku er að hafa.” Er þá skil frá ráöuneytinum mjög stopul? Setja þau þetta allt i sin eigin skjalasöfn? „Já, a.m.k. hefur regluleg inn- alvöru. Ég held, aö það hafi verið minnst á þaö i einhverri skálaræðunni. Og ég held, að það sé best að taka ekki of mikið mark á þvi. Þeir gætu stormað inn hér meö einhverjar stofn- anir, sem væru i húsnæðis- hraki,” sagði Aöalgeir Kristjánsson. Fram kom, að stjórnarráðið og Hæstiréttur hafa haft ágirnd á húsinu. Aðalgeir benti á, að húsið væri i raun mjög óhentugt sem safnhús. Þarna væri ekki lyfta og menn þyrftu að bera fleiri tonn af bókum á milli hæða. Auk þess væri húsið komið i svokallaða A-friðun og i þvi mætti ekkert gera, sem til hagræðingar gæti horft. En það gæti þá e.t.v. komið i veg,fyrir, að Hæstiréttur flytti þarna inn? „Þaö er nú dálitiö annað. Það er ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón,” sagði Aöalgeir Kristjánsson. heimta ekki átt sér staö i röska hálfa öld. Annars fer þetta eftir ráðuneytum. Þaö er t.d. sama og ekkert hér úr forsætisráðuneyt- inu, ekkert úr samgönguráöu- neytinu o.s.frv. Það er hér bara úr þessum þremur gömiu ráöu- neytum, dóms- og kirkjumála- ráöuneytinu, atvinnumálaráðu- neytinu (eins og það hét) og fjár- málaráöuneytinu svolftið, en það er nú litið. Þessi söfn teygja sig fram .. undir 1940.” Þessi söfn hafa sem sé skilaö tiltölulega reglulega iram undir 1940? „Ja, ég veit ekki hvaö ég á að segja hversu reglulegt þaö hefur verið. Fjármálaráðuneytið tók nú hluta af sinu aftur.” Hvernig stóð á þvi? „Þeir gáfu nú enga skýríngu á þvi. Þetta hefur verib fyrir svona 15 árum siðan”. Voru þeir kannski að koma i veg fyrir aðgang að þessum skjöi- um? „Ég veit ekki um ástæöuna. Þeir kunna að hafa þurft aö nota þau I sambandi við eitthvað, sem þeirhafa veriö að fara í gegnum. Mér dettur þaö nú helzt f hug. Að þaö hafi þurftað nota þau i sam- bandi við einhverja endurskoðun. Ég veit ekkert um það.” En eru ráðuneytin með þessum vanskilum að brjóta lög og reglu- gerð? „Ég veit ekki hvernig ber að túlka þaö. Hins vegar er þetta svona viða um heim, a.m.k. þar sem ég þekki til. Skjalasöfn eru vföast yfirfull og geta ekki tekiö á móti. Þannig hefur þetta verið i Noregi, Danmörku og Finnlandi. Þannig aö þetta sé aballega peningaspursmál? ,,Já, auövitað er það þaö.” Stór embætti hafa ekki skilað einu einasta skjali En getur safnið sinnt eiginlegu hlutverki sínu viö núverandi að- stæður eins og safninu ber skylda til samkvæmt reglugerð? „Nei. Það eru stór embætti, sem ekki hafa skilað af sér einu einasta skjali.” Dæmi? „Ja, það er t.d. allt bankakerf- ið. Rfkisbankarnir eiga náttúr- legaaðskila slnu. Núsvo eru þaö stofnanir eins og Tryggingastofn- un rikisins, Rikisútvarpið og eiginlega allt skólakerfið eins og það leggur sig. Þaö er ekkert komið nema úr gamla Mennta- skólanum I Reykjavfk. Nú, svo er það allt heilbrigðiskerfið. Þaö er ekkertkomið nema frá landlækni sem heitið getur.” Er af framangreindu rétt að draga þá ályktun aö skipan þess- ara mála sé i molum? „Ja, nú veit ég ekki. Þetta byggist náttúrlega á afstöðu stjórnvalda til stofnunarinnar.” Og hvað segir þú um afstöðu stjórnvalda? Hafa þau sýnt nægi- legan skilning? „Ég held að það sé betra að þú spyrjir þau.” Hvað vinna margir hjá ykkur? „Þaö er þjóðskjalavörður, fimm skjalaverðir og vélritunar- stúlka!* En hvaö telur þú, aö þurfi að ge-ra ef fara á eftir þeim reglum sem i gildi eru? „Það er eiginlega ómöglegt að svara þvi, en þetta, að það hefur eiginiega ekkert veríö innheimt hlýtur að skapa erfiðieika, það veröur miklu erfiöara aö koma þessu i röð og reglu. Ég reikna a.mJc. með þvi.” Sfðar meir áttu við? Þvi fyrr þvl betra? Nefndin hefur aldrei komið saman „Já, og svo er þaö náttúrlega þessi mikla spurning: Hvað á að geyma oghvaö á ekki aö geyma. Það hefur ekki verið tekin nein afstaða til þess ennþá.” En þaö hefúr sem sé ekki verið neitt farið f það að láta ykkur meta hvað skuli geyma og hver ju og h vernig öllu skjalaflóðinu skuli haldiö saman og hverju hent? „Ekkisvo ég vititil. Ég hef ekki oröið var við neitt slíkt. Þaö var skipuð nefnd fyrir nokkrum árum, en ég held, aö hún hafi aldrei komið saman. I henni eru núverandi þjóöskjalavöröur Bjarni Vilhjálmsson, Einar Bjarnason, prófessor og Gisli Blöndal, fyrrverandi hagsýslu- stjóri”. Og hún átti að vinna aö hverju? Hún átti að fjalla eitthvað um þetta, en ég hef ekki séð neitt frá henni.” Stóra málið, sagði Aöalgeir, er einfaldlega hvar á aö geyma öll þessi skjöl. „Það er hvergi til geymsla fyrir allt, sem ætti að vera i Þjóöskjalasafni”, sagði Aöalgeir. Þannig að þaö þyrfti að byggja nýtt hús? „Þaöer það. Þaöereitt af stóru málunum, og svo þyrfti náttúr- lega vinnandi hendur, en það ræðst að s jálfsögðu af þvi hvernig verkið verður unnið. Þaö er hægt að fara á hundavaði yfir þetta, en þaðer lfka hægt aö fara vandlega I þetta.” En hvað með notagildi af safn- inu fyrir fræðimann, sem þyrfti aö kanna frumgögn? Þarna spyrðu dálitið furðu- legrar spurningar.” Er hún furðuleg? „Ja, það virðist eins og safnið sé voðalega litið notaö. Þaö er aðallega eða bara fyrir ætt- fræðinga. Sami ættfræðingurinn flettir sömu bókinni áratugum saman þangað til annað hvort hann dettur dauður niður eða bókin fer í tætlur. Það er bara spurning um endingu. Hvort end- istlengur, pappfrinn ibókinnieða lifið í ættfræöingnum. Og hann virðist litlu nær eftir sem áöur.” Texti: Halldór Halldórsson Myndir: Friðþjófur SVARID VID OLÍUKREPPUNNI Peugeof 504 Diesel eyðir aðeins wm 7 lítrun af dieselolíw^ á ÍOO kilámetrum. Jafnframt er hann traustbyggður, hefur frábœra aksturshœfni og hcefir vel islenskum staðháttum. HAFRAFELL H.F. Vagnhöfða T * Reykjavik • Sími 8-52*11 >>> H.H.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.