Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 20.07.1979, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 20. júlí 1979 helgarpásturinn. KVONFANG EFTIR PðNTIIN Þaö hefur varla fariö framhjá neinum aö tslendingar eiga von á hópi flóttamanna frá Vietnam. Fjölmiölar hafa tekiö hraustlega á máli þessu, enda viröist svosem um talsvert hitamál sé aö ræöa, og fátt ræöir fólk meira um þessa dagana en hvort islensku þjóöinni, ogf eöa flóttafólkinu sjálfu, sé f hættu stefnt meö ósköpunum. 1 hamaganginum hefur aö þvf er viröist gleymst aö hingaö hefur áöur komiö stór hópur flóttafólks. Fyrir réttum 30 árum, eöa sum- ariö 1949, komu yfir þrjú hundruö þjóöverjar hingaö, flestir til starfa f sveitum, og langflestir kvenkyns. Hluti þjóöverjanna fór aftur úr iandi stuttu sföar, en margar kvennanna giftust íslenskum körlum og búa hér enn — konur á miöjum aldri núna. En þær eru aliar af „néttum” kynstofni. Rifjað upp þegar hingað kom fjöldi í m m þýskra kvenna til vinnu í landsins og Þaö var á búnaöarþingi áriö 1947 aö samþykkt var áskorun til rikisstjórnarinnar að taka til athugunar möguleika á inn- flutningi erlends verkafólks til landbúnaöarstarfa á Islandi. í og uppúr striðinu varö vart tals- verðs fólksflótta úr sveitum landsins i kaupstaðina, og þó aöallega á höfuðborgarsvæðiö, vegna aukinnar atvinnu. Ýmis vandkvæöi voru á aö fá fólk til vinnu i sveitunum, og þvi var gripið til þessa ráðs. Búnaðarþingiö 1949 skoraði svo á atvinnumálaráöuneytiö aö hraöa framkvæmdum viö inn- flutninginn, svo aö fólkiö — sem var aðallega konur — gætrá komiö til starfa i mai. Þetta sama Búnaöarþing samþykkti lika nokkurskonar reglur i átta liöum i sambandi viö innflutn- inginn: 1. Aldurstakmörk innflytjenda séu 18 til 40 ára, þó megi i ein- stökum tilfellum konur eöa hjón hafa með sér barn. 2. Innflytjendur sýni vottorö og skilriki fyrir hegðun og verk- kunnáttu og heilbrigði. 3. Ráöningartimi sé minnst tvö ár i landinu samfleytt viö landbúnaöarvinnu. 4. Áframhaldandi landvist sé heimil meðan viökomandi vinn- ur landbúnaðarstörf. 5. Kaup miðist viö aldur og verkkunnáttu: Kaup karla: 4-6 þús. krónur fyrsta ár, 6-8 þús- und kr. seinna ár. Kaup kvenna: 4-5 þúsund kr. fyrsta ár, 5-6 þúsund kr. annað ár. Aö auki fái fólk frftt uppihald og þjónustu og fria ferð til landsins. Sendur sé maður út til að vinna aö vali og ráðningu fólks- ins. Sendimaðurinn fari meö pantanir bænda á verkafólki með sér, og geri ráðn ingarsamninga fyrir hvern einstakan þar ytra fyrir fyrsta áriö. 6. Búnaöarfélag hafi eftirlit og leið beiningar meö hönd- um fyrir fólkiö, fylgist meö dvalarstöðum þess og störfum, aðstoði við vista skipti og hvaö annaö, er fólkið þarf aðstoðarvið. 7. Auglýst sé nú þegar eftir umsókn um um verkafólk þetta og séu þær bindandi fyrir umsækjanda, miðaö við aö fólkiö verði komiö til starfa i maimánuði. 8. Sent veröi skip héö- an, Hekla eöa Esja, eftir fólkinu. Skipiö komi svo beint upp til Austurlandsins og fari strand ferö noröurum land ogskiii fólk inu á viökom. andi hafnir.” að segja að það hafi ríkt eftirvænting bæði hjá stúlkunum og ekki síður bændunum" Eftir þessu prógrammi var siöan fariö í stórum dráttum. 21. mars, eöa nokkrum dögum slö- ar, flutti búnaöarmálastjóri ávarp i útvarpiö og bar bændum tiðindin. Þeir brugöust hart viö, og innan skamms bárust beiðnir frá bændum um rúmlega 330 manns I ársvist. Svo undarlega bregður viö aö mikill meirihluti bændanna vildi fá konur i vinnu til sin. Einkum voru það einsetubænd- ur sem höföu hug á kvenfólki, og sumir sendu meira að segja Búnaöarfélaginu mynd af áér og pöntuöu eina sem færi vel viö sig. Sennilega hefur Búnaðarfé- lag íslands aldrei komist jafn nálægt þvi að vera hjónabands- miðlun og þetta sumar. Eftir að umsóknir höfðu borist sendi atvinnumálaráðu. neytiö tvo menn, blaða mennina Jón Helgason og Þorstein Jósefsson út til Þýskalands, til þess, ásamt Arna Siemsen konsúl iLubeck, að vistráöa kvinnurnarog ann. ast alla fyrirgreiöslu. Nokkru eftir að Jón kom heim birtist við hann viðtal i Timan um. Þar lýsir Jón hvernig aðbúnaður fólksins var, og er það heldur ófögur lýsing Yfir þrjú þúsund manns sóttu um að komast til Is lands, þannig að visa varð frá miklum fjölda. Margar stúlknanna höföu flúið frá Austur-Þýskalandi og allt var fólkiö sár fátækt. „Einu sinni kom til dæmis berfætt stúlka gangandi fimmtán kilómetraleið, og i annað sinn komu tvær á sama hjólgarm. inum þrjátiu eöa fjörutiu km. veg”, segir Jón I viötali sinu. En þaö komu lika fyrir brosleg at. vik, að sögn Jóns. „Einu sinni kom gömul kona meö stóran hund og vildi selja hann til ls. lands fyrir 70 mörk”. Siöar i viðtalinu segir Jón: „Stúlka, sem pólskir hermenn hafa rænt hverri spjör um miöj- an dag á miöri götu i Danzig, og stungiö nokkrum hnifs- stungum i ofanálag, er nú tekin að ganga um beina á sunnlejjsku sveitaheimili”. Þeir Jón, Þorsteinn og þýski konsúllinn luku erindi sinu i Þýskalandi fljótt og vel, og fimmtudaginn 9. júni 1949 segir Timinn i forsiöufrétt: „ESJA KOM MEÐ ÞÝSKA VERKAFÖLKIÐ I GÆR: Um 180 manns komu með skipinu, en þaö sem eftir er kemur meö togurum siðar.” í fréttinni undir þessari fyr- irsögn segir siöan: ,,Um klukk1- an 15.3Ó i gær kom Esja á ytri- höfnina i Reykjavik með þýska verkafóliciö sem hún sótti til Hamborgar. Meö skipinu eru um 180 manns, mestkonur. Dvaldi fólkið i skipinu i nótt, en fær vist á flugvallahótelinu I dag.” Tollverðir, læknar, útlendingaeftirlitið og fleiri fóru siöan um borð og athugaði liöið, en eins og sagði i frétt Timans: „Meginhluti þessa fólks eru konur, og er það flest á aldrin- um 19-24 ára, en annars frá 17 ára aldri tii 45 ára”. Siöar um daginn fengu stúlk- urnar aö skoöa sig um i Reykja- vik, og um kvöldiö var haldiö hóf, þar sem þeim voru sýndar kvikmyndir um ísland og sagð- ur fróðieikur um þjóöina. Þær konur sem áttu aö fara i vist nálægt höfuöborginni voru sóttar daginn eftir af bændum sjálfum, en þær sem lengra áttu heim aö sækja fóru með lang- ferðabil. Höröur Agnarsson var bil- stjóri á leiðinni Akureyri- Reykjavik á þessum árum og hann ók stúlkunum á bæina á leiöinni. „Þetta minnti mann óneitanlega dálitiö á gripaflutn- inga”, sagði hann. „Stúlkurnar voru flestar milli tvitugs og þri- tugs, og kunnu náttúrulega ekki stakt orð i islensku. Þaö var bú- ið að ákveöa hver átti aö fara hvaö fyrirfram. Þaö er óhætt að segja aö þaö hafi rikt eftirvænt- ing, bæöi hjá stúlkunum, og ekfci siöurbændunum. En þær fóru af bflnum ein af annarri, og heim i kotin”, sagði Hörður. Eins og telja má eðlilegt þurftu bestu bæirnir ekki á þessu erlenda vinnuafli að halda. Þangað sótti islenska vinnufólkið auövitað fyrst. Þaö voru þvi einkum verr reknir bæir sem stúlkurnar lentu á, og oftar en ekki hjá einsetubænd- um. Enda small ekki alltaf allt saman eins og best varð'á kos- iö. Ein ljóshærð og hugguleg stúlka lenti til dæmis hjá ein- setubónda norður i landi, sem þekktur var I grenndinni sem hinn mesti fýlupúki. Stúlkan var greinilega ekki hrifin af mann- inum við fyrstu sýn, og svo fór að hún tolldi aldrei hjá honum fyrstu nóttina, heldur flúði. Hún lét sig ekki muna um að fara yfir fjall til að komast i næsta dal. Siðar giftist þessi stúlka i Eyjafjöröinn. Eftir aö þýska fólkið kom hingað til lands var stofnaður sérstakur gerðardómur, til að kveöa úrskuröi, ef upp kæmu deilumál varöandi ráöningu þess. Alls komu 28 mál til dómsins og fengu þau öll af- greiðslu. Nokkrum var visaö úr landi, sumir vildu skipta á hjú- um, og svo framvegis. En eftir fyrsta vistár þýska fólksins hbr kom mikið los á liöið. Sumar vildu fara aftur til Þýskalands, en aörar vildu skipta um húsbændur hér. Kom þá i ljós að lítil eftirspurn var orðin eftir þeim i sveitunum, og var þá látiö óátalið þótt þær ynnu i kaupstööum. Annars - hefði þurft að senda þær út á kostnað rikisins. Talsveröur hluti þessa þýska verkafólks, er á Islandi enn þann dag i dag. Sennilega um helmingur. Aðeins einu og hálfu ári eftir komuna hingað, eöa veturinn 1950 voru milli 50 og 60 stúknanna búnar að gifta sig is- lenskum karlmönnum. Þaö hefði einhverjum þótt góð nýt- ing/búbót. Nú eru þessar konur orðnar meiri íslendingar en Þjóðverj- ar, og fer af þeim orð fyrir dugnað og myndarskap. Sumir telja þær pínulitil sköss. eftir Guðjón Arngrímsson 8

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.