Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 2
Föstudagur 20. júlí 1979. helgarpástúrihn.„ SKJÖLIN OG SKRIFFINNSKAN Helgarpósturinn hefur gert ör- litla athugun á þvi hvernig háttað sé skjalavörzlu I islenzku stjórnsýslunni, hvernig aðgangi að þessum skjölum sé háttað og hvaða opinberar reglur gilda um þessi mál. Niðurstaðan er i stuttu máli sú. aö handahóf ráði mestu i þessu efni og ekkert sé farið eftir þeim fáu reglum i lögum og reglugerö- um, sem lúta aö þessum málum. Þessimál eru að sjálfsögðu ná- tengd þingmáli, sem verið hefur 1 deiglunni um margra ára skeiö, þ.e. upplýsingaskyldu stjórn- valda. Helgarpósturinn þykist hafa komist að þeirri niðurstöðu að án meiri háttar lagfæringa i skjalavörzlu tslendinga komi lög um upplýsingaskyldu ekki nema að hálfum notum. t kompum og kytrum i stjórnarráðinu úirog grúir af alls kyns skjölum, merkum og 1.... "limi-iTT1! ómerkum. Aðgangur að þessu efni er hins vegar erfiður enda engar fastinótaðar reglur til. Þá virðist hjá sumum embættum vera með höppum og glöppunr hvaö er varðveitt, hvernig það er flokkaö, sem varö- veitt er og þar fram eftir göt- unum. Þá er jafnframt áberandi hversu útgáfustarfsemi er lltil á vegum rikisins, t.d. útgáfa Itar- legra nefndarálita, sem tlðkast með öðrum þjóðum. Það vakti t.d. athygli Helgar- póstsins, að ekki var byrjaö að halda fundargerðir rfkisstjórnar- funda með reglulegum hætti fyrr en árið 1963, I tið Bjarna heitins Benediktssonar, forsætisráð- herra. Þá er jafnframt athyglisvert, að þær fáu reglur, sem þó eru til um þetta efni, eru litt eða ekkert virtar. I „Reglugerö um Þjóðskjala- safnið i Reykjavik" frá 1916 er skýrt kveðið á um það, að opin- berar stofnanir og embætti skuli skila til safnsins skjölum, séu þau oröin 20ára gömul. I sömu reglu- gerðerskýrt tekið fram, að halda megi leyndum skjölum I 35 ár. Þetta mun vera eini bókstafurinn I Islenzkum lögum og reglugerð- um um geymsluskyldu. í Noregi t.d. ma' halda tiltekinni tegund skjala leyndri i allt að 70 ár. Annars staðar er frjálsræðið Óaðskiljanlegur þáttur I allri góöri skriffinnsku sem vill standa undir nafnieruppsöfnunalls kyns skjala og plagga. Hundruö þúsunda skjala fara um hendur hins opinbera á ári hverju. En hvaö verður um allan þennan papplr? Mest af þessu lendir á skjalasöfnum viðkomandi em- bætta, svo sem ráðuneytanna, dómstólanna, skólanna o.s.frv. Mikill misbrestur er á skilum skjala til Þjóöskjalasafnsins, þar sem þetta á að vera fólki aðgengi- legt. Ástæðurnar eru tvær, Annars vegar eru ýms embætti sinnulaus um þessi mál og hins vegar býr Þjóöskjalasafnið viö of þröngan húsakost til þess að geta sinnt verkefni slnu. Einn ráðuneytisstarfsmaður sagði við okkur, að menn hefðu næstum þurft að leggjast á hnén og þrábiðja Þjóðskjaíasafnið um aö taka við skjalapökkum. A safninu er lika fámennt og að öllu óbreyttu gæti þaö ekki tekið við öllu skjalaflóðinu. STJÓRNARRÁÐIÐ - MUSTERI LEYNDARINNAR? Það er gjarna haft á orði, að stjórnarráöið sé hálfgert musteri embættismanna, sem fjalli um málefni er varða almenning, og á það við um flest sem sýslaö er i ráöuneytunum, sem einkamál sin. Þess vegna þurfi aö lögbinda upplýsingaskyldu og aögang almennings að upplýsingum, þótt ekki megi gleyma friðhelgi einkalifs. Eins og fram kemur hér I opn- unni ber ráöuneytunum að skila af sér öllum skjölum til Þjóðskjalasafnsins eftir 20 ár. Þetta heitir afhendingar- skylda. Leynd má rlkja um efni skjals I 35 ár. Þaö er almenna reglan. Hins vegar hefur rlkis- stjórn landsins þaö I hendi sér hvort leyndin standi lengur en þessi 35 ár. 1 samtali okkar viö Aöalgeir Kristjánsson, skjalavörö kemur glögglega fram, að fæst ráðu- neytanna fylgja laga- og reglu- geröarákvæöum um afhending- arskyldu. Raunar kom það I ljós við athugun Helgarpóstsins, að fæstir ef nokkur ráðuneytis- manna, sem viö ræddum viö, þekktu reglugerðina, sem um þetta fjallar. Sumir komu af fjöllum. Guðmundur Benediktsson, ráðuneytisstjóri I forsætisráöu- neytinu, kom ekki af fjöllum, þótt hann teldi sig ekki sérfræð- ing I faginu. Ráðherrafundir fyrst færðir reglulega tii bókar 1963 Okkar erindi var aðallega aö forvitnast um fundargeröir rikisstjórnarfunda. Hann sagði okkur, að byrjað hefði verið á færslu fundargerða rlkis- stjórnarfunda I árslok 1963. Þá var Bjarni Benediktsson forsætisráöherra. Slöan heföu fundargerðir veriö færðar reglulega, fyrst handskrifaöar en slðan vélritaðar. Þetta væri siöan bundið inn og geymt I ráðuneytinu. Guðmundur Benediktsson skýrði okkur frá þvi, aö til væru slitur af eldri fundargerðar- bókum ráöherra frá fyrri tlö, jafnvel allt frá fyrri striðs- árum. Þær heföu þó aldrei verið færðar reglulega. „Varðandi þaö, að þessu sé haldið leyndu er þó ekki meira en svo, aö ráðuneytis- stjórar fá alltaf afrit af þvl, sem þeim hentar hverju sinni,” sagöi Guömundur ,,en reglurn- ar eru ekki mjög ákveðnar um þetta.” Hversu nákvæmar eru þessar fundargeröir? „Aöalreglan er sú, að það er Svipmynd úr skjalasafni utanrikisráðuneytisins. Það safn sýnist I fljótu bragði vera til hinnar mestu fyrirmyndar. A öðrum og trygg- ari stað eru geymd trúnaðarmál. 011 Nató-gögn eru tryggilega geymd og vandlega merkt eftir mikilvægi: Unclassified, Classified, Secret, Top Secret og Atomal Top Secret. Siðastnefndi flokkurinn hefur aö geyma skjöl er varða hermál. aöeins skýrt frá ákvörðun- um. Umræður eru ekki skráðar nema þar sem nauösynlegt er að skýra aðdraganda aö ákvörðun,” sagði Guðmundur. Hann bætti þvi við, að ef ein- hver ráðherra óskaði eftir bókun, þá væri hún færö sem slik. Utanríkisráðuneytið: Þar eru trúnaðarmálin 1 utanrlkisráöuneytinu er sjálfsagt að finna það efni, sem forvitnilegast er fyrir samtlma- menn. Þar er I einu sæmilega stóru herbergi viö Hverfis- götuna skjalasafn meö á milli 4- 5 þúsund málaflokkum. I safn- inu eru skjöl allar götur aftur til 1944. Reglan mun vera sú, að geyma skjöl i ráöuneytinu þar til þau eru orðin um 20 ára gömul . Þessar upplýsingar fengum viö i utanrikisráðu- neytinu. Þær stangast á við það sem Aðalgeir Kristjánsson, skjalavörður segir I viðtalinu hér I opnunni. Til þess aö fá aðgang að efni i skjalasafni utanrlkisráðu- neytisins þarf leyfi ráðuneytis- stjóra eða starfsmanns honum næstráðandi. Raunar þarf leyfi sömu manna til þess að skoða skjöl frá utanrikisráðuneytinu, sem komin eru I vörslu Þjóð- skjalasafnsins. (Fyrir þessari reglu fann Helgarpósturinn ekki staf i lögum eða reglugerð; raunar þvert á móti.) Oll mál, sem merkt eru annað hvort trúnaðarmál eöa algert trúnaðarmál, eru I vörslu ráöu- neytisins. Ekkert slikt skjal hefur veriö sent i Þjóðskjala- safnið. Dæmi um þetta eru öll plögg er varða Atlantshafs- bandalagið. Skjalavörður utanrlkisráðuneytisins er Bryn- hildur Jónsdóttir. Hannes Hafstein, skrifstofu- stjóri utanrlkisráðuneytisins, sagði I samtali við Helgar- póstinn, að meginástæöa þess, aö ráðuneytið sjálft sæi um geymslu skjala, sem með réttu ættu að vera I Þjóðskjala- safninu, væri sú, að Þjóðskjala- safniö hefði ekki húspláss. „Þaö er ekki til þess að fara fram hjá einu eöa neinu,” sagði Hannes. //Engar sérstakar reglur...." Viö ræddum viö Hörð Helga- son, ráöuneytisstjóra utan- rikisráöuneytisins, og spuröum hann um aðgang að skjölum og skjalasafni ráðuneytisins: „Þaö eru eiginlega engar sérstakar reglur, sem gilda heldur er hver beiðni fyrir sig metin,” sagði Hörður. Og hvað leggið þið til grund- vallar? „Það er ýmislegt, m.a. aldur upplýsinganna.” Hafiö þið aldurstakmark? „Nei, við höfum það ekki, og það er ekki I lögum eða reglum. En við virðum náttúr- lega takmörk, sem sett eru af öðrum þjóöum, sem við skiptum við og skjal snertir.” Farið þið þá ekki eftir regl- unni, sem gildir um Þjóðskjala- safnið,35 árin? i „Nei, við höfum nú ekki gert' það.” Og meinið þiö fólki kannski aðgangi að skjölum, sem eru eldri en það? „Beiðnin er metin I hvert skipti. Ef þjóð hefur t.d. 50 ára leyndarreglu I einhverju máli, þá virðum við það.” Viö forvitnuðumst um Nató- skjölin hjá Herði: ,.Þau skjöl geymum við sam- kvæmt reglum sem gilda um sllk skjöl og Nató-ríkin hafa komið sér saman um.” Hvernig hljóða þær? „Aögang að þeim skjölum fá aöeins þeir menn, sem þurfa aö nota þau vegna starfs sins. Það eru ráðuneytisstarfsmenn.” Hvað meö fræðimenn? „Ekki nema stofnunin hafi tekið af þeim leyndarstimpil- ínn! —H.H.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.